Dagbók Drápskattar

mánudagur, ágúst 15, 2005

Stór pæling


Helgin var rosalega skemmtileg og vonandi get ég sett inn myndirnar sem fyrst!

Afmælið heppnaðist segamega vel, outfittið var held ég alveg að meika það fyrir utan gullskvísuskóna, endaði á tánum. Bærinn var hress eða allavega var ég hress í bænum. Eftir kofatjútt og langa bið fyrir utan Sirkus ákvað ég að fara ein míns liðs að dansa. Tölti yfir á Kaffibarinn og dansaði mig í gegnum fólkið þangað til að ég rambaði á Jobba og Þóri. Það liðu ekki meira en 3 lög þá voru Atli og Jenni mættir hí á ykkur :P Á þessu tímabili hafði Rannveig hringt nákvæmlega 10 sinnum, ég sendi henni sms og ekki leið á löngu þar til hún og Ninna voru mættar líka. Svo fór ég í háttinn.

Eftir eitt besta svefnsession í heimi var ég hálfplötuð inn á vegamót (kl 1 kvöldið eftir) af Hrafnhildi og Emilíu við dönsuðum og bara skemmtum okkur konunglega.Sunnudagurinn einkenndist af sambandsleysi við Rannveigu, ég hef ekki enn náð í hana eða hún í mig, mjög sjaldgæft!

En pælingin er hvort að ég ætti að skipta yfir í koalabjorn.blogspot.com eða halda þessari "blog for dummies" síðu......ohh þessi slóð er eitthvað svo hentug, en mér finnst hin meira svona spennandi og passa betur háskólanema hehe. Annars er ég endilega til í að þið takið þátt í skoðanakönnuninni og commentið ef það er e-ð meira!

http://www.blog.central.is/erna
vs.
http://www.koalabjorn.blogspot.com/

1 Comments:

At 5:52 e.h., Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ég er miklu hrifnari af þessari síðu.

 

Skrifa ummæli

<< Home