Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Leiðindaútvarp

Þar sem ég hef ekki nennt að niðurhala tónlist síðast liðna daga þá hef ég hlustað mikið á útvarpið í bílum mínum. Mér finnst Rás 2 eiginlega eina útvarpsstöðin sem hægt er að hlusta á! Það er alveg fáránlegt hvað allar hinar stöðvarnar eru ófrumlegar og einhæfar. Nú er komin sú staða að X-ið, Bylgjan, FM957 og það allt eru komnir með sama lagalista í með uppfyllingarefni inn á milli, Gnarls Barkley hafa verið spilaðir óspart á öllum þessum stöðvum, Barfly hefur verið spiluð í gríð og erg, og núna er eitthvað sem heitir Chasing Cars með SnowPatrol eða eitthvað álíka....allir að spila þessu sömu leiðindalög. Mæli með að allir stilli á Rás2 og hlusti á eitthvað annað en one hit wondera.

Helgin var þéttskipuð skemmtilegra atburða.
Föstudagur: Sætavísir fyrir VIP hjá FL-Group á Sykurmolatónleikunum
Laugardagur: hárgreiðsla, förðun og pelsasýning á Salon Veh, Surprise afmælispartý fyrir Önnu Maríu heima hjá Hadda á Akranesi, löööng, ævintýraleg og skemmtileg heimferð á aðfararnótt sunnudags.
Sunnudagur: Læri læri, Stúdentadansflokkurinn að æfa, festa sig í sköflum ein í bíl....og enda helgina á því að detta kylliflöt á andlitið og olnbogann.

1 Comments:

At 12:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Loksins hægt að skella inn kommenti:) Þetta er glæsileg síða skvísa:D


me like the meebó stuff;)

 

Skrifa ummæli

<< Home