Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Wincing The Night Away

Sit við skrifborðið í Kleifarseli og er að læra Örtölvu og mælitækni...ég reyndi að þýða fyrstu spurninguna á íslensku, útkoman var þessi:
m ráð fyrir að þú viljir stafræna hágildi sem koma frá eftirfarandi uppsprettum
a) hitapara finnandi úgildi
b) víðóma magnara útgildi
...osfv. hehehe skondið og dáldið óskiljanlegt.

Hlustandi á nýju plötu eðal hljómsveitarinnar The Shins, Wincing the night away, þá getur ekkert sagt mér að lífið sé erfitt. Enda kemur p
Gerulatan ekki út fyrr en á næsta ári ;) happyhappygoodtimes

Hérna er lagið Australia

Tileinkað Lísu og Völu Shinsurunum mínum

Ég hef tekið gleði mína á ný...ég hlakka nefninlega svo til jólafrísins því þá mun ég hlusta á Shins og prjóna mér hlýja mjúka peysu og drita nokkrum orðum í umsókn til náms í Vesturheimi.

Brynja snúllan mín fékk að vera með :)

1 Comments:

At 10:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég og Brynja þýddum þessar spurningar á meðan við biðum eftir Ásu á Súfó....

Við ákváðum að fara í laumuverkfall og þýða þetta eins beint og hægt er :p Mig minnir að ein setningin hafi falið þennan glæsilega frasa...


"...byltingarkennda flæðispennan..."

hahaha

 

Skrifa ummæli

<< Home