Dagbók Drápskattar

sunnudagur, nóvember 26, 2006

It ain't over til the fat lady sings

Ég er skrítin skrúfa.
Mætti kringluna með mömmu.
Tilefnið var að gefa mér Levi's buxur...vei vei vei eða nei
Ég þröngvaði mér í allar stærðir og gerðir af þessum rándýru buxum, því miður gat ég ekki fundið mér neinar...týpískt ég! Þegar einhver annar en ég fær að kaupa fötin þá verða bara engin kaup!
Flestar voru of stuttar, nokkrar of snjáðar, gaf Hrafnhildi eina gerðina, aðrar bara ekki fyrir mig. Þó held ég að ég sé alveg með það á hreinu að þessar ástæður hafi bara verið átyllur...ég get bara ekki sætt mig við að kaupa buxur í stærðinni fyrir ofan þær sem ég á!
Ég er búin að fitna, og það er staðreynd.
Leiðinleg staðreynd.

Með nýju ári þarf ég að sleppa því að safna pepsivængjum eins og í verzló forðum, sleppa því að gæða mér á súkkulaðiklöttum í tíma...og ótíma ;) Hætta að missa mig á nammibarnum á laugardögum, sleppa því að baka skyrköku, fá mér bara einn disk af morgunkorni, ohh þetta hljómar allt allt of illa....en mun skárra en að kaupa Levi's í einu númeri stærra!

Hér sést Jobbi í mínum heittelskuðu 28-34 Levi's

4 Comments:

At 6:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey það er alltílagi að kaupa stærri buxur! miklu betra heldur en að sleppa öllum þessum mat.. mamma mín kom akkurat heim með eitt stykki levis handa mér á föstudaginn.. ekkert smá góð!.. vá hvað við eigum gúddí múttur ;)

 
At 10:47 e.h., Blogger Erna said...

hehe já að vísu er þetta jólagjöfin ;)
En samt sem áður eigum við bestu mömmur í heimi!

 
At 12:04 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Erna mín, KOMMON! Þú ert bara að þroskast. Kona á aldrei að láta einhverjar tölur sem af tilviljun standa innaní fataplöggum ráða lífi sínu. Í alvöru. Ég veit það er óþolandi þegar gamlar kerlingar ráðast svona inn á bloggið hjá ungum dömum, en þetta samt satt.

 
At 12:05 e.h., Blogger Harpa Jónsdóttir said...

...er...

 

Skrifa ummæli

<< Home