Dagbók Drápskattar

mánudagur, maí 12, 2008

Vakna úr værum blundi, eða hvað!

Á milli þess sem ég skoða haust 2008 sýningarnar á style.com þá glugga ég í stjórnun fyrirtækja glósurnar. Enda síðasta próf mitt í iðnaðarverkfræðinni núna 15.maí, það er að segja daginn eftir afmælisdaginn minn og daginn áður en við höldum í útskriftarferð.
Hér koma nokkrar glósur út stjórnun fyrirtækja sem ég var að lesa:

"Persónulegir þættir, vinnustreita

Týpa A:
Persóna sem sýnir týpu A hegðun er frekur, óþolinmóður, fer yfir strikið. Reynir að gera of mikið á of litlum tíma. Óstaðfestur fjandskapur lýsir einnig týpu A. Í vinnunni er týpa A ýtin og vinnur vel. Utan vinnu passar týpa A að hún sé alltaf upptekin við alls konar erindi."


Já afsakið vinir hve frek og fjandsöm ég hef verið síðast liðin þrjú ár, ég er að klára núna eftir 2 daga og þá hverfa þessir streituþættir (vonandi).

Á föstudaginn er ferðinni heitið til Kaupmannahafnar, því næst til Shanghai, síðan til Singapore (stærsta útsala ársins akkúrat þegar við erum þar, jeii) og að lokum til Phuket og Bankok.



Takk fyrir og góða ferð.

7 Comments:

At 1:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ætlar þú að gera eitthvað um kvöldið 15. maí? Ég er einmitt líka að fara í síðasta prófið mitt á fimmtudaginn.

Klukkan hvað er áætluð brottför frá Íslandi? Flugið okkar til NY fer kl. 17 á föstudaginn, kannski hittumst við í Leifsstöð :)

Ef ég hitti þig ekki þá segi ég bara: til hamingju með afmælið á morgun, til hamingju með próflokin og eigðu gleðilega útskriftarferð!

 
At 10:12 f.h., Blogger Erna said...

Ég klára síðasta prófið klukkan 16:30 þann 15.maí og svo er brottför klukkan sjö um morgun 16.maí.

Aldrei að vita hvað maður gerir :P
Býst samt við að vera heima og klára að pakka og svoleiðis.

En annars bara TAKK :D

 
At 11:20 f.h., Blogger Vala Rún said...

Hæ sætasta Ernan mín og til hamingju með daginn ;) góða ferð í útskriftarferðina..ég er ekkert abbó neinei... hehe..! hlakka til að sjá þig í sumar. KNÚS

 
At 1:09 e.h., Blogger Telma said...

Til hamingju með próflok og Bsc námslok! Magnað:)

Fékkstu ekki örugglega afmælis mms-ið? Eigðu yndislega útskriftarferð og taktu fullt af myndum! Knús og koss

 
At 5:43 e.h., Blogger Erna said...

Ohh takk fyrir mms-ið það var frábært :D fékk mig til að brosa dáldið mikið breitt hehe

 
At 2:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Wοw, that's what I was exploring for, what a material! present here at this weblog, thanks admin of this web site.

My web-site - Tens Pain Relief
Also see my page: tens units

 
At 8:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Infοrmatіve artіclе, totallу what I
ωаѕ looking for.

Heгe is my sitе :: TENS units

 

Skrifa ummæli

<< Home