Dagbók Drápskattar

mánudagur, febrúar 04, 2008

Atvinnuleitinni náð hámarki

Í staðinn fyrir að gera hermunarforritið í C++ ákvað ég að eyða tímanum mínum að forvitnast um störf sem eru í boði. Fór á Orkuveitusíðuna og til gamans kíkti ég á sumarstörf fyrir háskólanema...ekki það að ég sé að fara að sækja um sumarstarf, heldur rambar maður oft á síður bara til gamans. Ef þú ert að leita að skemmtilegu sumarstarfi þá endilega sæktu um...en ef þú ert hins vegar að leita að dægrardvöl sem tengist mér (líklega ástæðan fyrir því að þú sért að lesa þessa færslu) þá hvet ég þig til að skoða tengilinn hér að neðan:

Orkuveitustörf!

Ekki á hverjum degi sem ég rekst á svona líka skemmtilega mynd!!
Farin að læra, klukkan er tvö, eða sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home