Dagbók Drápskattar

sunnudagur, janúar 20, 2008

Brettaflutningssirkus

Við Atli erum nææææstum búin að flytja allt inn. Ég er komin með að ég held og ég vona öll fötin mín yfir í Dvergabakkann. Einn skápur fyrir íþrótta- og útivistarföt, einn fyrir yfirhafnir, annar fyrir kjóla og slá fyrir buxur og pils og hillur fyrir bolina og all hitt dótið, restin fer í sorpu.

Ég fór með Atla um síðustu helgi á bretti, hann fór í fyrsta skipti og nokkrum dögum eftir keypti hann sér bretti og brettaföt! Í dag fórum við upp í Bláfjöll og sem betur fer fórum við í Suðurgilið því Kóngsgilið var TROÐIÐ.

Ég á að vera að læra og er að reyna að byrja að læra, erfitt að einbeita sér þegar ég veit af öllum sirkushópnum mínum upp í Gróttu að æfa fimleika og ég að reyna að setja saman matlabforritið fyrir hermunina (já ég veit hljómar freistandi)
Ástæðan fyrir því að ég er ekki á æfingu er sú að ég ákvað að gera þetta frekar um helgina:

-vísindaferð með Lilju og Guðnýju
-smyglaði mér í hagfræðifögnuð hjá Sirrý
-listakynning Röskvu
-árslistakvöld Beakbeat.is
-göngutúr og Breiðholtssundlaugarferð
-ljósmyndasýning Rebekku í Norræina húsinu
-frænkuboð hjá mömmu Atla
-matarboð hjá Pabba og Berglindi
-heimsókn til mömmu og Rúnars
-tiltekt til klukkan þrjú á laugardagskveldi
-Jómfrúarsmörrebröd í hádegismat
-brettaferð í Bláfjöll

Atli er alveg búinn að láta mig verða sjúka í sænskukrúttpíuna Lykke Li







Gamlar myndir komnar inn á fesið:

MYNDIR - VEÐURTEPPT Í NY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home