Dagbók Drápskattar

laugardagur, desember 01, 2007

KaupErna

MYNDIR - SKÓLALOK

Ég var að koma heim eftir einn frábæran dag.
Eftir að hafa farið í síðasta tímann í UM með Hildi áðan, fórum við á Sushi hlaðborð, $9 og borðaðu eins og þú getur!!! ó hvað það var ljúft, fórum líka með Igor og Bruno frá Brasilíu og Joanna frá Bermuda.



Fannar náði í okkur Hildi á bílaleigubílum okkar þessa helgi og við brunuðum til Ft.Lauderdale á Rockettes Christmas show Showið var æði, risa-dúllu-bangsar að dansa á táskóm, jólaskvísur að steppa, pínulítil ballerína(ábyggilega 8 ára) að meika það í tútúi og á táskóm, úlfaldar, asni og kindur!



Á heimleiðinni komum við í Aventura Mallinu sem er risastórt og ótrúlega flott. Ég missti mig í Urban, ég á semsagt hálfa búðina núna og sé ekki eftir neinu ELSKA þessa búð. Fór reyndar líka í Betsey Johnson búðina og ómææææ ég DÝRKA þá búð. Ég hafði það ekki í mér að kaupa kjól þar, en keypti hins vegar ilmvatnið, body lotionið og shower gelið, ógeðslega fancy!



Myndavélin fyrir mömmu og Rúnar var að koma í hús sem og longboard nr.2, ef ég verð stöðvuð í tollinum þarf ég að setja upp englaaugun og tala barnamál við tollverðina...obbosía

Það eina sem ég get ekki keypt hérna í Miami (fyrir utan H&M vörur)eru óskanærfötin mín úr Agent Provocateur, en ég á það bara inni næst þegar ég fer að ferðast *snökt*

4 Comments:

At 2:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh vá hvað ég væri til í smá shoppingPOWER núna með þér elskan mín!!! en ekki að ræða það á íslandi þar sem allt er svo ógómega dýrt!!! maður myndi bara fara á hausinn!! en allavegana þá ætlaði ég bara að segja þér að það eru ákkúrat 14DAGAR Í AÐ ÞÚ KOMIR HEIM YNDISFRÍÐ!!!! VÚHÚ

 
At 12:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru nokkuð álitlegir innkaupapokar dúllan mín :)
Hlakka til að sjá innihaldið!
knús
mamma

 
At 4:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað ég sakna þess að borða sushi!!! ég gæfi líka handlegg fyrir að komast í föt úr urban og fótlegg fyrir að vera að versla í ameríkunni!! en svona er etta bara!!!
hafðu það gott þangað til þú kemur heim skvísípís!
tanja ógó abbó bumbuskrímsl

 
At 9:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh væri alveg til í eitt stk.verslunarferð núna fyrir jólin...

Við förum saman í mat á Domo til Hadda þegar þú kemur heim :)
Ekki spurning...

Hafðu það gott síðusutu dagana =)

Kv. Anna María

 

Skrifa ummæli

<< Home