Dagbók Drápskattar

föstudagur, nóvember 16, 2007

Go! Go!

Sýningin hjá okkur í danshópnum mínum hérna í Miami var í gærkvöldi, við vorum búin að æfa alla vikuna 8-10 tíma á dag...sem þýðir að ég fór aldrei að sofa fyrr en eftir fjögur. Þannig að ég er lúmskt fegin að þetta sé búið. Það mættu alveg rosalega margir og margir af skipinemunum komu til að horfa á mig hehe.

FUSION SHOWCASE

Af öllum útiæfingunum fékk ég bit út um allt. Ég og fleiri krakkar í Fusion vorum viss um að ég hafi verið bitin af könguló á úlnliðinum því hann var alveg stökkbólginn og miklu stærri en öll hin bitin. Núna í dag er úlnliðurinn búinn að hjaðna og það kom í ljós að ég er með um það bil 40 lítil bit á úlnliðinum...frekar óþægilegt. Þetta úrskýrir kannski þennan ógeðslega hausverk sem ég er búin að vera með í þrjá daga án þess að stoppa (ég vil ekki meina að svefnleysið orsaki hausverkinn því ég er vön að sofa lítið)

Á morgun er svo hin margrómaða surf ferð og ég er bara nokkuð hress miðað við aðstæður. Þekki náttúrulega engan en það er bara skemmtilegra!

AMERÍSKUR FÓTBOLTALEIKUR

HOUSE PARTY

Í seinni miðannarprófinum (það eru uþn 3 próf í hverjum áfanga) fékk ég 9,4 í Hagverkfræði, 8 í Aðgerðagreiningu og 10 í Gæðastjórnun...ekki amalegt það. Ég er farin að sofa hausverkurinn hverfur ekki sama hve mikið ég hlusta á Go! Team:
(mig langar í vinylinn af Proof of Youth)



eða hana Neneh Cherry:



Eitt að lokum:

standing on the board
board is on the wheels
wheels are on the ground
zoomin round and round

spurning um að kaupa annað longboard og hlusta á Huddle Formation með The Go! Team
Eða hlusta á Junior Kickstart og spila pacman (fyrir Atlann sinn):

5 Comments:

At 10:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með prófútkomuna
glæsilegt :)

 
At 10:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var kveðja frá mömmu hérna fyrir öfan :)

 
At 12:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

VÁ!!!!!!!

9,4 í Hagverkfræði, 8 í Aðgerðagreiningu og 10 í Gæðastjórnun.

Til hamingju!!
Vildi að 8 í aðgerðagreiningu hérna á Íslandi væri raunhæft markmið :S

 
At 12:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er rosalega mikill munur á hvernig kennararnir taka þessu hérna. Þeir hafa verið að gefa mér ellefur á tíu skala, mjög einkennilegt.

Það er búist við að allir nái prófunum og meirihlutinn sé 8 og yfir!!! Amk er það takmark kennarana. Rosa spes, en ég kvarta ekki

 
At 9:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Loose [url=http://www.invoicesmaster.com]invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.

 

Skrifa ummæli

<< Home