Jólin koma
Ég er farin að huga að jólagjöfum...mig vantar nefninlega svo mikið jólagjafir.
Vandinn er að ég er núna að nota gamla símann hans Atla og takkarnir eru sumir hættir að virka þegar þeim hentar og þegar ég tala í símann verð ég að halda inni ákveðnum takka til að hlustin virki, mjög krefjandi.
Hvað varðar myndavélina mína þá er hún hætt að lokast þegar ég slekk á henni (old news) en núna í dag vildi hún ekki kveikja á sér aftur :S frekar mikið vandamál.
Síðan á ég gamla ipod shuffle og mig langar í stærri ipod. Ég gæti haldið áfram...en þess í stað hef ég ákveðið að frumsýna listann minn og þið merkið bara við það sem hentar best hehehe
Jólaóskalisti skuldugu Ernu:
-iphone (kostar 399 dollara)
-canon myndavél (frá 200 dollurum)
-mini cooper (fæst líka notaður á afar hagstæðu verði)
-ipod touch (ef ég fæ ekki iphone, kostar 299 dollara)
-síma sem er fancy (ég er komin með leið á að eiga alltaf ódýrasta símann)
-svarta dömukápu (frá 150 dollurum)
-gleraugu (mín eru krónískt skökk sama hversu oft ég læt rétta þau, leyseraðgerð er líka inni í myndinni)
-sparibauk upp í janúar kreditkortareikninginn
-nærfatasett úr Agent Provocateur
Já já já mér er fullasta alvara, eftir að hafa búið í einkaskóla í 3 mánuði þá er ég vanrækt í samanburði við samnemendur mína!!
Krakkarnir frá Frakklandi hafa ALDREI unnið, fara í fallhlífastökk og ég sé þau aldrei í sömu fötunum og þau eru aldrei í Miami í tvær helgar í röð. Mig langar í lottóvinning, krakkarnir hérna keyra um á bimmum og glasandi sportbílum, ég bið bara um minnsta minnsta bílinn :P Ég elska að vera með Chloe, eina manneskjan sem ég get sagt að hafi það ekki betra en ég, er þetta illa sagt?
Ég sakna Atla sárlega, ég elska litlu miðana sem ég er að finn frá honum falda í herberginu mínu...en þá sakna ég hans bara enn meira, hérna eru myndirnar okkar:
MYNDIR - MIAMI
MYNDIR - CAMPUS
Ég var að koma af leiðinlegasta leik í heimi, amerískur fótbolti er ekki sérlega skemmtilegur. og já ég gleymdi að minnast á það að þar sem ég er að fara að surfa næstu helgi er mesti hákarla-árasastaður í heimi. Stelpan sem býr þar sagði að við mættum búast við glefsum en það alvarlegasta sem kæmi fyrir væru bara nokkur spor :S
http://en.wikipedia.org/wiki/New_Smyrna_Beach,_Florida#Shark_attacks
8 Comments:
Ertu ekki að grínast!
omg.. viltu vinasamlegast fara varlega vinkona... ;)
Vó stórhættulegt... þú ferð varlega...
Annars er nú bara alveg að styttast í að þú komir heim! Hlakka til að sjá þig stelpa :)
Kv.Anna María
Oki, ég er búinn með listann þinn. Viltu ekki bæta meiru á hann?
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Í guðs bænum farðu varlega í kringum þessa hákarla!
Og mundu Erna, peningar eru ekki allt. ;)
P.S.
Sleiktu nú kinnina á Hildi frá mér! Hún þarf að finna almennilega hvað ég sakna hennar mikið.
Peningar eru ekki allt. Að hafa hendur,fætur, nef,augu og vera heilsuhraustur. Það er að vera mjög ríkur í dag... Njóttu lífsins þarna úti og farðu varlega.
jájá ég alveg að verða búin á túr og þá eru hákarlarnir mun vænni við mig hehe, það er nefninlega stanglega bannað að fara í þannig ástandi í sjóinn þarna!!!
Annars er danssýninginí kvöld...set blogg inn við fyrsta tækifæri
Skrifa ummæli
<< Home