Framtíð
Ég fór á fund hjá námsráðgjafa hérna í UM í dag varðandi framhaldsnám. Ég stefndi á að fara í master hér í Bandaríkjunum í iðnaðar- eða fjármálaverkfræði næsta haust. Til þess þarf að minnsta kosti 3 meðmælendabréf og GRE einkunn. Ég ákvað að fara að skrá mig í GRE og bjóst við að það væri svipað kerfi á því og TOEFL en einhverra hluta vegna eru bara 2 próf næsta hálfa árið! Ég rétt missti af umsóknarfrestinum til að taka prófið í lok okt og næsta próf er í febrúar og ég fengi ekki úr því fyrr en löngu seinna. Þetta veldur því að ég fer ekki í master í Bandaríkjunum næsta haust *snökt*
Eeeen hins vegar hef ég í sameiningu við Atla ákveðið að vera á Íslandi í ár eftir útskrift, annað hvort í master hérna heima (sem er frekar óspennandi) eða vinna og safna pening til að komast út í master. Jahá, það eru fréttir.
Núna er ég bara að horfa á þættina Rome, borða m&m undir sæng. Sakna þess að hafa ekki Atla hjá mér!
Ég farin að sakna Íslands mikið, tvíburasystranna minna:
og Önnu Margrétar, Kötlu og Mögnu:
Gimsteinanna allra (þó það vanti nokkrar á myndina):
og allra hinna auðvitað líka ;)
2 Comments:
Hæhæ, það var rosa gaman að hittast um daginn þó stutt væri;) Pawn Shop var ansi skemmtilegur fyrir utan hitann...En ég hef fengið þá skýringu að loftræstingin hafi verið biluð!
En hey endilega vera í sambandi, væri gaman að hittast aftur!
MSN: slauga2@hotmail.com
MySpace: /aslaugth
Heimasíða: aslaugthorgeirs.bloggar.is
Vááá núna bara neyðistu til að tala við mig hahah;)
Við söknum þín líka dúllan okkar
knús og kveðja
mamma og co
Skrifa ummæli
<< Home