Löööng færsla
...hvar á ég að byrja!
Kíktum á Bay Side með Inga sem er hérna úti í kvikmyndaskóla með systur sinni henni Ellen.
BAY SIDE - MYNDIR
Við Hildur, Fannar, Guðný og Svanhvít leigðum okkur bílaleigubíl og lögðum af stað í leiðangur. Road Trip til Orlando. Jen vinkona Guðnýjar bauð okkur gistingu okkur til mikillar gleði. Fórum í Island of Adventure fyrsta daginn. Það er rússibanagarður sem ég ELSKA. Eyddum heilum degi þar með Guðrúnu og Viðari. Náðum að sannfæra þau um að koma til Miami í heimsókn ;)
Hulk rússíbaninn var frábær og að vera í fremstu röð í Drekunum. Við fórum líka í vatnarússíbana sem gerði okkur rennblaut og ekki bætti úr skák að þrumuveður fylgdi stax á eftir. Ég held að ég hafi farið í nærri alla rússíbanana. Daginn eftir fórum við í outlet og ég náði að kaupa mér íþróttaföt til að vinna í verkfræðivömbinni.
Það sorglega við þessa ferð var að ég týndi nýju Ray Ban, hversu týpískt er það fyrir mig *snökt*
ORLANDO - MYNDIR
Kíktum á Mansion á South Beach og það var nú meiri staðurinn...þetta er víst einn af aðalstöðunum hér í Miami. Persónulega fannst mér hann alltof subbulegur! Eins og sjá má á myndunum!!
MANSION - MYNDIR
Fórum aftur á South Beach en kíktum á strand skemmtistað sem heitir Nikki Beach, þar sem flestir eru að skemmta sér á sundfötum (fyrir utan okkur)
Daginn eftir fórum við í road trip númer tvö og enduðum á stað sem hét Kokomo á Key Largo ;) Þar lágum við í sólbaði fram eftir degi
KEY LARGO + SOUTH BEACH - MYNDIR
Það var frídagur á mánudeginum og þess vegna náðum við að gera svona mikið yfir eina helgi. En ég missti af miða á Demókrata kappræður milli Hillary Clinton og Obama, þvílíkt og annað eins svekkelsi. Ég sá röðina (sem btw náði í kringum heila byggingu) og bjóst við því að geta fengið miða eftir tíma, en neinei það kláraðist bara heil íþróttahöll hér í UM á 2 klst. Patricia, herbergisfélaginn minn, fékk miða :( ég er dáldið ábbó. Miðarinir eru ókeypis en fólk er byrjað að selja miðana sína þar sem þeir eru mjööög eftirsóttir. Þvílíkt brjálæði, veit ekki hvernig ég á að koma mér inn á þetta....svekk.
Fór á æfingu í nýju fötunum mínum í gær, dansæfingin var frekar spes þar sem skólastofa var tæmd og enginn spegill. Held að ég vilji ekki borga fyrir tíma sem eru án nokkurrar aðstöðu! Eftir æfingu labbaði ég heim, rakst á klappstýrurnar æfa pelvisana sína og nokkru síðar rambaði ég inn á bongotrommu quintet (eða hvernig sem það er nú orðað) við vatnið. Nokkru síðar sá ég Nicky á fótboltaæfingu og hún kynnti mig fyrir þjálfaranum og kannski ætla ég að mæta, en ég er ekki viss. Þær virtust alveg frekar harðar, svo á ég ekki einu sinni takkaskó :S
Fór í afmæli í gær til ítölsku stelpunnar Christine. Partýið var skemmtilegt fyrir utan að löggan kom og leysti partýið upp.
AFMÆLISVEISLA - MYNDIR
1 Comments:
Gaman að skoða myndirnar! lítur allt rosa vel út :) ..
Mér finnst að þú eigir að fara að æfa fótbolta og rifja upp gamla misskemmtilega takta ;) haha .. þú veist hvað ég á við :D
Skrifa ummæli
<< Home