Miami
Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður, hanga inni og skrifa smá fregnir.
Ég náði að taka nokkrar myndir áður en myndavélin mín varð batterýslaus.
MYNDIR
Við Hildur gistum tvær fystu næturnar á South Beach. Fórum fyrsta kvöldið á Espaniola Walk eða eitthvað álíka og sátum í sófa, borðuðum pasta og drukkum mojito.
Röltum ströndina daginn eftir en fórum snemma í mission að finna íbúð fyrir Hildi og Fannar. Þegar við komum heim aftur á hótelið var ég snarbrunnin en það hefur lagast núna hehe
Næsta dag fórum við á háskólasvæðið og ég fékk "fallega" herbegið mitt á heimavistinni, fékk smá sjokk þar sem það er pínku ponsu lítið og leit út eins og fangaklefi...sturtur og klósett eru frammi á gangi sameiginleg fyrir alla hæðina.
Ég er samt sem betur fer fáránlega heppin með roommate og hún heitir Patricia og kemur frá Brasilíu og er jafngömul mér.
Þegar ég var að skrá mig inn heyrði ég kallað á eftir mér: "Erna", þar var Hörður bekkjarbró úr Verzló í heimsókn hjá vinkonu sinni sem er í UM. Rosalega fyndin tilviljun!!
Við héldum áfram leitinni að hinni fullkomnu íbúð fyrr Hildi og Fannar eftir að hafa hitt alla skiptinemana í kökuboði á campusnum.
Dagskráin byrjaði snemma á föstudaginn og var frekar stíf, 3 langir fyrirlestrar í sitthvorri byggingunni og einhvern veginn á sama tíma átti maður að skrá sig í allt og borga fyrir hitt og þetta. Tala meira seinna...er að fara pic nic
4 Comments:
Loksins heyrist frá þér :) Búin að kíkja inná síðuna þína á hverjum degi síðan þú fórst. Hafðu það rosa gott og hlakka til að tala við þig með web cam bráðum ;)
Hæ skvís, gaman að heyra í þér í gær :) Frábært hvað allt gengur vel og þér líður vel :)
Heyrumst á skype sem fyrst...
Anna María
Vá hvað öfundin sprettur upp, sérstaklega við myndirnar :-)
En gangi þér allt í haginn Erna mín, kv. Guðrún Álfheiður
gaman að fylgjast með þér Erna mín... skemmtu þér bara vel.. knús emma :)
Skrifa ummæli
<< Home