Sumarfrí
Ég er búin að taka sumarið hingar til frekar alvarlega.
Eftir að hafa farið í Þingvallaútileguna og dáið næstum úr ofnæmi keypti ég mér ofnæmislyf fyrir 8.000 kr. en ekki dugði það því ég smellti mér í stífkrampa mislinga lifrarbólgu ofl sprautur.
Þarsíðustu helgi eyddi ég uppí sumarbústað við Elliiðavatn. Tjölduðum, bjuggum til ávaxtasalat, grilluðum, sigldum í árabát og kajak. Sem minnir mig á það, myndirnar eru ekki enn komnar á netið æjæj
Fórum heim seinni part laugardags sökum yfirtöku ættingja Atla á sumarhúsinu.
Þá bauð ég Atla út að borða á Domo, við fengum okkur sushi, túnfisk og súkkulaðiköku. Þá var mér boðið í skyndiafmæli Sesselju á Bergó. Komst að því að:
- Plöntur geta ekki flogið.
- Öndin mín getur talað.
- Sænskir strákar eru auðtældir.
- Ekki er hægt að ýta á "back" í iTunes.
- Mási eignaðist ómetanlegar vinkonur.
Hallgeirsey var um síðustu helgi. Ég held að myndirnar á facebook segi meira en nokkur orð. Þar komst ég að því að:
- Hægt er að vinna flöskuskraut á tombólu á Hvolsvelli.
- Engi í Laugarási er merkilegur staður fyrir meðal annars fersku mynturnar sínar og gómsætu kirstuberjatómatana.
- Það er til alvöru völundargarður á Íslandi.
- Hráefni frá Engi vakti lukku bæði til að nota í mojito og tómatslag.
- Harðfiskur og kókómjólk gefa eftirminnilegt eftirbragð.
- Sumir eru bara meiri trendsetterar en aðrir.
- Ég og Atli eigum ekkert sameiginlegt með Titianic
- Ég get sungið einsöng, örðum til mikils ama.
- Stelpur sem borða lakkrís eru skemmtilegar.
- Ekki snerta kol þó þau virðast vera köld.
- Sápukúlur, sápukúlur, sápukúlur geta bara ekki klikkað.
Mér þætti gaman að vita hvað var að gerast á þessari mynd hehe
5 Comments:
Ég held að "mér þætti gaman að vita hvað var að gerast á þessari mynd" sé bara setning vikunnar! (Ps. mínar myndir eeeeru á leiðinni á netið, vonandi bara örfáar klukkustundir!)
Myndirnar frá Vélinni aka. Anna Hulda híhí eru komnar á internetið:
http://velnem.hi.is/index.php?s=myndir_album&maID=1
Úff, mér sýnist það vera algjör atvinnumistök að hafa ekki gaman af útleigum,miðað við uppgötvanirnar sem þú gerðir í Hallgeirsey!
Hey, stelpa, greiðsla frá mér til HÍ hefur borist, get ready for some crazy vísós!!!
hehe verst að ég verð að vera með í anda í vísó í haust...hins vegar kem ég fílefld til leiks eftir jólin.
Hvernig ætli það sé að vera í háskóla án vísindaferða?? kemst að því eftir mánuð!
Ekki eins gaman skal ég þér segja (engar vísó í Sverige) en þeir gera margt annað skemmtilegt (vona ég fyrir þína hönd :D)
Skrifa ummæli
<< Home