Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, maí 29, 2007

Heim og heiman

Kom heim frá NY í síðustu viku. Nenni ekki að segja frá öllu en það sem helst stóð uppúr var:


-Besti Sushibiti sem ég hef smakkað, heitir California veit ekki af hverju. Bitinn fannst á Japönskum veitingastað við hliðina á japanska mollinu í New Jersey.

-Mexikóski Veitingastaðurinn í Soho þar sem guacamole er gert við hliðiná á borðinu. Þar fengust bara mexíkanskir mohitóar. Þeir eru ekkert spes, eiginlega bara ekki góðir.

-Hand- og fótsnyrting sem ég fékk í afmælisgjöf frá Svenna og Björk. Þarf að stunda þetta þegar ég flyt út. Drekkandi grænt te og fá fótanudd í mjúkum hægindastól ;)

-Gull Converse frá Atla...þeir eru faaab

-Passið ykkur á götustrákum í NY, þeim sem eru að reyna að vera hip og kúl og troða heyrnatólum á mann og annan. Hlaupið burt ef þið sjáið drengi sem halda á heyrnartólunum sínum, þeir eru blóðsugur.

-Allir sem fara til NY ættu að taka lest til Brooklyn og fara á markaði eins og Beacon Street. Þar hitti ég Jónas, Teit og Mána fyrir algjöra tilviljun. Ég held að góðir hlutir gerist þar. Enda var seldur bolur með áletruninni: Reykjavik, that's a cool place hehe funny bunny


-American Apparel er frábær, týndist lengi lengi þar. Mátandi gullsundboli, silfurblá leikfimiföt, skærlitaða hlíraboli, samfellur og samfestinga á meðan Atli keypti sér hipsteraskó úr Bathing Ape.

Sótti um visa í gær, þarf að fara í sendiráð Bandaríkjanna á fund bráðlega, til þess að fá landvistarleyfi. Gott stöff, vesen samt.

5 Comments:

At 8:29 f.h., Blogger Kristín hedgelator said...

Jiii, hvað ég öfunda þig stúlkukind!!!! Hljómar kreisí fun, sérstaklega þetta með sundbolina :D

 
At 10:17 f.h., Blogger Erna said...

Só trú...ég held meira að segja að atla hafi fundist það lúmskt skemmtilegt, og er hann ekki auðveldur í verslunarleiðöngrum

 
At 3:46 e.h., Blogger Kristín hedgelator said...

Heldurður að atli sé líkamlega fær um að finnast leiðinlegt að sjá þig máta hina ýmsu sundboli??? tíhíh

 
At 4:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mikið ofboðslega öfunda ég þig....
california rúllur eru líka til á öllum sushi stöðum á íslandi, eru nebbla uppáhaldið mitt líka. mæli samt ekki með því að fá sér sushi á nings, það er ógeð þó að það sé ódýrast þar. mig langar í gullsundbol.ást.

 
At 5:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe sushi á domo er mjög gott :)

 

Skrifa ummæli

<< Home