Dagbók Drápskattar

sunnudagur, apríl 15, 2007

...

Ég vil byrja á að óska afmælisbarni dagsins til hamingju með 77 ára afmælið, en það er hún Vigdís Finnbogadóttir, til hamingju!

Ég var að lesa Fréttablaðið í dag og er algjörlega sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að afnema launavernd. Ástæðan er sú að þó að það séu til launataxtar þá er þeim í fæstum tilfellum ekki framfylgt, þú telur þig kannski vera með sanngjörn laun samkvæmt taxta en kemst svo að því fyrir rest að manneskjan sem hefur unnið við hlið þér er með bónusa og óunna yfirvinnu sem þú fékkst aldrei, þó þú hafir unnið við nákvæmlega það sama. Þetta hefur reyndar ekki komið fyrir mig en eftir að hafa unnið í starfsmannahaldi þá varð ég reynslunni ríkari varðandi launakjör almennt.

Eftir gott verkfræðiafmæli í gær, góða pössunartilraun í fyrradag og gott sumarfrí með sumarbústaðarferð og matarboði er ég sest í helgan stein varðandi sósíalisma.
Ég er farin að læra.

Á að vísu eftir að fara í afmæli og Nouvelle Vague tónleika helgina fyrir framleiðsluferla prófið.
Á næstu dögum á ég eftir að koma með afspyrnu fræðilegar færslur til að svala nördismanum.
Annars bara gleðilega prófatíð

3 Comments:

At 8:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef það er engin launavernd getur verið erfitt að fá miljónirnar í mánaðarlaun sem þú ferð fram á áður en BS er lokið.
...Ég vitna í langar samræður frá ákveðnu partýi sem ég er ekki viss um að þú munir eftir:P

 
At 1:48 e.h., Blogger Erna said...

3.000 kall á tímann er ásættanlegt tímakaup að mínu mati...svo verður maður bara að semja um fjölda unna tíma hehehe ef þeir eru fleiri en átta þá er maður í góðum málum :P

 
At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu vinkona, viltu kommenta á gimmó...

 

Skrifa ummæli

<< Home