Dagbók Drápskattar

sunnudagur, janúar 21, 2007

Grænmetiskombó

Ég hef verið grænmetisæta með veiðileyfi á sjávarfang síðan um áramótin. Nú hefur dagur númer tuttugu gengið í garð og ég bara get ekki annað en tjáð mig um ástandið.

Atli plataði mig semsagt að reyna að halda út janúarmánuð án þess að borða kjöt, eina sem leyfilegt væri að snæða úr dýraríkinu er það sem kallast fiskur. Þetta mission var gert til þess að kynnast lífi grænmeitsætna og sjá kosti og galla þess að borða ekki kjöt. Því ekki er hægt að dæma eitthvað án þess að hafa prófað það...fyrir utan fíkniefni og reykingar, það liggur svo í augum uppi!

Síðast liðinn mánuð hef ég fengið mér grænmetislasagne, grænmetisborgara á búllunni, fiskipítu, sjávarréttasúpu, humarpizzu, skelfiskspasta og baunaburrito, þetta hljómar kannski ekki alslæmur matseðill en það er lúmskt erfitt að halda þetta út.
Í nótt dreymdi mig að ég hefði keypt mér langloku sem væri hálf með túnfisksalati en hinn helmingurinn með grænmeti, þegar ég var búin með túnfiskhlutann kom Anna Hulda og dró skinkusneið úr grænmetislanglokunni og át skinkuna því ég mátti það ekki. Hahaha mig er farið að dreyma kjöt

Gallar:
Ég fæ rosalega mikil kuldaköst þar sem ég klæði mig í hettupeysu, ullarsokka og pakka mig inní sæng á meðan Atli nuddar í mig hita, ekkert af þessu gengur. Ég fór í kaffiboð til Rannveigar og þurfti að pilla alla skinkuna úr skinkuhornunum. Frekar dónalegt.
Fékk símtal frá mömmu og pabba sama kvöldið um annars vegar boð í lambafillet og hins vegar kjúkling. Ég felldi nærri tár, mig langaði svo mikið í kjöt.
Ég er alltaf svöng, alltaf. Þau sem þekkja mig vel vita hvernig ég er þegar ég er svöng...förum ekki nánar út í það.
Vindverkir eru hlutir sem mig langar ekkert til að ræða en þarf þó að nefna. Það fyndna er að við Atli rekum miklu meira við en áður. Það er eitthvað sem mér líkar ekki vel við.
Ég hef þyngst um 2 kíló.

Kostir:
Ég get farið á æfingu beint eftir mat.
Eldunartíminn er yfirleitt styttri, þó ekki alltaf.

Núna er ég nývöknuð með hálsbólgu og kvef. Mig sárverkjar í mallan vegna hungurs.
Ég er kjötæta...always and forever!

6 Comments:

At 11:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég feginn að þú hneigist ekki til grænmetisfæðu for life.
Kokkurinn í Kleifó!

 
At 9:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahah gott hjá þér að reyna samt... Ég hef ekki gengið svona langt! Já og langar ekkert til að gera þetta...heheh
Hvað er samt málið með að þyngjast um tvö kíló!!!???

Anna MAría

 
At 11:19 e.h., Blogger Erna said...

úff ég veit það ekki, en það var bara eitt í stöðunni....
...ég fór með Hrafnhildi í Úlfarsfell og fékk með þeyting. Þannig líferni hentar brennslukerfinu mínu best ;)

 
At 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe já það er besta meðalið.... þú kannski léttist af því ;)

anna maria

 
At 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að gefa þér kjötmáltíð í kvöld :)
kveðja og knús
mamma

 
At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Atli þér er líka boðið í kjötið en annars kartöflur og salat ef þú er staðfastur :) kv. María

 

Skrifa ummæli

<< Home