Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, desember 21, 2006

Jólafrí jibbý

Ég get ekki lýst ánægjunni minni með sjöuna sem ég fékk í Stærðfræðigreiningu III vegna þess að í eftir prófið var ég alls ekkert vissum að hafa náð einu sinni! Aðeins 12 með hærri einkunn en ég.
Ég þarf að fagna í kvöld, sama hvað Hrafnhildur og Ninna segja... hehe, ég djamma bara báða dagana ;) Stefnan er tekin á jólaballið ef einhver þarna úti er game að fara með mér! Annars verður Atli að spila þannig að ég verð faktískt séð aldrei ein...og Lilja í dansstuði síðast þegar ég vissi.
Rannveig klárar líka í dag og viiiið ætlum að fagna, ekki vafi á því.

Í dag mun ég vera bestasta stóra systir, við Anna Margrét erum að hlusta á Jóladisk Mariah Carey og Bratzdiskana, erum að skreyta jólatréð heima og ætlum svo að kaupa jólagjafir í Kringlunni og Smáralind.

1 Comments:

At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að þið systurnar gátuð skemmt ykkur saman ;)
knús
mamma

 

Skrifa ummæli

<< Home