Dagbók Drápskattar

mánudagur, desember 04, 2006

andhverft ringl og blóðnasir

Mig dreymdi alveg helling í nótt. Vaknaði meira að segja með bullandi blóðnasir og sofnaði aftur. Þegar vekjarinn, mamma og Anna Margrét voru búin að reyna vekja mig snemma í morgun dreymdi mig einn fyndnasta draum sem ég man eftir.
Í draumnum var ég semsagt að læra stærðfræði og alltaf þegar ég las um andhverft fall (það er f í mínus fyrsta) varð ég að snúa mér yfir á hina hliðina, og andhverfu föllin voru ansi mörg... svona gekk þetta fram til klukkan níu hehe!

Ég borðaði heilan blómkálshaus áðan. Ég fór mikið að pæla í því hvort kaos (ringl) eigi sér stað í blómkálshausum!

Það kannast víst enginn við ljóðið úr síðustu færslu, þannig að ég læt það fylgja hér:

Waka-waka bang splat tick tick hash,
Caret at back-tick dollar dollar dash,
Bang splat tick dollar underscore,
Percent splat waka-waka number four,
Ampersand right-paren dot dot slash,
Verticle-bar curly-bracket tilde tilde CRASH.

3 Comments:

At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jú, mikið rétt. Kaos tengist blómkáli vel í gegnum fraktalrúmfræðina. Þ.e. af því að blómkálið myndar einmitt fractalform.
Svona til gamans má geta að fraktalvídd þeirra er um 2.33.. :)

 
At 7:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er eitthvað sem þú ekki veist herra Tómas... össs


Hvað er annars með þetta ljóð erna mín???

Hvað er meira pirrandi en að vera eftir áætlun að læra fyrir próf???
...að fá bullandi ælupest þegar þú ert nú þegar á eftir áætlun í prófalestri... urrrr ógðe!

 
At 1:11 f.h., Blogger Erna said...

tómas svona líkar mér, alvöru samræður ;)
anna hulda er að sjálfsögðu afsökuð úr umræðunni því að hún er lasin greyið. Ég skal senda þér alla mína visku rafrænt...hummma hummma Taylor hummmma
Laplace ummm myndummm ohh ég er kominí svefngalsa...tala við þig á morgun krúlla

 

Skrifa ummæli

<< Home