Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, desember 13, 2006

Próffærsla

Þriðjudagurinn 13.des
Sit núna uppí rúmi og er búin að vera að reyna að sofna síðan klukkan eitt. Svaf takmarkað í nótt enda var ég að koma úr Strærðfræðigreiningu IIIB - Tvinntölur og afleiðujöfnur-
Mér gekk ekki vel!
RS þarf að vera virkilega vel við mig ef hann hyggst hleypa mér í gegnum þennan áfanga.

Hins vegar gekk Efnisfræðin afskaplega vel.

Ég er mikið að spá í að slá þessu upp í kærileysi og fá mér heitt kakó á laugarveginum. Ég bara get ekki lært svona ósofin. En á móti kemur, að maður getur ekki sofnað ólærður!

Ég veit hvað mig langar í jólagjöf
  • Svona svefngleraugu sem Cameron Diaz var með í The Holiday.
  • Flug til Miami...það er að segja ef ég kemst inn í skólann.
  • Framljós á krúsímúsina.
  • Kimono.
  • Gallabuxur.
  • Sundbol sem er með skálum og rikkingum, ekta ömmusundbol.
  • Náttföt.
  • Brettabuxur.
  • Stærðfræðiorðabókina.
  • Vínylplötu með gömlum amerískum jólalögum.
  • Jólaspariskó.
  • Baby-doll jakka, helst hlýjan að einhverju leiti, þetta er komið nóg...ég ætla að ekki að bæta við þennan lista því ég fæ hvort eð er ekkert af honum :P
Fegurðarkeppni stærðfræðinga; hver þeirra er fegurstur?

Ferdinand George Frobeinus



Pierre Simon Laplace



Möbius

9 Comments:

At 3:51 e.h., Blogger Kristín hedgelator said...

Mér finnst hann Frobeinus soldið hotty, á mörkunum að vera getnaðarlegur jafnvel

 
At 5:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sammála að Frobbi er hottýið, Möbíus fær nú varla inngöngurétt í keppnina!



efnafræði á morgun og ég með ælupest nr. 2 í þessari viku. Er það bara leyfilegt yfir höfuð:(

 
At 2:25 e.h., Blogger Erna said...

hehe já Frobenius er ekkert sérlega ómyndarlegur ólíkt hinum tveim ;)

Það er náttúrulega fáránlegt að gubbupest geti eyðilagt fyrir manni heila önn, en svona er þetta HÍ skipulag...ég er komin með brjálað kvef og ætla að lúra...

 
At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://www.paperboy.nl/?PID1=2%23%40K%3ADIN%2FOT%2A7E%3F%20%3BB%20%2ERNN%2D4%0A


Já Frobbi kallinn er heitur;)

 
At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi segja að þessi ætti vinninginn

Hversdagshetjan RS

hann er fagur að utan sem innan og lét mig hristast um af ánægju á miðvikudaginn.

 
At 11:12 f.h., Blogger Erna said...

hehehe þú varst ekki einn um hristinginn ;)

En annars segi ég bara no comment því hann er föðurbróðir vinkonu minnar!

Ég hugsa samt að Freysteinn verði heitari á mánudaginn, hans hristingur verður þeyttari en RS, ég efa það ekki!

 
At 5:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

mér fannst RS hristingur veigameiri verð ég að segja:P
Kannski kom ég ekki eins vel til húsa þegar RS þrautirnar biðu eftir mér.
Vona bara að Freysi verði jafn ljúfur í yfirferð og hann er í rómi;)

Það tekur engin nafngiftina dæturLagrange frá okkur:P hihi

 
At 11:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

uuuuuhhhh Freysi kallinn!

Nei ég held barasta að við stöndum svo sannarlega undir nafni (ætla rétt að vona það) eftir prófið í dag! Verð að játa að það var mun léttara en greining III.

Ég geeeeeet bara ekki beðið eftir spainu...mmmmm

 
At 12:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jólakveðja
http://www.elfyourself.com/?userid=1380f2459415fad210df8cfG06122104

 

Skrifa ummæli

<< Home