Dagbók Drápskattar

föstudagur, desember 22, 2006

Víííí

Ég hef nú í annað sinn á ævinni tekið ástfóstri við tölvuleik!
Fyrst var það þegar ég var átta ára og kláraði segamega leik heima hjá Sunnu vinkonu minni. Sá leikur var með endaborð þar sem þú áttir að synda á undan hákörlum...ég hef aldrei fundið leikinn aftur! Ég veit að ég á einn daginn eftir að finna hann, svona rétt eins og þegar ég fann myndina Beetlejuice aftur. Sá myndina í fyrsta skipti þegar ég var sex ára heima hjá Telmu frænku. Ég gat ekki sofnað það kvöld. Gleymdi myndinni aldrei, það var ekki fyrr en ég var orðin sautján að ég fann hulstrið af Beetlejuice heima hjá Jobba og vissi strax að þetta var myndin. Horfði á hana strax og hló, allir sem hafa séð Beetlejuice hlægja.
...ég var að tala um tölvuleik!
Sportleikurinn í Nitendo Wii er svo frábær að það er engu lagi líkt. Eftir að hafa sokkið mér í þetta í prófunum varð ég að fagna próflokum með því að spila Wii. Brynja og Anna fengu sinn skerf að harðsperrum eftir átökin hehehe. Svo í gærkvöldi ákvað ég að fagna jólafrínu. Fékk mér ískaldan eplasíder setti Bítlana á plötuspilarann og dró upp fjarstýringuna. Ég var sannkölluð Erna Kornikova þar til glottandi meðleigjandinn hans Atla og spúsan hans komu upp um mig. úppsadeisí!
Ég var í svo miklum ham, búin að rýma til í stofunni og mundaði tennisspaðann (Wii fjarstýringuna) af áfergju á meðan ég gerði mig tilbúna til að taka uppkastið. Þau hlógu að mér, en ég hélt ótrauð áfram þar til Breki og Rannveig komu í heimsókn. Þau rústuðu mér í keilu en tóku fáránlega skemmtilegt box session.
Ég er officially orðin tölvunörd, ekki vegna þess að ég kann Java, ekki vegna þess að ég tekka ritgerðirnar mínar, ekki vegna þess að ég hugsa stærðfræðivarpanir í AutoCAD. Það er vegna þess að mér finnst gaman að spila tölvuleiki!! Atli! Hvað hefur þú gert mér?

8 Comments:

At 2:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÉG ELSKA ÞENNAN LEIK:D

 
At 5:06 e.h., Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Var búið að finna upp tölvur þegar þú varst átta ára?

Gleðileg jól :)

 
At 10:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg verd ad koma i heimsokn og prufa tennan leik med ter... alveg an efa... :)

annars segi eg bara gledileg jol:)

kv.anna maria

 
At 11:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha þetta er einn skemmtilegasti tölvuleikur sem ég hef farið í!!! :):):)

Er rétt að losna við harðsperrurnar núna!

Annars segi ég bara gleðileg jól (betra seint en aldrei;)

 
At 2:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó mæ Ó mæ... var bara að fatta hvað það er stutt í 2. jan.... :S

Eigðu gott nýtt ár framundan skvísípæ:)

 
At 6:46 e.h., Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

...og gleðilegt nýtt ár

 
At 4:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir seinast Erna mín...þvílíkt stuð á barnum:)

Gleðilegt nýtt ár!

 
At 2:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Enjoyed the blog about nintendo ds game found it very informative. I found a good website which also features nintendo ds game and nintendo ds game. The link is great for **uk bargains** including Nintendo Wii, PS2, PS3, games consoles and features famous online stores inc Argos, Marks and Spencer, Empire Direct, LX Direct, Tesco, Next. There is also a chance to play online bingo and try your luck at the online gambling sites available inc roulette, poker and fruit machines. I've also found another site for **free soccer links**. Hope you find these sites interesting - all the best!

 

Skrifa ummæli

<< Home