Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Jólafærsla

Þorláksmessa:

Skata hjá Möggu frænku, best vel kæst þannig að svíður í augun og með heimalögðuðu rúgbrauði.

Á Laugarveginum um kvöldið hittum við Atli faggsteina

Aðfangadagur:

Brynja og Emma voru sáttar með alla pakkana og ponyhestana sem ég gaf þeim ;)
Andrea fékk afturljós...hehe.
Ég hélt jólin í Hafnarfirðinum hjá Ernu og Brynjari, foreldrum Berglindar.
Fékk óaðfinnanlegar jólagjafir, inn á milli laumaðist flugferð til NY, ekki slæmt!

Litlu Jólin:


Það varð allt brjálað heima í Kleifarselinu þegar pakkarnir voru rifnir upp enda bið eftir þeim þar til 27. des. Atli tók öllu með ró og gluggaði í bók meðan við hin kepptust við að opna gjafirnar.


Milli jóla og nýárs færslan mín kemur um leið og ég hef:
-sótt um nýjan passa
-skrifað hina merku ritgerð: statement of purpose
-fengið framfærslustaðfestingu frá LÍN
-horft á Heroes og One Tree Hill þættina
Allt þetta er gert til að undirbúa mig fyrir væntanlega fræðsluför til Florida næsta haust!

Gleðiðleg jól allir saman.... :)

1 Comments:

At 2:56 e.h., Blogger Vala Rún said...

Takk fyrir síðast;) heyrumst með kaffihús einhvern tíman í vikunni... knús og kram!!

 

Skrifa ummæli

<< Home