Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Just my luck

Síðan ég horfði á myndina Just my Luck með Lindsay Lohan í jólafríinu hef ég verið endalaust óheppin. Ég held að ég hafi náð botninum í dag.

Vaknaði klukkan átta og dreif mig út. Bílinn var gaddfreðinn og ekk varmafræðilegur möguleiki að hann leyfði lyklunum mínum að verma sig. Ég varð að stela Atla bíl að minnsta kosti í fyrsta tímann. Auðvitað var ég hvorki með blað né blýant því skóladótið mitt var í harðlæstri og frosinni krúsímúsinni. Auðvitað þurfti Ragnar að byrja á fullu spani að skrifa skekkjur og milligildissetningar. Auðvitað var ég dauðþreytt!
Eftir tímann fór ég til Atla því hann þurfti að mæta í vinnuna kl. 10. Næsti tími hjá mér var einmitt kl.10. En nei nei ég sofnaði og Atli fór í vinnuna. Í einhverju móki vildi ég ekki fara í skólann, auðvitað vildi ég það! Bara ekki svefnErna.


Ég hrökk upp klukkan hálf tvö! haaa hálf tvö!!! Ég átti að hitta Rut uppí skóla kl.13:20, einhverra hluta vegna var ég ekki með símann hennar. Tölvan mín tók þá uppá því að verða batterýslaus. Ég reyndi að ná í fólk til að redda mér í vísó og finna númerið hennar Rutar. En allt kom fyrir ekki, enginn var við tölvuna. Mér var tjáð af Önnu Huldu að uppfullt væri í vísindaferðina. Ég ætlaði að bruna af stað uppí skóla og reyna að finna Rut og skrá mig á biðlistann, en bílinn var auðvitað frosinn. Loksins þegar ég náði að troða mér í gegnum á skottið á bílnum þá var bílinn bensínlaus.
Núna er ég númer 64 í vísindaferðina....ég sem var svooo samviskusöm að setjast inn í sjoppu með Brynju í gær klukkan eitt til að refresha í korter, þegar klukkan var korter yfir sáum við það að við fórum dagavillt! Svo svaf ég yfir skráninguna í dag.

Ekki nógmeð það þá ákvað ég að sækja um vinnu á netinu í dag...neinei þegar ég var búin að gera alles rafrænt í hálftíma kom medling um það að umsóknina þarf að skrifa í Explorer, óboj. Ég copy paste-a það sem ég get og endurgeri ýmislegt úr Firefox í Explorer. Þá tek ég eftir því að senda umsóknina gengur ekki vegna þess að ég er með lokað fyrir pop up. Ég tek pop upið af og þá hverfur allt sem ég hef skrifað í umsóknina. Ég eyddi því einum og hálfum tíma í auma starfsumsókn.

Ég er farin út í göngutúr og vona að ég detti ekki í hálkunni

6 Comments:

At 10:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sérfræðingur í svonadögum. En trúðu mér það er best að hlægja bara að þessu.

 
At 11:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æj óþolandi sona dagar sem bara ganga ekki upp!! en hey mín bara að gleyma að minnast á hornin!!heheh gríní píní

 
At 12:52 f.h., Blogger Erna said...

já ég gleymi að minnast á kjötbannsmánuðinn janúar!
Ég semsagt borða ekki kjöt í janúar en leyfi mér þó að gúlpa í mig fiski.
Rannveig bakaði þessi geeeðveiku skinku og aspashorn og við gæddum okkur á lostætinu, nema hvað að ég varð að tosa alla skinkuna út áður en ég beit í hornin hehehe

Skautar og kakó á morgun...allir mæta mér og rannsý, úje beiiibe

 
At 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott mynd af þér, og myndin segir allt sem segja þarf .... meiri hvíld dúllan mín :)
kveðja mamma

 
At 12:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe ekkert skemmtilegra en svona dagar. Ég hef svipaða reynslu af frosnum bílum. Átti það til að hita vatn og hella yfir hurðina. Það lukkaðist þó ekki betur en svo að einu sinni þegar ég var komin niður í skóla þá var bíllinn frosinn aftur... en í það skipti var ég inni í honum... FÖST!

 
At 2:11 e.h., Blogger Erna said...

hahaha það verð ég að prófa einhvern tíman hehe

 

Skrifa ummæli

<< Home