Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Vélin

Ég er loksins komin í páskafrí, eftir að hafa vakið til fjögur í fyrrinótt að klára spelkuna okkar Önnu og Brynju. Ef einhver missir fót eða mátt í fæti þá bara bjalla í okkur og við reddum þessu ;) Koltrefjar í spelkuna, ryðfrítt stál, títaníum og ál í liðina og svo eru til svo geðveikt margar tegundir af púðum og núningsefnum að....þúst ekki örvænta ef fóturinn dettur af!

Ég var að koma af fallegu boði áTapasbarnum með Silvíu Nætur-Trabant tónleikum í eftirrétt. Hverjum er ekki sama nema mér ;)

Aðalfundur Vélarinnar var síðustu helgi...og við













unnum íþróttamót verkfræðinnar í annað sinn, hip hip húrra!
Um kvöldið var kosið í nýja stórn. Halli sjöttiexingur var eini í framboði fyrir formann og vann með yfirburðum, MR-Villi var kosinn gjaldkeri og Verzlingur vann annan Verzling í Skemmtanastjóranum og svo vann Anna Hulda auðvitað ritarann og hélt uppi flæðandi ópalstemingu allt heila kvöldið. Snorri kallin varði titil varamannsins.


Síðastliðna daga hef ég mikið verið að spá í jafnréttismálum og er reyndar með orðum og á myndum ung jafnaðardama.
Af hverju er bara ein stelpa í stjórn Vélarinnar?
Af hverju eru bara tvær stelpur í stjórn FV (félag verkfræðinema)?

Ég veit af hverju. Það er ekki vegna þess að stelpurnar eru ekki nógu klárar, ekki vegna þess að þær bjóði sig ekki til starfa, ekki vegna þess að þær eru ekki eins duglegar, ekki vegna þess að þær eru á einhvern hátt óvinsælli. Ástæðan er einföld...strákar kjósa ekki stelpur (nema í neyð) !
og stelpur eru í minnihluta í verkfræði.

Þetta sýndi sig svo vel á fundinum síðasta föstudag, þetta olli mér það miklum hugarórum að mér var ansi heitt í hamsi. Ég skil alveg að við getum ekki verið með jafn frábæra stjórn og Ökonómía...(Sessó, Lilja, Guðný...úff þvílíkt teymi) En kommon, ég veit að einhverjir strákar Vélarinnar eiga eftir að ramba hingað inn á næstu dögum. Endilega segið mér af hverju þið kusuð strák í embætti þar sem stelpa var hæfari aðilinn?

Svo kemur gullmolinn, enginn af mínum karlkynsfélögum í Vélinni tjáir sig um þetta mál við mig af fyrra bragði...EN kærusturnar láta ekki á sér standa...hvað er það?
Mig langar ekki að þræta um ágæti strákanna við kærustur þeirra, þeir geta bara sagt mér það sjálfir hve frábærir þeir eru!
Ég veit að þetta er hart, en það eru strákar líka og mér er alveg nákvæmlega sama!

(ég veit að ég hef mínar skoðanir og vinsamlegast virðið þær, því ég virði ykkar)
Júlía þú ert frábær, ekki misskilja mig
Af hverju er Bryndís Schram svona stórkostleg?

41 Comments:

At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vona að þú lesir þetta allt Erna...


Vil byrja á því að segja að ég kaus m.a. Guðrúnu en ekki Villa, Óskar kaus Viktoríu, og við kusum þessar
stelpur svo sannarlega ekki vegna einhverrar "neyðar". Þannig að, þarna fellur alhæfingin þín strax um að strákar kjósi bara stráka.


Anna Hulda vs. Óskar, bæði mjög hæfir einstaklingar, og viltu samt í alvörunni segja að Anna Hulda hafi verið kosin í neyð en ekki vegna hennar eigin verðleika? Ég vil miklu frekar trúa því að hún hafi verið kosin vegna þess að hún þótti betri manneskjan í starfið, enda þekki ég engann sem kýs meðvitað vegna hvers kyns frambjóðandinn er.

Við höfum rætt þetta mikið strákarnir, og ég hef aldrei heyrt neinn segja "Ég kýs ekki stelpu, af því hún er stelpa" Hins vegar heyrði ég af samtali þínu við Ara á föstudaginn, þar sem þú sagðir í enda þess að hann ætti að kjósa Völu, af því hún væri stelpa. Það finnst mér hugsun á villigötum, því að afhverju finnst þér betra að stelpa sé kosin en strákur? Þér finnst ekki í lagi að fólk kjósi stráka í stað stelpna, en notar hins vegar rökin "já, en hún er stelpa" til þess að láta fólk kjósa stelpur. Talaðu frekar um hæfileika einstaklingana, en ekki um kyn þeirra.

Kyn eiga ekki að skipta máli, enda erum við allt manneskjur, þetta á bara að snúast um hæfileika hvers og eins.

Samkvæmt þinni fullyrðingu um að strákar kjósi bara stráka, hefði skipan Stjórn Vélarinnar í fyrra átt að vera ómöguleg. Þá sátu 2 stelpur og 2 strákar í stjórninni, þó að bæði stelpur og strákar hafi boðið sig fram og þó að strákar séu í meirihluta innan deildarinnar. Afhverju fór það þá svona, hefðu ekki allir strákarnir átt að vera kosnir skv. þér?
En svo fór ekki og mér finnst að þú ættir að sýna manneskjum meiri virðingu en svo en að segja að þær séu heilalausar vélar sem kjósi bara eftir kyni.


Ég get ekki virt þá skoðun að strákur séu hæfari en stelpur í stjórn eða félagasamtök og ég get ekki heldur virt þá skoðun að stelpur séu hæfari en strákar. Við erum einfaldlega persónur með mismunandi mikla hæfileika, og eigum að vera dæmd eftir því. Ekki kyni.


Og svona til að enda þetta. Fyrst þér finnst slæmt að 75% stjórnar Vélarinnar séu strákar, afhverju finnst þér þá ekki það sama um stjórn Ökonómíu, þar sem 75% stjórnarinnar eru stelpur? Ættirðu ekki líka að tala um það, að þetta væri því að kenna að stelpur kysu bara stelpur osfrv? Það er jú staðreynd að stelpur eru í meirihluta í háskólanum í öllum deildum nema í Verkfræði.

Mér finnst hins vegar hvorki slæmt að meirihluti stjórnar Vélarinnar séu strákar eða meirihluti stjórnar Ökónómíu séu stelpur. Ég veit t.d. að Sesselja er mjög hæf í starfið og þó ég þekki hvorki Lilju, Guðrúnu eða Kára þá trúi ég því að þau hafi verið þau hæfustu í starfið, og það hafi ekki ráðist af kyni.

Þannig að ég spyr þig, er betra að stelpur séu í meirihluta en strákar? Ef ekki, afhverju minntistu ekki á það þegar þú talaðir um Stjórn Ökonómíu að betra hefði nú verið ef 2 strákar og 2 stelpur hefðu verið kosnir? Þá hefði ég allavega getað kallað þessa umræðu þína jafnréttisumræðu og trúað þér þegar þú segist vera jafnaðardama.
Ef þú ætlar þér að vera jafnaðardama verðuru að koma fram við úrslit beggja kosninga á sama hátt. Ef þú gagnrýnir að 75% stjórnar Vélarinnar séu strákar, verðuru líka að gagnrýna að 75% stjórnar Ökonómíu séu stelpur.

"Ég skil alveg að við getum ekki verið með jafn frábæra stjórn og Ökonómía...(Sessó, Lilja, Guðný...úff þvílíkt teymi)"
Geturu sagt mér á hvaða grundvelli þau eru frábærari en Stjórn Vélarinnar? Ég hef enga aðra trú en að stjórn Ökonómíu sé mjög góð, en á hverju byggirðu að hún sé frábærari en okkar?




Bottom line, mér finnst þessi umræða þín ekki fara af stað á réttan hátt.

Ég vil bara að fólkið sem ég kýs sé fólk sem ég get treyst og veit að er hæft í sína stöðu, mér gæti ekki verið meira sama um kyn þeirra. Kosningar verða reyndar í þessu nemendafélagi eins og öðrum, líka dálítil spurning um vinsældir, en helgast hins vegar alls ekki af kyni.


Ég vona að þú svarir mér með góðum rökum erna, og farir ekki kalla mig karlrembu eða einhvers konar undantekningu frá venjulegum strák. Því eins og er búið að koma fram hér að ofan, þá kaus ég m.a. stelpu í stjórn í stað stráks, og mér getur ekki verið meira sama um kyn einstaklinga. Bara hæfileika þeirra og getu.




P.s.
Eftir að hafa lesið yfir þessa grein þína aftur, fæ ég á tilfinninguna að uppruni hennar er gremja vegna tap Völu á móti Darra. "Vesalingur vann annan Versling", "...af hverju þið kusuð strák í embætti þar sem stelpa var hæfari aðilinn?"
Er þessi orð, eins og "Vesalingur" virkilega nauðsynleg?

 
At 1:12 f.h., Blogger Erna said...

Helgi, þessi orð sem þú segir mig hafa sagt við Ara eru alls ekki sönn, þau eru í áttina en mjög misskilin!
Mér er ekki illa við stráka, mér er illa við stráka sem halda utan um typpin á hvorum öðrum.
Ég vil bara fá að sjá meiri stuðning við stelpur af stáka hálfu.
Stelpur hafa alveg áttað sig á ástandinu EN það hafa fæstir stákar gert. Það sem ég held er að strákum er nett sama um kvenréttindi!

Mín skoðun er sú að Vala er hæfari en Darri. Darri er án efa hæfur, ekki hæfastur.

Þessi umræða um stelpur vs. stráka á ekki að snúast um Darra og Völu. Þú er það klár sjálfur að þú tekur það fyrir hið augljósa dæmi...!
Ég hef ekker á móti strákum í stjórn, svo lengi sem stelpur fá að vera memm líka.

Ef þú hefur lesið blöðin sl. daga þá skilurðu hvað ég á við...4 konur af hvað tólf í ríkisstjórn, 2 konur formenn í fastanefndunum 12, af 143 nefndarmönnum eru 33 konur.
Það er þetta sem mér finnst virkilega slæmt, en ekki sérstaklega skipan í stjórn Vélarinnar þetta árið.

"...stelpur séu hæfari en strákar."

Nei, þú hlýtur að vera að djóka. Þetta hef ég aldrei sagt. Hvaðan færðu það? Forvitnilegt að vita!

Varðandi stjórn Ökonomíu:
Þessar stelpur eru allar rosalega góðar fyrirmyndir, koma vel fyrir, snargáfaðar og hressar í þokkabót. Lausar við allan hroka og stæla. Það eru kostir sem ég tel vera mjög mikilvæga fyrir stjórn nemendafélags.

"Þannig að ég spyr þig, er betra að stelpur séu í meirihluta en strákar? "
Nei það er ekki kjarninn í málinu. Kjarninn er sá að mér finnst sárt að sjá stelpur sniðgengnar af strákum.

Mín kenning er sú að stelpur hafa þann hæfileika að kjósa á jafnréttisgrundvelli, en flestir strákar eru bara ekki komnir á það stig.

"Kyn eiga ekki að skipta máli, enda erum við allt manneskjur, þetta á bara að snúast um hæfileika hvers og eins. "

Kyn skiptir máli.

Varðandi Önnu Huldu, þá sárnar mér það að þú skulir ásaka mig um að telja kosningu Önnu Huldu í ritara vera byggða á neyð.
Hún vann og hefði undir öllum kringumstæðum unnið.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000

20. gr.
Þátttaka í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera.
Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar. Skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi nefndir, ráð og stjórnir.

Það væri óskandi að koma með lagabreytingu á næsta aðalfundi Vélarinnar þar sem "hins opinbera" og "ríkis og sveitarfélaga" væri skipt út fyrir "Vélarinnar"

Því þetta er nákvæmlega það sem ég er að gera...minna á þennan hlut.
Ef ég geri það ekki, hver gerir það þá?

 
At 2:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ok, takk fyrir svarið. Þó ég hafi ýmislegt við það að athuga.

Spurningar til þín Erna:

1.

"Mín kenning er sú að stelpur hafa þann hæfileika að kjósa á jafnréttisgrundvelli, en flestir strákar eru bara ekki komnir á það stig."

Vá, þetta finnst mér rosalega hæpin fullyrðing, og afhverju segirðu það, ertu með einhver rök? Annað en það sem þér finnst?
Ef að ég myndi segja "konur kunna ekki að kjósa á jafnréttisgrundvelli" heldurðu ekki að einhver myndi mótmæla harðlega? Ég hef allavega ekki hugmynd hvernig þú getur rökstutt þetta.

Ég vil í alvörunni að þú stöðvar aðeins þarna og hugsir. Er þetta rétt sem þú segir? Að flestir strákar séu óhæfir til þess að kjósa neitt nema stráka?






2.
"Stelpur hafa alveg áttað sig á ástandinu EN það hafa fæstir stákar gert. Það sem ég held er að strákum er nett sama um kvenréttindi!"

Ég lifi þá í kringum eitthvað annað fólk en þú. Í kringum mig samþykkja allir strákar kvennabaráttu og kvenréttindi á meðan hún fer ekki yfir strikið og er í samræmi við jafnrétti.


Samantekt ur spurningu 1. og 2.
Mér finnst þetta tvennt vera rosalegar alhæfingar og ég veit í raun ekki alveg hverju ég á að svara. Ímyndaðu þér þessar fullyrðingar á hinn veginn. Ég skil næstum ekki hvernig þú getur sagt þetta, í það minnsta án þess að koma með rök fyrir þessu.


2.5
Það sem ég vil enn heyra frá þér er hvers vegna þú talaðir ekki um að það væri slæmt að 75% stelpna væri í Ökónímíu á meðan þú talaðir um að það væri slæmt að 75% stráka væru í stjórn Vélarinnar. Hvar er jafnaðarstefnan þar?


3.
"Kyn skiptir máli. "
Í þínum augum eða almennings? Ég var ekki að segja að þú skiptu ekki máli í öllum skilningi, bara að segja að þau eigi alls ekki að skipta máli. Ég vona að þau skipti ekki máli hjá almenningi og svo sannarlega ekki hjá þér. Því um leið væru menn að segja að menn kysu frekar annað kynið frekar. Sem er mjög slæmt.

Kvenréttindakonur fyrir 80 árum börðust fyrir því að kyn skiptu ekki máli, að bæði karlar og konur mættu kjósa. Ég vil trúa því ennþá að kyn eigi ekki að skipta máli í neinu. Bara hæfileikar og geta einstaklinga. Þetta er að sjálfsögðu einföldun á málinu, en menn eiga í það minnsta ekki að fullyrða að kyn skipti máli.



4.
"
"Þannig að ég spyr þig, er betra að stelpur séu í meirihluta en strákar? "
Nei það er ekki kjarninn í málinu. Kjarninn er sá að mér finnst sárt að sjá stelpur sniðgengnar af strákum.
"

En, þá aftur, hvað um stjórn Ökonomíu, finnst þér það ekki slæmt að það sé ekki 50-50? Ef þú gefur þig út fyrir að vera jafnaðarkona verðuru einfaldlega að segja : "mér finnst slæmt að stelpur/strákar séu sniðgengnin af strákum/stelpum" annars stenduru ekki á jafnaðarfæti.

Mér finnst slæmt þegar annað hvort kynið er sniðgengið af hinu. Ég hins vegar veit enginn augljós dæmi þess og hef enga ástæðu til að ætla að það hafi gerst á föstudaginn.


Það voru fjögur framboð í boði. Eitt var sjálfkjörið og svo stóðu 3 eftir. Þau geta augljóslega ekki fallið jöfn. Þ.e. það eru annað hvort 2 strákar og 1 stelpa eða 2 stelpur og einn strákur. Svo að, ég sé ekki að stelpa hafi verið sniðgenginn vegna kyns í þessu máli. Sniðgenginn vegna einhvers, en ekki endilega kyns.

Ég heyrði marga tala um það á fundinum að þeir hefðu ætlað að ákveða hvern þeir myndu kjósa eftir að hafa heyrt ræður framboðsmanna. Darri Freyr var með kynningu á því sem hann ætlaði að gera. Hann var kannski með frekar langa, en hann kom þó allavega markmiðum sínum á hreint. Orð Völu voru ívið styttri og drukknuðu í "gervi"framboðum annarra. Ég vil því frekar halda að það hafi verið því að kenna, en nokkurn tíman hvers kyns þau voru. Mér finnst þetta því vera alltof grunnhygginn kenning hjá þér, að við strákarnir höldum alltaf utan um hvorn annan. Ég veit allavega ekki um neinn sem kaus á grundvelli kyns.



Ekki að ég sé ekki sammála þér um að það sé gott að hafa 50-50 í stjórn, ég er bara að segja að það áttu sér stað lýðræðislegar kosningar, og ég vil trúa því að fólk sé ekki að halda utan um hvort annað í þeim efnum endalaust. Og já, ekki hélt ég utan um typpið á Villa, eða þá Óskar.







Svör frá mér:


1.
"
"...stelpur séu hæfari en strákar."
"

Rifið dáldið úr samhengi úr:
"Ég get ekki virt þá skoðun að strákur séu hæfari en stelpur í stjórn eða félagasamtök og ég get ekki heldur virt þá skoðun að stelpur séu hæfari en strákar."
úr svarinu mínu.

Ég var ekki að beina þessu að þér, heldur frekar almennt að allri þessari umræðu.


2.
"
Þessi umræða um stelpur vs. stráka á ekki að snúast um Darra og Völu. Þú er það klár sjálfur að þú tekur það fyrir hið augljósa dæmi...!
"

Ætla bara að vitna í orð þín úr blogginu:

"...af hverju þið kusuð strák í embætti þar sem stelpa var hæfari aðilinn?"

Hérna hefðiru miklu frekar átt að segja "afhverju kusuð þið Darra þegar Vala var hæfari aðilinn" því að fyrir öllum sem ég þekki(og ég vona þér) skiptir kyn ekki máli.



3.
"
Varðandi Önnu Huldu, þá sárnar mér það að þú skulir ásaka mig um að telja kosningu Önnu Huldu í ritara vera byggða á neyð.
Hún vann og hefði undir öllum kringumstæðum unnið.
"

Já, þér sárnar.

"Ástæðan er einföld...strákar kjósa ekki stelpur (nema í neyð) !"

Þetta er beint úr blogginu þínu. Hvernig á ég að skilja það öðruvísi en að strákar kjósi bara stelpur í neyð???

 
At 2:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, svo ég lagfæri aðeins þessa umræðu um kyn. Í nútímasamfélaginu skipta kyn auðvitað máli, en það sem ég er einfaldleg að segja er það, að ég þekki engann sem kýs á grundvelli kyns. Það er svona endapunkturinn.

 
At 2:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Og já, ég biðst afsökunar ef þessi orð þín til Ara eru ekki sönn. En hvernig voru þau þá?

 
At 4:00 f.h., Blogger Erna said...

ég átti samræður við Ara um af hverju Villi og Darri voru komnir í stjórn Vélarinnar.
Þökkin var ekki mín megin eins og ég ræddi um við þig kvöldinu áður.
Mér lék forvitni á að vita hvort hann væri sama sinnis eða ekki.

Finnst þér eðlilegt að í stjórn FV séu tvær stelpur?

Varðandi ræðuna hans Darra þá tek ég hana ekki alvarlega fyrr en vísindaferðir til Kaupmannahafnar og London verða auglýstar.

Finnst þér rangt af mér að koma upp með umræðuna að stelpur séu ekki eins oft valdar í stjórn. Mér finnst að það þurfi að ræða þetta.

En varðandi þetta allt saman þá finnst mér leiðinlegt að þegar ég kem hreint fram og segi mínar skoðanir að þú gerir grín að þeim fyrir framan vini þína og farir með rangt mál í þokkabót.

Frá Júlíu:
Er það satt að þú sagðir að Darri væri að falla í öllu og fá geðveikt lágar einkunnir?

Ég sagði að Vala hefði ekki fallið líkt og Darri og tók þá ályktun að hún væri samviskusamari og hefði meiri áhuga á verkfræðinni og félagsstarfi hennar.

Kannski fer ég með rangt mál, ég hef engar staðfestar sannanir á því að Darri hafi fallið í einu eða neinu.
En eitt veit ég, það var að ég vildi fá hana í stjórnina.

Það hafa nefninlega ekki allir áhuga á Pravda og bjórdrykkju. (þó það sé meirihlutinn)

 
At 10:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Finnst þér eðlilegt að í stjórn FV séu tvær stelpur?
"

Nei. Enda sagði ég það aldrei. Mér er alveg sama hvort meirihluti stelpna eða stráka eru í stjórn, bara að þau séu að gera góða hluti.

Það sem mér finnst hins vegar alls ekki í lagi er að þú segir að strákar geti ekki kosið á jafnréttisgrundvelli eða að við séum ekki komnir á það stig að okkur sé ennþá alveg sama um kvenréttindi. Þetta er bull, og það veistu vel. Rök???


Varðandi að ég sé að ljúga upp á þig einhverju, þá er það líka vitleysa. Ég sagði við Darra það sem þú sagðir, að hann væri ekki jafn hæfur og Vala af því hann væri ekki að standa sig jafn vel í náminu(væri ekki jafn metnaðarfullur). Þetta er nákvæmlega það sem þú sagðir við mig og ég minntist ekki einu orði á annað.
Síðan má reyndar deila um þessi rök. Palli, Danni, Tumi. Allt toppmenn í stjórn, en samt er enginn þeirra að standa sig mjög vel í skóla.



"Finnst þér rangt af mér að koma upp með umræðuna að stelpur séu ekki eins oft valdar í stjórn. Mér finnst að það þurfi að ræða þetta."

Nei, mér finnst það alls ekki rangt og gott að ræða þetta. En gerðu það þá á réttum forsendum og talaðu ekki um að flestir strákar séu óhæfir til að kjósa neitt nema stráka.

Komdu allavega með rök fyrir því, eins og ég er alltaf búinn að biðja þig um. Please, rök fyrir því að strákar séu óhæfir, please komdu með þau. Ég vil heyra þau!

 
At 10:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst samt af seinasta svari þínu að þú sért kominn í þrot. Þú svaraðir ekki spurningu 1,2 og 4 frá mér og heldur ekki seinasta 3, en mér finnst skipta máli að þetta komi á hreint.

Hvernig geturðu sagt að strákar séu óhæfari en konur, hvar eru rökin. Og, hvernig stendur á því að í fyrra voru 50-50 stjórn í Vélinni(þó að skv. þér þá kjósa strákar bara stráka(nema í neyð) ).

Svo endilega, svaraðu mér, svaraðu mér með rökum.

 
At 11:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Segjum að stelpa hefði unnið Halla í formanninn og Guðrún hefði svo unnið gjaldkerann.

Hefðir þú þá ekki kosið Darra og Óskar en ekki vinkonur þínar því annars væru alltof margar stelpu í stjórn?

Eða heldur þú kannski utan um píkuna á vinkonum þínum svona eins og við höldum utan um tippin á vinum okkar?

Að lokum kem ég með opinberun. Ég hef fallið í áfanga, meira að segja tveimur. Háttvirtur formaður vor Haraldur hefur fallið í áföngum. Þú Erna mín hefur fallið í áföngum. Telur þú okkur vera vanhæf til að sinna störfum innan vélarinnar eða hefðum við átt að bíða og athuga hvort einhverjir sem hefðu pottþétt aldrei fallið í neinu myndu bjóða sig fram?

Villi hefur ekki fallið (leiðréttist ef rangt er farið með mál) en það hefur Guðrún gert (Guðrún þú ert samt frábær). Óskar hefur aldrei fallið, hann er með betri einkunnir en við öll til samans og svo ég kvóti:

..."að hún væri samviskusamari og hefði meiri áhuga á verkfræðinni og félagsstarfi hennar."

Anna Hulda hefur fallið. Hafði það engin áhrif á val þitt á ritara? Eða er það bara slæmt þegar strákurinn hefur fallið en ekki stelpan. Gilda kannski aðrar reglur þegar borðinu er snúið?

 
At 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

"Það hafa nefninlega ekki allir áhuga á Pravda og bjórdrykkju. (þó það sé meirihlutinn)"

Í fyrsta lagi er Pravda eini staðurinn sem getur tekið við svona hóp. Ég er persónulega löngu kominn með ógeð á Pravda(alveg svona 10-20 vísindaferðir síðan það gerðist) en við höfum ekki úr neinu öðru að velja.

Hins vegar segir þú í þessu kvóti hér að ofan nákvæmlega það sem skiptir máli "...(nema meirihlutinn)" Sem sagt meirihlutinn (skv. þér) hefur áhuga á Pravda og er þá eitthvað skrýtið fyrst að meirihlutinn hefur áhuga á því sem Darri stendur fyrir að hann sé kosinn? Fyrst hann var kosinn vegna Pravda(og þetta er bara það sem þú sagðir hér að ofan), hefur það þá eitthvað með kyn hans eða hennar að gera????



Þetta er kannski ekki mikilvægasti punkturinn í þessu, bara enn einn punkturinn sem sýnir fram á göt í röksemdafærslunni þinni.
Endilega svaraðu bjarna hérna að ofan. Sem jafnaðardama hlýturðu að samþykkja að þú hefðir kosið Darra og Óskar en ekki vinkonur þínar ef úrslit hefðu fallið eins og Bjarni tók dæmi um.


Persónulega þá held ég að svona kosningar snúist bara um eitt. Hverja þú þekkir og hverjum þú treystir. Engu öðru.


Og að endingu:

Rök, þetta snýst allt um rök, allavega þegar þú varpar fram staðreyndum eins og um minni hæfileika stráka en stelpna til að kjósa.

 
At 2:32 e.h., Blogger Erna said...

Mín rök eru þessi:

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000

20. gr.
Þátttaka í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera.
Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu, þar sem því verður við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar. Skal ávallt á það minnt þegar óskað er tilnefningar í hlutaðeigandi nefndir, ráð og stjórnir.

Ég hef sýnt þessa reglu áður og mér finnst mikið til hennar koma.
Opnaðu augun og þá sérðu að þetta er regla sem gildir, en ekki farið eftir. Á heildina litið eru stelpur í færri stjórnum en strákar, og ástæðan er yfirleitt ekki áhugaleysi stelpna.

Rök fyrir Helga um óhæfi stráka:
MÍN ályktun er sú að strákar kjósi ekki á sama grundvelli og stelpur. Stelpur eru meðvitaðri um jafnréttismál en strákar, ég veit um stráka sem skemma fyrir ykkur hinum, en þeir eru til og því þarf að breyta. (sumar stelpur eru því miður líka tæpar í þessum málum en ég veðja á að þær séu í yfirgnæfandi minnihluta miðað við strákana)

Stákar eru ekki óhæfir til að kjósa, meiningin er að það séu til strákar sem gefa skít í jafnréttisbaráttu og hvernig er hægt að útrýma því án þess að tala um það?


Einn punktur sem ég vil líka benda á, stjórn Vélarinnar var kosin á fyllerýi. Auðvitað fæst ekki fullkomin stjórn með þeim hætti og auðvitað er mikið um glens og húmor í kosningum.

Svar til Bjarna:
EF einhver stelpa hefði boðið sig fram og unnið formanninn þá hefði það verið annað hvort Anna Hulda eða Guðrún. Þá hefði jafnréttisbaráttan eftir sem áður snúist um Darra og Völu...ef það er spurning um traust þá verð ég að viðurkenna að Darri er ekki sá traustasti í bransanum. Ég vil ekki ræða meira um ágæti þeirra, þeirra vegna því þau fíla ábyggilega ekki þessa umræðu og eru fórnarlömb aðstæðna að vissu leyti.

Hvernig sem á nýju stjórnina og stjórnirnar innan FV er litið, þá er hluti stelpna í stjórn svo lítill að strákar ættu að vera skömmustulegir, vegna þess að strákar eru í meirihluta, þeir hafa úrslitaatkvæðin.

Vantar ykkur fleiri rök?
Ég get orðið mér útum lista af stjórnum og nefndum innan Íslands og sýnt ykkur svart á hvítu staðreyndirnar. En ég hvet ykkur til að kanna máli sjálfir og þá sjáið þið hvað ég er að meina...
...Þungamiðjan í færslunni minni er þessi:

"Já jafnrétti er ekki náð, og það sést bersýnilega á kosningu í stjórn Vélarinnar"

Endilega komið með rök á móti því!

 
At 2:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þannig að þú myndir ekki láta jafnréttið ráða ef kvenmenn væru með meirihluta því þá skiptir meira máli hvor einstaklingurinn sé hæfur?

Og það eru enga aðrar stelpur í vélinni en Guðrún og Anna Hulda sem hefðu getað farið í formanninn. Mér finnst þú stúlka góð tala frekar niður til systra þinna núna.

Manstu ekki að það er staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hvor annarri?

 
At 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jááá.

Rök?


"
Rök fyrir Helga um óhæfi stráka:
MÍN ályktun er sú að strákar kjósi ekki á sama grundvelli og stelpur. Stelpur eru meðvitaðri um jafnréttismál en strákar, ég veit um stráka sem skemma fyrir ykkur hinum, en þeir eru til og því þarf að breyta. (sumar stelpur eru því miður líka tæpar í þessum málum en ég veðja á að þær séu í yfirgnæfandi minnihluta miðað við strákana)
"


Þetta eru ekki rök, þú veist um stráka sem gera þetta, en ég veit líka um fullt af strákum sem gera þeta ekki. Rök byggjast á staðreyndum og einhverju sem er haldbært. þetta er ekki haldbært. Ég get alveg eins sagt að fullt af stelpum sem ég þekki kjósi stráka. Það er bara eitthvað sem ég segi, enginn rök á bak við það.



"
Strákar eru ekki óhæfir til að kjósa, meiningin er að það séu til strákar sem gefa skít í jafnréttisbaráttu og hvernig er hægt að útrýma því án þess að tala um það?
"


Ok, þetta er fín breytin frá því áðan, þegar þú sagðir að flestir strákar væru óhæfir til þess að kjósa.



"
Þá hefði jafnréttisbaráttan eftir sem áður snúist um Darra og Völu...ef það er spurning um traust þá verð ég að viðurkenna að Darri er ekki sá traustasti í bransanum.
"


Rök??? Fyrsta lagi finnst mér þetta óþarfa skítkast við Darra. Á hverju byggirðu að hann sé ekki traustur? Og já, það getur ekki verið af því hann hefur ekki staðið sig nógu vel í námi. Það er enginn tenging á milli falli í greiningu og getu til þess að skipuleggja atburði. Annars vísa ég í svar Bjarna og frá mér út af þessu.


"
Hvernig sem á nýju stjórnina og stjórnirnar innan FV er litið, þá er hluti stelpna í stjórn svo lítill að strákar ættu að vera skömmustulegir, vegna þess að strákar eru í meirihluta, þeir hafa úrslitaatkvæðin.
"


Sko, eiga þá ekki allar stjórnir í heiminum, sem annað hvort eru meiri stelpur eða strákar, að vera skömmustulegir. Ég skammast mín ekki fyrir stjórn sem er lýðræðislega kosinn, hvort sem strákar eða stelpur eru í meirihluta. Eigum við bara að taka á okkur skömm bara af því að þú ert ósátt við eitthvað?

Enn og aftur, hvað um stjórn ökonómíu, sem þú ert ennþá ekki búinn að svara með rökum. Ættir þú ekki að tala um hversu slæmt það væri að þar séu meirihluti stelpna í stjórn??? Eða er þetta bara á hinn veginn?




"
Ég hef sýnt þessa reglu áður og mér finnst mikið til hennar koma.
Opnaðu augun og þá sérðu að þetta er regla sem gildir, en ekki farið eftir.
"


Þarna ertu að tala um vinnureglur í skipan nefnda. Skipan nefnda fer ekki fram með lýðræðslegri kosningu, og hvernig geturðu ætlast til þess að lýðræðisleg kosning fari fram þannig að menn hagi sér eftir kyni??? Lýðræði út um gluggann?



"
Vantar ykkur fleiri rök?
Ég get orðið mér útum lista af stjórnum og nefndum innan Íslands og sýnt ykkur svart á hvítu staðreyndirnar.
"


Já, mig vantar rök! Rökin að það séu fleiri karlar en konur í stjórnum eru ekki rök fyrir því að konur eigi að vera kosin í stað stráka, eða að strákar(flestir) kjósi bara stelpur í neyð. Þetta á að snúast um hæfileika.

Þú ert btw ekki búinn að svara því hvernig stóð á því að í fyrra voru 2 strákar og 2 stelpur í stjórn!! Hvernig er þetta ekki jafnrétti? Þar hljóta fleiri strákar að hafa kosið stelpu. Þarna getur þín staðhæfing um að strákar kjósa bara stráka algjörlega! Koma svo, svara þessu!


Eins og ég kom inn á áðan, þá voru bara 3 framboð í boði, þau geta ekki farið þannig að kynin séu jöfn! Annað hvort 2 strákar eða 2 stelpur og 1 af hinu kyninu. Því gat þeta ekki farið öðruvísi og ég vil alls alls alls ekki tengja það kyni.


Eins og ég sagði, svona kosningar snúast fyrst og fremst um hverja þú þekkir og hvað þú stendur fyrir. Ekki kyn, guð minn almáttugur nei.

Og ekki misskilja mig, ég er mjög hlynntur jafn mörgum stelpum í stjórnum og strákum. En þetta á ekki að skipta höfuð máli og þó að úrslit falli á þann veg að þú sért ekki sátt, þá geturðu ekki tengt það við það að strákar kjósi bara stráka.


Stjórnin kosin á fyllerí? Eru strákar sem sagt vanhæfir til þess að kjósa stelpur þegar þeir eru fullir? Eða hvað ertu að meina með þessu? Að mönnum sé alveg sama um stjórnina sína? Þetta virkaði allavega í fyrra þegar 2 strákar og 2 stelpur voru í stjórn!!!

Mér þætti persónulega mjög leiðinlegt ef að ég væri kosinn á grundvelli kyn míns. Ég vil vera kosinn á hæfileikum og getu, en ekki af því ég er með typpi eða brjóst.

 
At 3:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Disclaimerinn góði:

Bara að minna á það að það er ekkert hérna sem ég hef sagt sem minnist á að ég sé einhvern veginn á móti jafnrétti eða því að stelpur séu jafnar strákum. Ég fagna báðu og gæti ekki verið meira sama um hverjir eru í meirihluta á meðan hver og einn gerir góða hluti.

Og fínt hjá þér að draga Darra og þau út úr umræðunni, þó þú sért nú samt búinn að lýsa því yfir án þess að rökstyðja það að hann sé ekki traustur. Komdu með rök, ekki bara eitthvað sem þér finnst, og þá kannski getum við byrjað að taka þig alvarlega.

 
At 6:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jesús Erna

Mér langar nú bara til að afsanna margar af þessum fullyrðingum hjá þér.

Ég var í framboði til formanns naglanna en eins og flestir vitar er það meirihluti strákar. Við vorum tvö í framboði, ég og önnur stelpa. Við hlutum jafna kosningu. Það segir mér strákar hafi kosið stelpu.

Í öll hin embættin gaf engin stelpa kost á sér og hef ég heyrt (án þess að fá staðfestingu) að svipað var uppá teningnum hjá VÍR svo að þar er líklega skýringin á því af hverju eru svona fáar stelpur í "stjórn" FV.

Mér finnst það fáránlegt (vona að þú erfir þetta ekki við mig) að þú getir talað um hvað það sé þvílíkt gott teymi í önótómíu (eða hvað það nú heitir) þar sem eru 75% stelpur en hvað það sé lélegt að það séu 75% strákar í vélinni. HVAR ERU RÖKIN FYRIR ÞVÍ???

Hvar er jafnræðið? virkar það bara á annan veginn?

 
At 7:09 e.h., Blogger Erna said...

Í stjórn ökonómíu eru stelpur sem ég þekki mjög vel. Ég veit að þú (Jón) getur ekki dæmt þetta, en það get ég vel gert þar sem ég þekki vel til beggja stjórna (Vélar og Ökonómíu)
Ég veit með vissu að hæfari aðlinn var kosinn í Ökonómíu.

Formennina í þessum stjórnum þekki ég báða sæmilega vel og eru þau bæði vel hæf í sínar stöður.

Varðandi Vélina þá er mín skoðun sú að stelpa var hæfari í embætti skemmtanastjóra. En það er ekki Darra að kenna, langt í frá. Hann á eftir að sinna þessu vel.
Það sem pirrar mig eru allir hinir sem freistuðust til að kjósa strákinn, Darra, fyrir stór kosningaloforð og lofræðu um sjálfan sig sem Vala kaus að sleppa.
Ég vil ekki þurfa að upphefja Völu eða lítillækka Darra út af minni skoðun, þau eiga það ekki skilið. Ég þarf ekki að færa frekari rök fyrir skoðun minni þar.

Ég veit ekki hvernig kosningarnar í hinar stjórnir FV fóru fram eða hverjir buðu sig fram í embætti. En ég veit hvernig hlutföllin eru og er hissa á þeim.

Ég vildi vekja athygli á hlut stelpna í stjórnum, eins og þetta kemur mér fyrir sjónir þá er strákum sama hvernig hlutfallið er, bara ef hæfari aðilinn er kosinn. Mér fannst hæfari aðilinn ekki hafa hlotið næga kosningu.
Það er ástæðan fyrir öllum rökræðunum. Mér finnst þessar rökræður vera farnar í ógöngur að því leitinu til að þetta snýst ekki bara um kosningamynstur Vélarinnar. Þetta snýst um eitthvað svo miklu meira..
..stjórnir annarra nemendafélaga, stjórnir þingflokka, ríkisstjórnina, fastanefndir Alþingis og svo mætti lengi telja.

Er ástæðan fyrir minni hlut kvenna í þessum stjórnum að þær séu ekki nógu hæfar?

Ég á bágt með að trúa því Helgi, Bjarni og Jón!

 
At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ og hó!

Verð að viðurkenna að ég stend nokkuð fyrir utan þessa umræðu um stjórn Vélarinnar þar sem að "Vesalingurinn" er góðvinur minn sem ég treysti fyrir lífi mínu en "Verzlingurinn" var einu sinni bekkjarfélagi minn eitt skólaár og er ég því ekki beint hlutlaus um ágæti þeirra tveggja sem persóna.

Hinsvegar tel ég jafnréttisbaráttu skipta mig miklu máli sem og alla aðra sem lifa í þessu lýðæðislega þjóðfélagi og þessvegna kom ég hingað til að tala um það. En eftir að hafa lesið bloggið sjálft og commentin við það er ég hættur við það. Því að hér er ekkert búið að vera að tala um jafnrétti. Hér ert þú Erna búin að vera að tala um þínar persónulegu skoðanir á vinum og (ó?)vinum og breiða yfir það með fullyrðingum um "Ójafnrétti" og "Strákar geta ekki en stelpur geta"..
Það þarf ekki að lesa nema nokkrar setningar hjá þér Erna til að sannleikinn komi í ljós (vek athygli á því að ég las samt sem áður allt saman).

Erna. Þú lofsyngur stjórn Ökonomíu.. allt í lagi með það.. Þar er 75% stelpur.. allt í lagi með það.. Þú hatast við stjórn Vélarinnar.. allt í lagi með það (persónulegar skoðanir o.s.frv.).. Röksemd þín fyrir skoðunum þínum á vélinni er sú að 75 % eru strákar.. Þar hættir þetta að vera í lagi.
Þegar þú ert spurð hvernig þú rökstyður það að það sé í lagi að stjórn Ökónomíu sé meirihluti stelpur þá svararu með:

"Í stjórn ökonómíu eru stelpur sem ég þekki mjög vel."
Semsagt þar sem að þú persónulega þekkir þær og veist að þær standa undir þeirri ábyrgð sem á þær er lagt þá er í lagi að þær hafi verið kosnar.
En þegar meirihluti Vélarinnar þekkir til Darra og treystir honum að þá er það ekki í lagi að hann verði kosinn vegna þess að hann pissar standandi?
Hvaða rök eru þetta? Persónubundin rök sem ekkert erindi eiga heima í jafnréttisbaráttu!

Allt sem þú ert búin að segja(fyrir utan skítkast og/eða lofsöng á fólk sem þú þekkir) er búið að vera krafa um jafnstæði.. sem er alls ekki það sama og jafnrétti. Jafnstæði gengur út á að horfa svo til einungis á kyn fólks og raða því þvínæst í jafnt í stöður. Jafnrétti gengur út á að konur og karlar hafa jafnmikinn rétt á að skíta á sig í kosningum.

Önnur Persónuleg rök sem þú ert með sem eiga ekkert erindi í jafnréttisumræðu:

"Mín kenning er sú að stelpur hafa þann hæfileika að kjósa á jafnréttisgrundvelli, en flestir strákar eru bara ekki komnir á það stig."

Ef ég myndi segja:

"Mín kenning er sú að stelpur séu yfirhöfuð með minni heila en strákar og vanti allt kommonsens og séu því óhæfar til að kjósa lýðræðislega"

þá væri það jafn satt og þín "kenning".. eða semsagt alrangt.

bottomline..
Mér finnst að þú (Erna) verðir að velja.. annaðhvort ætlaru að tala um jafnrétti og kemur með rök sem tengjast því..
eða þú talar um hvað þú ert bitur að vinkonur þínar voru ekki kosnar og kemur með rök sem tengjast því.. Ekki blanda því saman til að reyna að blekkja fólk.

Þú ert ekki jafnaðardama...
Þú dama sem vilt aðrar dömur fram yfir unga herramenn.. sem er allt í lagi.. ef þú bara viðurkennir það bara fyrir sjálfri þér.(skoðun byggð einungis á því sem þú ert búin að skrifa hér)

takk.
Dóri-í-Dós

 
At 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja Erna,

Skoðum nú FV:

NÖRD
Nelli fór í gjaldkerann á móti stelpu. Hann vann með einu atkvæði. Hins vegar eru miklu miklu fleiri strákar í nörd. Ergo, strákar kjósa stelpur.
Engin önnur stelpa bauð sig fram í Nörd og því kemur engin þaðan í FV.

NAGLARNIR
Eins og Jón Þór sagði:
"í öll hin embættin gaf engin stelpa kost á sér". Stelpur gátu vel boðið sig fram eins og strákar, en það gerðist ekki, því kemur bara ein stelpa úr FV. Stelpa vann strák í kosningum(Jón Þór v.s. Elsa) og því kemur ein þaðan í FV. Aftur sést að strákar kjósa stelpur!!!

VÍR
Jón þór fleygir því fram og ég held að þetta sé rétt hjá honum, engin stelpa bauð sig fram þar. Því er engin í FV þar.

Við vitum síðan hvernig þetta fór í Vélinni. Af þessu ofantöldu er augljóst að það er alls ekki því að kenna að strákar kjósa stelpur að stelpur eru ekki í FV eins og þú vilt halda fram.


Þetta eru rök, sem byggjast á staðreyndum, gaman hefði verið að sjá þig nota rök þegar þú sagðir að:

"
Mín kenning er sú að stelpur hafa þann hæfileika að kjósa á jafnréttisgrundvelli, en flestir strákar eru bara ekki komnir á það stig.
"
eða
"
Stelpur hafa alveg áttað sig á ástandinu EN það hafa fæstir stákar gert. Það sem ég held er að strákum er nett sama um kvenréttindi!
"

Dóri reyndar kom inn á þetta að ofan, en mér finnst vert að brýna á þessu.

Rök rök rök. Það er eina sem ég bið um þegar þú fullyrðir hluti. Verður að vera eitthvað á bakvið það til að fólk taki þig alvarlega.


Og já, fyrir tveimur árum voru 3 konur í stjórn vélarinnar, í fyrra voru 2. Bara þetta dæmi og staðreyndirnar með FV hérna að ofan, fellir þá skóðun þína að strákar kjósi bara stráka. Þú hefur hins vegar ekki komið með nein rök afhverju strákar kjósi bara stráka, þú slengir þessu bara fram án sannana.








And it goes on:


"Ég vildi vekja athygli á hlut stelpna í stjórnum, eins og þetta kemur mér fyrir sjónir þá er strákum sama hvernig hlutfallið er, bara ef hæfari aðilinn er kosinn. Mér fannst hæfari aðilinn ekki hafa hlotið næga kosningu."


Bíddu já, okkur er sama hvernig hlutfallið er, er það ekki gott??? Er það ekki málið að við eigum að kjósa eftir hæfileikum? Í fyrri póstum segiru að við kjósum bara stráka en núna segiru að okkur sé sama, hvort er það sem þú heldur eiginlega???





"Er ástæðan fyrir minni hlut kvenna í þessum stjórnum að þær séu ekki nógu hæfar?"

Ég vona að þú sért ekki að lesa þetta úr orðum mínum, því þetta er eitthvað sem ég hef aldrei sagt.
Ég hef alltaf sagt og lagt mjög mikla áherslu á að ég er hlynntur jafnrétti en ég hugsa þó fyrst og fremst um að hæfileikaríkasta manneskjan sé kosin og kemur ekki til hugar, frekar en öðrum sem ég þekki, að kjósa vegna kyn einstaklings.

 
At 1:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Út og yfir og amen.
Formaður naglana er hins vegar enganvegin jafn fær og jón. Bara koma því að framfari þó svo það komi þessari umræðu ekki við

 
At 2:28 f.h., Blogger Erna said...

Mitt mál er ekki að rökræða við ykkur um besta vin ykkar, þetta eru orðnar hálf neyðarlegar umræður.

Mér finnst þið alveg geta viðurkennt að jafnréttisástandið er ekki gott og er eiginlega bara í slæmu standi. Ef þið eruð menn framtíðar. Þá er framtíðin ekki björt...
...að minnsta kosti ekki fyrir konur sem eru vel hæfar!

Dóri!
"...röksemd þín fyrir skoðunum þínum á vélinni er sú að 75 % eru strákar.. Þar hættir þetta að vera í lagi."

Röksemdin mín er bara alls ekki sú, þetta er ályktun sem Helgi og Bjarni tóku. Röksemdin mín er á allt aðra vegu, vá hvað þú hefur mislesið þig!
Mín rök eru sú að einstaklingurinn sem var hæfari var kvenkyns og hún var ekki kosin PUKTUR

ég vil vita af hverju...ekki af hverju ég hef skoðanir sem þið virðið ekki.

Helgi af hverju þarf ég að rökstyðja mínar skoðanir með staðreyndum...það er ekki hægt að sanna eitt eða neitt varðandi getu fólks til að dæma rétt eða rangt...nema það sé tregt og sú er ekki staðan.
Hvorki ég né þú höfum slíkar staðreyndir... að strákar kjósi með jafnrétti að sjónarmiði eða ekki. Þess vegna þarf að ræða þetta.

Við erum öll að drulla sömu drullukökuna og við vitum öll að jafnrétti er ekki náð, eða er það ekki?

Umræðurnar hér hafa snúist í ansi mikil skítköst sem mér þykja ekki uppbyggileg, sérstaklega þar sem meirihluti strákanna hér er að kommenta með þeim tilgangi að svara fyrir besta vin sinn og segja að ég sé fokkings vitlaus...fíla það ekki.

Komið með góða lausn á vandanum. Hvað er hægt að gera til þess að strákar (þessir sem ekki eru með jafnréttið á hreinu) vakni upp úr sínum blautu draumum og fari að hugsa um stelpur meira sem samferðanauta frekar en samfaranauta?

Ef þið farið að svara þeim spurningum þá er ég til í frekari umræður. Annars get ég alveg eins talað fyrir fullu húsi frjálslyndaflokksins um ágæti innflytjenda.

 
At 4:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sko, ég ætla vera rólegur og segja við þig erna að þetta innlegg þitt var algjör óþarfi og mjög sorglegt.


Að saka mig um skítkast? Hvar gerði ég það? Seinasta innlegg mitt var ALLT byggt á rökum og fjallaði um kosningar í FV. Sýndi fram á það með RÖKUM að strákar kjósa líka stelpur.


"Helgi af hverju þarf ég að rökstyðja mínar skoðanir með staðreyndum...
"
tjah, ef skoðanir þínar eru að strákar geti ekki kosið á jafnréttisgrundvelli og að strákar kjósi bara stelpur í neyð þá finnst mér þú eiga það inni hjá karlkyninu og eiginlega kvenkyninu að rökstyðja afhverju þú heldur það. Ég er búin að koma með gagnrök. Ekki þú.




"
sérstaklega þar sem meirihluti strákanna hér er að kommenta með þeim tilgangi að svara fyrir besta vin sinn og segja að ég sé fokkings vitlaus...
"
Aldrei sagt að þú sért vitlaus og aldrei kommentað á þessum þræði til að verja darra. Hananú.

 
At 3:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst ég nú hafa staðið mig bara fínt í þessari andskotans betrunarvist í VR2 á þessum 3 og hálfu ári í verkfræði með TVÆR BS gráður sem er betra en MARGIR gera hættið þessu andskotans kjaftæði og farið að diffra!

 
At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ok... ég ætla ekki að taka afstöðu varðandi jafnrétti í opinberum stöðum en ég gat ekki betur séð á póstinum þínum að þú værir að tala um jafnrétti í FV og stjórn vélarinnar. Það skildi ég útfrá þeim spurningum sem þú veltir upp...
Úr upprunalegum pósti Ernu
"Af hverju er bara ein stelpa í stjórn Vélarinnar?
Af hverju eru bara tvær stelpur í stjórn FV (félag verkfræðinema)?

Ég veit af hverju. Það er ekki vegna þess að stelpurnar eru ekki nógu klárar, ekki vegna þess að þær bjóði sig ekki til starfa, ekki vegna þess að þær eru ekki eins duglegar, ekki vegna þess að þær eru á einhvern hátt óvinsælli. Ástæðan er einföld...strákar kjósa ekki stelpur (nema í neyð) !
og stelpur eru í minnihluta í verkfræði."

Til að svara þessum spurningum þá sýnist mér (eins og helgi tók saman og þvert á það sem þú segir) að stelpur hafi bara alls ekki verið að bjóða sig fram í þeim mæli sem strákar voru að gera.

Mér finnst sú ástæða sem þú kemur með fyrir hlutföllum í FV fráleit. Strákar kjósa stelpur og stráka, það geta verið ein og ein undantekning en ég er viss um að það séu ekki fleiri einstaklingar en hjá hinu kyninu.

Hvað varðar vélina voru 3 embætti sem strákar og stelpur buðu sig fram. Þau fóru þannig að ein stelpa var kosin og tveir strákar. Það var alveg jafn líklegt að tveir strákar yrði kosnir og tvær stelpur.

Hvað varðar fullyrðingu um að strákar kjósi ekki stelpur í neið þá hefur það verið afsannað hérna nokkuð oft.

Ég tel ekki að nokkur hérna hafi verið að dissa þig, eina dissið sem hefur kannski komið fram í þessari umræðu er á Darra sem mér finnst eiga mun betra skilið.

Ég vona að þú takir þessu ekki illa Erna. Ég er bara að segja mína skoðun rétt eins og þú segir þína og ég virði hana.

Með vinsemd og virðingu
Jón Þór

 
At 6:08 e.h., Blogger Erna said...

Þá er ágætt að Verkfræðihlutinn sé á hreinu.

Vélin var semsagt eina félagið undir FV þar sem fleiri stelpur sóttust eftir embætti en strákar. Gott og vel, hinar stjórnirnar eru skipaðar strákum (fyrir utan eina Naglastelpu).

Ég hefði kannski átt að láta það fylgja færlsunni að stelpurnar í ökonómíu
voru kosnar og voru hæfari aðilinn. Ekki bara stelpur sem ég þekki.

Svo er það stóra spurningin, ef strákar eru með svona bullandi
jafréttiskennd af hverju eru stelpur í minnihluta í stjórnum almennt?

Mín hugmynd var að strákar séu ekki komnir á sama stig og stelpur í
jafnréttismálum...þessi kenning var afsönnuð af verkfræðistrákum, vonandi réttlega.
Þá vantar mig bara aðra og betri kenningu. Einhverjar tillögur?

 
At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að fá að leiðrétta eitt, Villi Alvar hefur fallið í öllum kúrsum sem hann hefur tekið próf í. Skv. mínum heimildum er hann með lægri meðaleinkunn en þið öll til samans.

Kv,

 
At 8:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

úfff... Ég hef lítið stundað netsíðuheimsóknir vegna mikilla anna undanfarið:P en VÁ! Hvað er í gangi????

Ég er fegin að lesa að þú teljir ekki að ég hafi verið kosin í neyð Erna mín ... Fékk örlítið hland fyrir brjótið, en það batnaði þegar ég las kommentin frá þér. Annars ætla ég ekkert að blanda mér í þessa umræðu.

Mögnuð bittumynd sem þú blastar af mér í færslunni b.t.w.

 
At 8:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

urr... ef einhver er að klóra sér í hausnum og reyna að átta sig á því hvað "brjótið" þýði, þá átti að standa þarna brjóstið:P

 
At 9:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil byrja á að þakka þér Erna fyrir að koma þessari umræðu af stað og sérstaklega öllum þeim sem hafa verið svona æstir í að kommenta því þetta er mjög mikilvægt málefni og vel þess virði að ræða.

1. Ökonomia
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg hlutlaus þegar kemur að því að ræða hlutfall stelpna í stjórn Ökonomíu þar sem að ég er nýkjörinn varaformaður. En ég veit að nokkrir lesendur bloggsins hennar Ernu eru sérstaklega rök-þyrstir einstaklingar og ætla ég að gera þeim til geðs og fara yfir nokkrar staðreyndir.

Helgi sagði:
Og svona til að enda þetta. Fyrst þér finnst slæmt að 75% stjórnar Vélarinnar séu strákar, afhverju finnst þér þá ekki það sama um stjórn Ökonómíu, þar sem 75% stjórnarinnar eru stelpur? Ættirðu ekki líka að tala um það, að þetta væri því að kenna að stelpur kysu bara stelpur osfrv? Það er jú staðreynd að stelpur eru í meirihluta í háskólanum í öllum deildum nema í Verkfræði.

Það er alveg rétt að stelpur eru í meirihluta í háskólanum og þar með öllum deildum háskólans nema verkfræði. Stelpur eru einnig í meirihluta í viðskipta- og hagfræðideild en ekki í hagfræðiskor og Ökonomia er einmitt félag hagfræðinema. Þegar ég skoða kynjahlutfallið í rekstarhagfræði IV sem er skylduáfangi á 2. ári þá er hlutfall stelpna aðeins tæplega 35%. Ég veit ekki hversu nákvæmlega það endurspeglar kynjahlutfall hagfræðinema, en það kemst alla vega nálægt því.

Í fyrra var engin stelpa kosin í stjórn Ökonomíu, s.s. 100% strákar í stjórn. Í ár erum við 75% stjórnarinnar. Það voru tveir frambjóðendur í formanninn, strákur og stelpa. Strákur og stelpa sem buðu sig fram í varaformanninn. Tvær stelpur og tveir strákar í gjaldkerann og tveir strákar í skemmtanastjórann. Það gefur auga leið að stelpa var kosin í öll þau embætti þar sem það var hægt. Mér finnst það frábært að strákar í hagfræði hafi kosið stelpur til að stjórna Ökonomiu!! Valið var heldur ekki erfitt þar sem núverandi stjórnarmeðlimir höfðu lang mesta reynslu af félagsstörfum.

Af hverju er stjórn Ökonomiu svona frábær?
Vegna þess að þar voru hæfustu einstaklingarnir kosnir. Strákarnir kusu stelpur og stelpur sitja í stjórn.... þökk sé þeim. Takk!

Hvað hefði mátt fara betur við kosningu stjórnar Vélarinnar?
Mér sýnist það séu skiptar skoðanir um hæfileika fólks og skiptir auðvitað mestu máli að besta manneskjan fái vinninginn. Ef staðreyndin er hins vegar sú, sem ómögulegt er að sanna, að strákar hafi valið að kjósa stráka fram yfir stelpur þá er það sorglegt.

2. Helgi sagði líka:
Í kringum mig samþykkja allir strákar kvennabaráttu og kvenréttindi á meðan hún fer ekki yfir strikið og er í samræmi við jafnrétti.

Ég er bara pínu forvitin um að vita hvar þetta strik liggur og hvort það að koma af stað umræðu um strákar kjósi stráka sé að fara yfir strikið?

3.
Svo finnst mér líka frekar vandræðalegt þegar Helgi tekur orð Ernu gjörsamlega úr samhengi.

Erna sagði:
Helgi af hverju þarf ég að rökstyðja mínar skoðanir með staðreyndum...það er ekki hægt að sanna eitt eða neitt varðandi getu fólks til að dæma rétt eða rangt...nema það sé tregt og sú er ekki staðan.

En Helgi minnist aðeins á fyrstu línuna sem var að sjálfsögðu ekki ætlað að standa ein og sér.

Ég er alveg sammála Ernu. Hvernig metum við traust? Er til einhver traustskali sem hægt er að fara eftir. Ef hann væri til þá væri ekki svo vitlaust að beina honum að ákveðnum pólitíkusum. Ef Erna treysti Völu betur þá er það bara þannig.... það er eiginlega ekki hægt að færa nein betri rök fyrir því. Það er hins vegar mjög leiðinlegt ef að strákar í verkfræði treysti ekki stelpum.

4. Kynjahlutfall í stjórnum.
Það getur verið mjög erfitt að færa rök fyrir því að strákar (í verkfræði) kjósi stráka frekar en stelpur. En það er samt til fyrirbæri sem er vel þekkt og kallast Ripp, Rapp og Rupp einkennið.

Í stjórnum stórra fyrirtækja á Íslandi eru konur aðeins 11%, og það er sko langt frá því að konur séu aðeins 11% starfsliðsins. Það er yfirleitt þannig að þegar einhver hættir í stjórn er kosinn nýr stjórnarmeðlimur og þá eiga þeir sem fyrir sitja í stjórn það til að kjósa nýjan “félaga” í hópinn. Sbr. ef að Rapp fer á eftirlaun og þá er kosinn nýr Rapp. Þannig getur verið frekar erfitt fyrir Mikka Mús að komast í stjórn.

Hvernig á þetta við stjórnir nemendafélaga háskólans?
Jú, flest okkar ætla nú að vinna eitthvað að námi loknu og mörg okkar stefna kannski á að stjórna fyrirtæki. Það að kjósa Mikka Mús í stjórn er kannski óþægilegt fyrir marga andarunga vegna þess að Mikki kann ekki fugladansinn, en Mikki Mús býr yfir öðrum hæfileikum. Burt séð frá Andabæ þá hefur það marg sýnt sig að betra er að hafa stjórn þar sem kynjahlutfallið eru jafnt. Það er betra fyrir fyrirtækið, fjölbreyttari skoðanir á lofti og fugladansinn er ekki eini dansinn á dansgólfinu. Þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að kjósa í okkar litlu stjórnir og fáum þannig tækifæri á því að gera mistök áður en við komum á vinnumarkaðinn.

Ef stelpurnar voru ekki kosnar í verkfræðinni vegna þess að strákarnir þorðu ekki að kjósa stelpur þá voru það mistök!!

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þvílík viðbrögð, greinilega eldfimt málefni hér á ferð.

 
At 10:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lilja segir:

"Mér finnst það frábært að strákar í hagfræði hafi kosið stelpur til að stjórna Ökonomiu!! Valið var heldur ekki erfitt þar sem núverandi stjórnarmeðlimir höfðu lang mesta reynslu af félagsstörfum."

hmm.. Darri hefur nú töluvert meiri reynslu af félagsstörfum innan nemandafélaga, heldur en vala.. - þannig að valið var þá ekki erfitt í vélinni, ef átti að kjósa út frá hæfnisgrundvelli..

þannig að í raun er lilja, a.k.a. vinkona völu, að segja að darri sé betri kosturinn í starfið, líkt og hún talar um í ökonomíu.

darri er án efa besti kosturinn, hættu að vera svona bitur erna! vala tapaði, face it!

 
At 11:06 e.h., Blogger Erna said...

Hver er þessi Valli? Hver ertu og hvaðan kemurðu, gott væri að fá kynningu áður en þú kemur með frekari staðhæfingar!

"hmm.. Darri hefur nú töluvert meiri reynslu af félagsstörfum innan nemandafélaga, heldur en vala.. - þannig að valið var þá ekki erfitt í vélinni, ef átti að kjósa út frá hæfnisgrundvelli.."

Hversu vel þekkirðu til málsins og hversu vel þekkirðu til Völu?

Hvaða rugl er hér í gangi?

Vala hefur á engan hátt minni reynslu en Darri af félagsstörfum nemendafélaga, hvorki í Verzlunarskólanum né í HÍ.

Hvaðan færðu þessar staðreyndir Valli?

 
At 9:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er Valli??

Þann’erann.... klæddur Levis classics og í rauð-hvít-röndóttum bol með dúskhúfu á hausnum. Hey, af hverju er Valli að fela sig bakvið ‘ómálefnalegt komment’?

Ég myndi ekki segja að við Vala værum óvinkonur en það er soldið over-statement að segja að við séum vinkonur. Við eigum sameiginlega vini og ég hef hitt hana nokkrum sinnum í partýi. Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa talað við hana maður á mann, eða réttara sagt kona á konu. Það eina sem ég get sagt um Völu af eigin reynslu er að hún er einstaklega falleg, hress og ákveðin stelpa. Það eru eiginleikar sem geta skapað jákvæða ímynd fyrir hvaða nemendafélag sem er. (Þá sérstaklega félag þar sem strákar eru í meirihluta og jákvæð kvenímynd myndi kannski laða fleiri stelpur að verkfræði sem er betra fyrir alla... konur og kalla) Annars veit ég ekki hver Darri er og ætla ég ekkert að fara að dæma um það hver hefði frekar átt að vinna.

Í kosningum Ökonomiu var það munur á reynsu af félagsstörfum sem réði úrslitum. Það er samt ekki þannig að reynsla af félagsstöfum sé það eina sem maður þarf að hafa til að sinna slíku starfi..... hvaðan fengi maður þá reynsluna.

 
At 2:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég heiti Bjarni Ólafur, stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands. Ég lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 2005 af stærðfræðibraut. Fín ár.

Fyrrihluta ævi minnar bjó ég á Hornafirði, það var ágætt en borg óttans er minn heimastaður.

Ég er ekki óvirkur alkahólisti, nær því að vera virkur, jafnvel mjög virkur.

Ég tek 50 í bekk á góðum degi og hleyp reglulega.

Vildi bara koma með góða kynningu áður en ég kem með frekari staðhæfingar.

 
At 2:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég nenni ekki að fara yfir heimasíður allra nemendafélaga þannig ég ætla bara að telja upp það sem ég veit.

Formaður Stúdentaráðs Dagný Ósk er kvenkyns. Alma framkvæmdastjóri Stúdentaráðs er kvenkyns. Eva María formaður Röskvu er kona, Helga Lára Haarde formaður Vöku er kona. Formaður Ökönómíuuuuuuu er kona, formaður sociolgiu er kona og forveri hennar var líka kona. Formaður Stúdentasjóðs er kona.





Formaður Vélarinnar er með tippi.

 
At 2:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afsakið afsakið afsakið. Ég var full fljótur á mér áðan.

Ég var búinn að gleyma því að Arnaldur Sölvi er orðinn formaður Röskvu. Hann er víst líka með tippi.

Geri ráð fyrir að Erna kjósi Röskvu ekki á næsta ári, enda formaðurinn með tippi.

 
At 3:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til þess að vera svalur og með 4 posta í röð langar mig að taka það fram að síðasti póstur krefst ekki svars.

Hann var augljós kaldhæðni

 
At 5:04 e.h., Blogger Erna said...

Jæja...ég hvet alla stráka og stelpur til að googla:

stjórn + "hvaða fyrirtæki sem er"

og í ,hvaða fyrirtæki sem er, hvet ég ykkur til að setja stórfyrirtæki Íslands sem og annarra landa.Ég googlaði Glitni,Baug, Actavis, Kaupþing, Landsbankann, Orkuveituna osfv. og fékk það staðfest að hlutfall kvenna í þessum stjórnum einkennist ekki af jöfnu hlutfalli kvenna og karla.

Jú mikið rétt hjá þér Bjarni þá hlutu stelpur sanngjarna kosningu hvað varðar Stúdentaráð, Röskvu og Vöku. En þess má einnig geta að Dagný Ósk er 6. stelpan til að vera formaður Stúdentaráðs í 87 ára sögu þess. Mér finnst ekkert athugavert við eftirfarandi staðreyndir:

Eftirtaldir skipa nýja stjórn ráðasins auk Dagnýjar og fengu þeir einróma kosningu í embætti sín:

Garðar Stefánsson, varaformaður – Röskvu
Sunna Kristín Hilmarsdóttir, gjaldkeri – Vöku
Steindór Grétar Jónsson, ritari – Röskvu
Hrönn Guðmundsdóttir, meðstjórnandi - Röskvu
Kristján Freyr Kristjánsson, meðstjórnandi - Vöku
Fjóla Einarsdóttir, meðstjórnandi-Vöku

Varamenn eru:

Björg Magnúsdóttir – Röskvu
Kári Hólmar Ragnarsson – Röskvu
Lilja Erla Jónsdóttir – Vöku
Ólafur Páll Vignisson - Vöku

Ég vona bara að þetta hlutfall haldi sér í framtíðinni. Eins og staðan er í dag í "áhrifamestu" stjórnum landsins eru fáar jafnvel engar konur.

 
At 5:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sáttur við svar Lilju, það var góð umfjöllun um stöðu Ökónómíu í dag og áður. Að sjálfsögðu er ég ánægður með að hæfileikaríkustu aðilarnir voru kosnir, af hvoru kyni sem þeir eru.


En, þegar hún segir þetta:

"
3.
Svo finnst mér líka frekar vandræðalegt þegar Helgi tekur orð Ernu gjörsamlega úr samhengi.

Erna sagði:
Helgi af hverju þarf ég að rökstyðja mínar skoðanir með staðreyndum...
"

Að sjálfsögðu þarf Erna ekki að rökstyðja skoðanir sínar um hverja hún telur hæfari eða ekki. Þ.e. allir hafa sínar skoðanir á hvað fólk er hæfast. Auðvitað.

En Erna hins vegar talaði m.a. um að strákar kjósi bara stráka(nema í neyð) og að flestir strákar væru óhæfir til að kjósa á jafnréttisgrundvelli. Það finnst mér að þurfi nauðsynlega að rökstyðja. Það var það sem ég vildi fá frá henni, rökstuðning á þessum atriðum, þegar ég var búinn að sýna fram á með KOSNINGU FV, að þetta var beinlínis ekki rétt hjá henni, í það minnsta ekki í Verkfræðinni. Þið mynduð væntanlega vilja fá rökstuðning frá mér ef ég myndi segja að "sebrahestar eru bara með grænar rendur, ekki svartar", eða er það ekki?



Þetta blogg hefur líka alltaf snúist um verkfræðikosninguna, enda sjáiði það ef þið skoðið bloggið

"
Af hverju er bara ein stelpa í stjórn Vélarinnar?
Af hverju eru bara tvær stelpur í stjórn FV (félag verkfræðinema)?
"


En allavega, ég er búinn að fá nóg af þessu, ég og fleiri erum búnir að sýna fram á það mörgum sinnum með rökum það sem við vorum ósáttir með í pósti Ernu, þ.e. að flestir strákar kysu bara stráka og að flestum strákum væri slétt sama um kvenréttindi.

Og já, þar sem Anna Hulda talaði áðan, þá veit ég vel að hún var ekki kosin af einhverri neyð. Auðvitað ekki, enda er það nakvæmlega það sem hef verið að berjast fyrir í þessum commentum, strákar kjósa ekki bara stráka,osfrv.



Btw, ég heiti Helgi Jóhannsson og ég er dökkhærður með fallegt andlit.

 
At 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Geturu samt svarað mér einu Erna,


"

Mér finnst þið alveg geta viðurkennt að jafnréttisástandið er ekki gott og er eiginlega bara í slæmu standi. Ef þið eruð menn framtíðar. Þá er framtíðin ekki björt...
...að minnsta kosti ekki fyrir konur sem eru vel hæfar!
"

Hvað á þetta að þýða? "Ef þið eruð menn framtíðar þá er framtíðin ekki björt" ??? Bíddu bíddu, ég er marg oft búinn að segja að ég sé hlynntur jafnrétti og fólk má hvort sem er vera með typpi eða píku, I don't care. Ég get vel viðurkennt(enda er það skv. tölum og rökum) að konur eru ekki nógu fjölmennar í stjórn, eða á alþingi, osfrv. En ég get ekki sagt til um hvort það er því að kenna að strákar kjósi bara stráka. En ef þú skoðar t.d. kosninguna í FV, þá er það svo sannarlega ekki ástæðan.

Ég held Erna, að góðir hlutir gerist hægt. Jafnréttisbaráttan er ung og það er stutt síðan vitundarvakning kvenna fór af stað. Ég vil trúa því að það sem við sjáum í stjórnum skóla og nefndum stúdenta í dag sé það sem koma skal. Að við séum kynslóð sem elst upp við viðurkenningu beggja kynja. Því þurfum við ekki að bíða lengi(en þó lengur en 1-2 ár) þar til jafnvægi verður náð. Ég vil trúa að þegar okkar kynslóð kemst til valda á ýmsum sviðum í þjóðfélaginu tökum við með okkur þá reynslu sem við höfum ur stjórnum í dag, þ.e. stjórnir þar sem bæði stelpur og strákar geta verið í fararbroddi.

Það á ekki að flýta svona framför, hún á ekki að gerast með boðum og bönnum. En þetta er annað mál...


Allavega, ég er hættur að pósta hérna, ég held ég sé búinn að sýna fram á það sem þarf og ég vona núna Erna, að þú samþykkir að það sé ekki þannig að "Stelpur hafa alveg áttað sig á ástandinu EN það hafa fæstir stákar gert. Það sem ég held er að strákum er nett sama um kvenréttindi!" eða
"Mín kenning er sú að stelpur hafa þann hæfileika að kjósa á jafnréttisgrundvelli, en flestir strákar eru bara ekki komnir á það stig.
"
enda höfum við rökstutt það með staðreyndum og tölum.

Bestu kveðjur,
Helgi Jó(kosningastjóri Bjarna Ó.)

 
At 6:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst bara svo sorglegt hversu langt þessi umræða er farin og hversu leiðinleg orð hafi gengið í garð fólks sem eiga að kallast vinir þínir.
Mér finnst það leiðinlegt að þú skulir segja að óhæfari maður hafi verið valinn að þínu mati, endurtek ÞÍNU mati og að allir hefðu átt að kjósa Völu að ÞÍNU mati. Lýðræði virkar ekki svona þú ert klárari en þetta ég veit það. Ég er hlynntur jafnrétti á öllum sviðum en mér finnst þú vera að alhæfa alveg rosalega mikið að allir karlmenn geri eitt og annað og að allir karlmenn séu karlrembu svín.
Mér finnst það rosalega leiðinlegt að þú skulir segja að ef séum menn framtíðarinnar að þá sé framtíðin ekki björt, mér finnst það alveg rosalega leiðinlegt og eiginlega bara hrein og klár móðgun.
Mér finnst að þú eigir að biðja þá sem kjósa með opnum hug afsökunar því það eru þeir sem að kjósa með jafnrétti að leiðarljósi.
Ég mun aldrei kjósa neinn í neitt sem mér finnst ekki eiga skilið, sama hvort það er stelpa eða strákur og ég vona það Erna að þú gerir og vona að þú gerir það ekki heldur.
Vonandi tekurðu mínum skoðunum ekki illa eða erfir það við mig það sem ég hef sagt hérna.

 
At 10:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er kannski svolítið sein í umræðuna og veit ekki hvorum megin víglínunnar ég enda núna.

Mismunun byggð á kyni er raunveruleiki en erfitt er að færa sönnur á hana í hverju tilviki fyrri sig.

Mér persónulega finnst femínisminn í dag vera á villigötum og hef í kjölfarið kosið að kalla mig frekar jafnréttissinna eða jafnvel einstaklingshyggjumann/konu frekar en femínista því mér finnst neikvæður stimpill kominn á það orð.

Ég, sem kona, hef engan áhuga á að fá stöðu eingöngu vegna þess að ég er kona og að sama skapi hef ég heldur ekki áhuga á að tapa henni -af því að ég er kona-. Þetta er tvíeggja sverð. Mér gremjast alhæfingar um kynin, sérstaklega þó þegar konur/karlar ákveða að setja allt karlkynið/kvenkynið undir einn hatt og fella sleggjudóma.

Það hefur oft verið vísað til kosningar skemmtanastjóra. Nú var ég ekki viðstödd ræðuhöldin svo ég er eingöngu með getgátur. Það er sagt á einum stað að Darri hafi haldið "lofræðu um sjálfan sig" en Vala "kosið að sleppa því". Kannski voru það hennar mistök. Kannski seldi hún sig ekki nóg í stöðuna. Kannski virkaði hún ekki nógu sannfærandi á þá sem kjósa... því auðvitað þekkja hana ekki allir. Kannski... Kannski...

Þetta gæti verið ein af ástæðunum. Ég er fullviss um það að það er meira en ein ástæða fyrir því hvernig fór.

Að vissu leyti skil ég mjög vel sjónarmið þín Erna. Þú þorir að koma fram með sjónarmið sem vitað er fyrrifram að valdi smá öldugangi. Ég er ekki sammála öllu sem þú segir, en ég dáist að mörgu leyti að kjarkinum í þér að láta slag standa, því það er staðreynd að það þarf oft smá öfgar í hina áttina til þess að koma hlutunum á skrið. Mér finnst gagnrýnin að vissu leyti réttmæt og verðugt umhugsunarefni fyrir alla í deildinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home