Allt eða ekkert ...
..er svarið, úff hvað ég elskaði Stjórnina þegar ég var sjö ára. Heiða vinkona mín átti felsta diskana með Stjórninni og Sléttuúlfunum, sá áhugi hefur dvínað síðustu 14 árin.
Ég veit ekki hvað það er, en einhvern veginn er það alltaf þannig að allt gerist á sama tíma.
Þessi föstudagur er engin undantekning.
- Á morgun er hin árlega og mikilfenglega Hönnunarkeppni verkfræðinema, í framhaldi af henni er vísó í Marel.
- Á morgun er sumarbústaðaferð gimsteinanna og grjótanna ;) ég missi bara af fyrri nóttinni.
- Á morgun er Svitaball Röskvu.
- Á morgun ætti ég að vera deitið hennar Hrafnhildar í teitinu hennar Guðnýjar eeeeen
- Á morgun er frumsýning Stúdentadansflokksins á verkinu
Sannar ásta-sögur
Helena Jóns er búin að vera að æfa okkur í heilt ár, ég og Hrefna erum beilerarnir. Við semsagt drógum okkur úr sviðsljósinu og urðum sitjandi/vinnandi/kennandi/lærandi dansarar flokksins í nóvember vegna anna og ætlum að taka að okkur að sjá um miðasöluna...allir að mæta!
Er ég að gleyma einhverju? Held ekki, vona ekki.
Ég verð sixties á morgun, því mamma gaf mér geðveikan kjól sem allir mega hrósa mér fyrir hehehe
Ef ég væri dýr, hvaða dýr væri ég?
6 Comments:
Þú værir ljón! Af hverju?? Því það er eina dýrið sem er nægjanlega mikil kjötæta að mínu mati:P hihihi
..svo eru þau auðvitað voða sjálfstæð og klár og liðug og svona;)
bara svona að pæla ;)
Atli myndi segja að ég væri rándýr...haha ekki misskilja þetta samt um of!
Sumir myndu kannski giska á koalabjörn...en aðallega var ég bara að athuga hvort gimsteinavinkonurnar mínar væru yfir höfuð að lesa bloggið mitt :P
Sem hmm þær gera greinilega ekki
Þú værir rándýr ;)
buhuhuhu... er ég ekki gimsteinavinkona:/
ohh júts eiginlega...ég myndi kannski kalla þig hmm fjölliðu hehehe eða jafnvel galvaníserað stál, já það er rétta orðið ;P
en auðvitað ertu "my own little Lagrange sister"
Skrifa ummæli
<< Home