Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, janúar 30, 2007

42-41

Danir unnu, svekkelsi.
Snorri var klárlega maður leiksins, enda átti hann heiðurinn að framlengingunni.

Rannveig smitaði mig um síðustu helgi af veiru sem er, að ég held, ólæknandi. Þessi veira lýsir sér þannig að hinn sýkti er sjúkur í Gray's Anatomy.
Ég kláraði fyrstu seríu í gati í skólanum í dag...sería tvö byrjar núna!


Ég held að hafi aldrei verið svona djúpt haldin af bandarískum sápum. Ég horfði á nýjasta Prison Break í gærkveldi, nýjasti Hero's er heitur á diskinum, Despó hefur fengið skömmtun, aðeins einn á dag. Síðan er ég nærri hálfnuð með nýju O.C. seríuna, sem og One Tree Hill...
...eru það einhverjar fleiri sem ég ætti von á að verða hooked á?
Er einhver þarna úti í sama sýkta hugarástandi og ég?

Verst af öllu er að ég sef bara mest lítið, næ oftast 8:30 í skólann og hripa fyrstu tíu mínúturnar hið snarasta áður en kennarinn nær að þurrka af töflunni. Þetta tel ég vera rosalega nýtni á tíma.


Talandi um nýtni...hver var annars nýtnin hjá Snorra í leiknum? Ábyggilega ekki slæm.

8 Comments:

At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég horfði á 1. og hálfa 2. seríu af Grays í jólafríinu. Meira fékk systir mín ekki í jólagjöf og því varð ég að taka mér pásu :/

 
At 8:47 f.h., Blogger Kristín hedgelator said...

Das Snorri Schteinn unt Alexander Peterson bist zvei wunderbra unt gorjös mehhhnnnn.....

Þetta vantaði klárlega í handbolta auglýsingarnar. Annars held ég að nýtni Snorra hafi bara verið asskoti nálægt 100-inu. Hann fór á kostum.

 
At 10:35 f.h., Blogger Erna said...

úff ég held að þrátt fyrir ferðalög um helgina þá verði 2.sería tækluð...
..hvað varðar snorra stein og alexander peterson varðar hahaha

 
At 4:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jább kannast við þessa fíkn...

Held ég verði ansi dugleg hérna með áframhald á þessu sápum... :)

AnnaMaría

 
At 6:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha? ég kannast ekkert við þetta sjónvarpsgláp! ;)
jújú maður dettur í þetta...þarf að fá Grays hjá þér! :)
er bara í Prison break eins og er, en er að fara að byrja á Despó 3!

 
At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað mér leið betur eftir að hafa lesið þetta blogg.. það mætti halda að ég hafi skrifað þetta sjálf, var einmitt að telja upp fyrir sjálfri mér alla þættina sem ég er orðin hooked á nýlega og held bara að þú hafir ekki gleymt einum einasta!;)

 
At 12:22 f.h., Blogger Erna said...

Vá, gott að heyra að við séum ALLAR svona, ég þekki amk enga stráka sem verða svona verulega hugfangnir!
..þeir eiga kannski bara sína tölvuleiki hehe

 
At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmm... ég kannast við þessa þátta-veiki sem þú talar um. En þú átt eftir að kynnast honum morðóða Dexter betur. Það er líka ávanabindandi sería;).

 

Skrifa ummæli

<< Home