Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Spliff donk og gengja

Ég fór í klippingu ofsa ofsa ánægt ;)

Ég fékk mér ljósar og gylltar strýpur, topp og kvef.

Kvefið hefur haldið fyrir mér vöku sem og Atla því ég hósta víst gífurlega á hann í svefni ómeðvitað! Ég vil meina að þetta séu eftirköst kjötleysisins í janúar, þannig að þetta er hægt að tengja beint til Atla, hí á þig! hehe

Vikan hefur verið stórfengleg, það er stórfenglega mikið í gangi. Partý partý partý hjá Brynju og Önnu, rennibekksmíðanámskeið allan laugardaginn. Seinnipart þriðjudags og miðvikudags, ég iða í skinninu eftir því að eyða enn einum laugardeginum í rennibekknum og forritun. Já forritun er áberandi þessa vikuna, bæði í fræsuninni og tölulegu greiningunni þar sem Newton ítrunin var lögð fyrir Matlab forritið mitt.

Ég fór líka á æfingu hjá Stúdentadansflokkinum í gærkveldi í Tjarnabíói. Frumsýningin verður föstudaginn 2.febrúar (föstudagurinn eftir viku). Ég myndi segja að þetta sé stykki sem allir ættu að sjá, amk allir sem ég þekkja ;)
Ekki hafa áhyggjur gimsteinarnir mínir, ég kem í sumó (og Atli), verð bara oggu ponsu sein.

Við í VR (verkfræði og raunvísindum) gerum meira en bara að reikna. Við Brynja skelltum okkur á spilakvöld Stigils og stigum tangó með argentínskum tangókennara, fótuðum okkur í Twister og héldum okkar eigins partý.
Þeir sem ekki þekkja til þá er Brynja lengst til vinstir, Örn henni næstur, Helga Ingimundar einbeitt og í mikilli samkeppni við Hössa sem er lengst til vinstri.
Þetta þarf að endurtaka, það er alveg á hreinu. Stúlka að nafni Anna Hulda verður að vera með því ég er ofsa spennt að sjá hennar hæfileika í Tvister, eftir að hafa att kappi við hana í boxi í Nitendo Wii.

Ég ætla að klára að lesa SCU (supply chain management) greinina mína fyrir svefinn (þá veit ég hvað miiiig dreymir í nótt)

Góða nótt (sagt með drakúlabrjóstsykra andardrætti)





5 Comments:

At 1:35 e.h., Blogger Kristín hedgelator said...

Flott á þér hárið ;)

 
At 3:19 e.h., Blogger Erna said...

danke ;)

 
At 3:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey... "ég og Brynja skelltum okkur á spilakvöld" þó ég hafi ekki náð í twisterinn þá finnst mér vanta eitt nafn í þessa upptalningu :(

 
At 10:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hárið er rosalega flott!!!
Takk fyrir frábært djamm undanfarið;)
Anna lét sig ekki vanta á spilakvölið, en á samt twisterinn eftir!

 
At 3:03 e.h., Blogger Erna said...

hehe sorry anna mín ég hefði átt að nefna þig...og að þú hafir verið tæld út að borða mmm ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home