Okkars afmæli
Eftir rosalegar djammhelgar kom loksins ein ofurheilbrigð.
Á tveim síðustu helgum hefur mér tekist að fara á þrjár árshátíðir og í eina Glitnisvísindaferð.
En sú vísindaferð er án efa ein sú trylltasta, enda fórum við (dætur Lagrange, hehe) í sakleysi okkar eftir miðannapróf í tölulegri greinigu og varma- og varmaflutningsfræði aðeins til að lyfta okkur upp. Fyrr en varði var kokteill á Bergó með buxnalausum bankamönnum í limbó...sjá nánar á www.annahulda.wordpress.com
KB-banki bauð í vísindaferð þessa helgina og kvöldið endaði með "olnbogaskotum" og "fáðu þér 4 svo þú piprir ekki!"
Þegar leikar stóðu sem hæstir á Pravda skundaði ég með Atla í matarboð til Möggu minnar Maack. Hún hafði gert dýrindis sushi fyrir okkur, Inga og Öllu.
Þetta var alveg fimm stjörnu kvöldmáltíð!
Vaknaði snemma eldhress að kenna 4-6 ára uppi í Laugum með lagið Holly Dolly kennandi englahopp, fílalest og dansandi hókípókí. Eftir það náði Þórir í mig og Völu og við brunuðum uppí Bláfjöll á bretti og náðum 11 ferðum fyrir lokun.
En í dag eigum við Atli tveggja ára afmæli ;)
5 Comments:
Verði ykkru að góðu og til hamingju með afmælið dúllurassarnir ykkar.
takk takk og takk fyrir okkur...við bjóðum í mojito á morgun ég býst við þér ;)
Bara eliðinlega staðreyndarvitleysa - átti ekki töluleg greining að vera = þróun hugbúnaðar:P
Og til hamingju aftur turtildúfur:D
ahh jú...auðvitað und danke :)
parf ad athuga:)
Skrifa ummæli
<< Home