Dagbók Drápskattar

föstudagur, mars 02, 2007

Happy happy good times

Það er alveg happy happy good times hjá mér núna í dag. Ég var að fá mail um að ég komst inn í University of Miami núna næsta haust. Tek fimm kúrsa úti, aðgerðafræði, hagverkfræði, tæknistjórnun, nýsköpun og iðnaðarsálfræði. Fékk allt samþykkt hérna heima líka!
Toefl einkunnirnar eru komnar og ég fékk 88 stig af 120 sem er að mínu mati ansi gott. Eiginlega bara ansi ansi gott. Ég er hæstánægð.

Í kvöld er svo árshátíð Verkfræðinema haldin á Hótel Selfossi, á morgun er árshátíð World Class og við dansstelpurnar með skemmtiatriði. Frábær byrjun á frábærri helgi...fyrir utan það að fara í tvö miðannapróf í næstu viku sem gilda allt of mikið og ég kann allt of lítið. Tölum ekki um það því ég vil ekki skemma hamingjuna strax!!!

Ég er farin á Crua Thai að fagna!

6 Comments:

At 12:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta allt saman!!! Þú ert svo dugleg og klár elsku frænka mín

 
At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá þér, þú ert snillingur!
kveðja
mamma

 
At 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU:D

 
At 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju sæta mín!!! knúúúús

 
At 7:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta er sko rannsan þín

 
At 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe takk fyrir

 

Skrifa ummæli

<< Home