Sjálfshjálparpistill - enga sjálfsvorkunn takk
Stundum held ég að próf reyni meira á líkama minn heldur en huga. Að minnsta kosti síðan ég byrjaði í háskólanum.
Síðasta skóladaginn á fyrstu önn fann ég til í kjálkunum, afboðaði mig á fund og fór til tannlæknis og hélt að endajaxlarnir þráðu að komast í heiminn, nei nei ég var send á læknavaktina og þá kom í ljós að ég var komin með hettusótt, ullabjakk.
Næstu próf voru vorprófin síðasta vor. Þá lenti ég í gubbupestinni og prísaði mig sæla fyrir að geta mætt í prófin, hálf slöpp.
Þriðja önnin gekk í garð og ef mig misminnir ekki þá var ég með þetta prýðilega nefrennsli, hálsbólgu og augnaleiðindi. Smámunir svosem, en af hverju fékk ég ekki slenið fyrr á önninni.
Jæja nú er komið að lokum fjórðu annar. Ég sem hélt að allt léki í lyndi loksins (of stuðlun hehe) en allt kom fyrir ekki. Ég er núna búin að fara heim til læknis, fara á læknavaktina og fara á heilsugæslustöðina. Held að ég stæði mig betur í anatomy-unni heldur en framleiðsluferla skrímslinu sem er að éta mig að innan.
Núna er ég semsagt með chondromalacia patellata (aka. brjóskmyndun undir hnéskel vegna álags) og bólgur plús tognun í hægri öxl. Ég á bágt með að skrifa hvort sem er glósur eða bloggfærslu...ástæðan fyrir þessu langa bloggi eru lyfin.
Staðan er núna að ég á að taka inn 13 töflur á dag næstu sjö dagana.
Party over here!!
Til yndisauka bauð Atli mér á Nouvelle Vague og Magga Maack bauð mér í afmæli. Sjúkt skemmtilegt gærkvöld þrátt fyrir þjáningarnar ;)
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.
Guð geymi ykkur og góðar stundir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home