Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, maí 31, 2007

Fótaburður



Nú hef ég æft ballet til fleiri ára og veit að fagurfræðin og hefðin ein segir þér að misþyrma fótum þínum í táskóm úr gifsi, þannig að úr tánum blæðir.
Það finnst mér lítilvæglegt í samanburði við kínverskar stelpur sem reyrðu fætur sínar allt frá fjögurra fimm ára aldri. Takmarkið var að láta fæturna líta út eins og gullin lótusblóm.

Ástæðan var sú að ungar kínverskar stúlkur vildu ganga í augun á strákum. Þær sem voru með minnstu fæturnar giftust ríkustu mönnunum.
Zhou Guizhen 86 ára kínversk kona var fyrst bundin á fótum af móður sinni þegar hún var sjö ára. Tærnar hennar voru brotnar og þær bögglaðar undir ilina. Þegar kom að því að finna handa henni mann, kröfðust verðandi tengda foreldrar hennar að tengdadóttirin væri með yfirnáttúrulega smáar fætur. Zhou sá ekki manninn sinn fyrr en við giftinguna og komst þá að því að hann var ópíum sjúklingur...þá mætti segja að píningin hafi verið til einskis.
Kínverjar bönnuðu reyrðar fætur kvenna árið 1912, en þrátt fyrir það tókst móður Zhou að blekkja mennina sem sáu um að framfylgja banninu með því að pakka fótum hennar í stóra skó. Á þeim tíma þótti þetta merki um stöðu en nú er þetta lifandi dæmi um kúgun kvenna í heiminum. Frá þessu er sagt í frétt NPR:

http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=8966942

Einnig eru áhugaverðar myndir og frásagnir á:

http://en.wikipedia.org/wiki/Foot_binding






3 Comments:

At 9:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ojj!! Þessar myndir eru ógeðslegar!

 
At 5:06 e.h., Blogger Erna said...

já ég veit, en ég bara varð!!

 
At 10:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff þetta er hrikalegt! Hvers vegna og til hvers, ætli þessa kona geti gengið yfir höfuð? Mér líður illa að horfa á þetta.
-Birna (vinkona Telmu)

 

Skrifa ummæli

<< Home