Veður og Verkfræði
Mig langaði til þess að forvitnast um veðrið á morgun til að sjá hvort ég nennti að hjóla í vinnuna. Rakst þá á þessa frétt:
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1272670
Það á víst að vera einstaklega mikið af fellibyljum í Florida á þessu ári...jess!
Kannski að ég sleppi því að hjóla í vinnuna og haldi í aukabirgðirnar mínar, því þá á ég ekki eins auðvelt með að fjúka út í buskann í haust í Miami.
Síðasta einkunnin kom inn á föstudaginn og ég var ein með 8,5 sem gerði mig hæsta í Vörustjórnun. Frekar skemmtilegt, sérstaklega undir þeim kringumstæðum að ég var ekkert sérstaklega sátt því ég bjóst við að fá 9. Ákvað samt að kíkja á dreifingu einkunnanna og varð ekkert smá glöð. Týpískt fyrir HÍ, hæsta einkunn 8,5 og enginn sáttur, nema kannski ég hehe.
Allt í allt var meðaleinkunnin 7,7 og ég er bara sátt. Hefði samt verið gaman að fá 9 í Þróun Hugbúnaðar eins og í miðannaprófinu eeen fékk 8, en svona er lífið. Maður uppsker barasta alls ekki eins og maður sáir. Að minnsta kosti ekki alltaf.
4 Comments:
Til hamingju skvís:D:D
takk kærlega ;)
Þú ert svo mikill snillingur, svo dugleg, svo góð... svo yndisleg. Knús
segir hver...;)
Gangi þér vel að plana giftinguna og fá pössun yfir brúðkaupsnóttina, hehe, þú ert ótrúleg!
Skrifa ummæli
<< Home