Grasbólgin augu
Ég hef eiginlega ekkert verið heima þessa vikuna nema eftir klukkan tvö á kvöldin þannig að ég hef ekkert náð að setja inn myndirnar frá útflutningspartýinu hans Atla af Vesturgötunni. Þær koma ábyggilega inn núna um helgina, þar sem ég verð að vinna tvær 12 klst vaktir hérna á vaktinni í OR. Það sem meira er, er að ég verð ein með kerfis- og bilanavaktina. Það er ástæðan fyrir því af hverju ég er ekki að fara í útilegu um helgina. Enda kæmist ég ábyggilega ekki í útilegu þar sem ég er að drepast úr ofnæmi, nefrennsli og kláði ullabjakk.
Ástæðan fyrir ofnæmiskastinu í dag er góð:
-Hjólatúr í Laugardalslaug í félagskapi Völu
-Blak og rennibrautaferðir í lauginni með Atla líka
-Gelato frostbræðingur í Álfheimum, love-it
-Hjólatúr tilbaka í bæinn
-Sushi train með Völu
-Hjólað til Brynju og Palla á Eggertsgötunni, til hamingu með íbúðina!
-Hjólað á Kaffibarinn og helgin plönuð af Völu, Björgu, Önnu Dröfn, Ölmu, Dagnýju og Svölu vinkonu þeirra.
-Rölt á milli og endað með bæjarins bestu í mallanum á Hressó hjá Önnu Huldu, Brynju og Gunna sem var að spila.
Þess vegna er ég með ofnæmi í dag.
4 Comments:
dúllan mín !nota sundgleraugu á hjólinu eða taka hjólapásu ;)
kveðja mamma
fjúff.. mér finnst ég hafa verið slitin smá úr sambandi þessa vikuna. Gaman að sjá þig í gær... sé þig vonandi líka á morgun:D jeee
Ég er loksins búin að setja inn mínarmyndir líka fráhelginni áður. Ég fæ vatn í munninn..mmm
Segðu bara eins og er. Ofnæmið stafar af því að vinna á sama stað og ég alla helgina
hehe ég efa það stórlega, því ég fæ þetta alltaf þegar ég fer út að hjóla ;)
Skrifa ummæli
<< Home