Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, ágúst 29, 2007



Guðný og Svanhvít eru í heimsókn hérna í Miami. Fengum okkur mani- og paticure :)
Þær komu með okkur í afmæli til Sörens og Elizabeth um helgina, á leiðinni villtumst við aðeins. Leigubílstjórinn kannaðist ekki við götuna þannig að við leiðbeindum honum (hehe maður er orðinn nokkuð ratvís herna :P ) Þegar við vorum komin á rétta götu og sáum partý báðum við hann um að stoppa. Fórum í partýið en könnuðumst ekki við neinn, opnuðum betur augun og sáum að þarna var greinilega þemapartý í gangi með hvítu þema og allir nema við frá USA... við vorum boðin velkomin en við ákváðum að halda leitinni að partýinu okkar áfram.

MYNDIR 1

Ég skellti mér á ströndina með vörn 30, það var ekki að gera sig :P ég nota áttuna næst :)

MYNDIR 2

Ég er að fara í próf núna eftir smá stund og ég ætti að vera að læra...heyrusmt seinna

P.S. keypti mér hvít Ray Ban því hér er must að vera með sólgleraugu.

5 Comments:

At 10:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður ekki strax brún með þvi að nota vörn númer 30 en liturinn kemur og hann helst lengur á og veitir ekki af, að nota sterka vörn ef sólin skín á hverjum degi :o) Farðu vel með húðina á þér, skvís.

 
At 10:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæææ sæta mín, geðveikar myndir vá hvað ég væri til í að vera þarna á ströndinni með þér!!! og sjúkleg sólgleraugu btw ;)hafðu það yndislegt, knúsíknús

 
At 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh maður verður bara abbó við að sjá þessar myndir... njóttu lífsins skvís :)

anna maria

 
At 10:00 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó guð...
Ég er að miss Tangerðar titilinn minn yfir til þín.
Ég skelf af öfund en reyni líka af öllum mætti að samgleðjast.

Fullt af nýjum krúttulegum nýnemum byrjaðir að læðast um VR-II. Allt að detta í sinn vanagang. Munum skála þér til heiðurs í fyrstu vísindaferð.

Ástarkveðjur, Vala

 
At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey á ekki að koma nýtt blogg!! Bíð spennt ;)knús

 

Skrifa ummæli

<< Home