Dagbók Drápskattar

mánudagur, september 24, 2007

Ljúfa líf

Eftir að hafa eytt 8 klst síðasta sunnudag í dansprufur þá komst ég inn í Danshóp sem heitir Fusion :D:D Dönsum aðallega hiphop en líka jazz og lyrical...það er amk ekki komið að því enn. Við verðum með showcase í nóvember og sýnum hingað og þangað á campus fram að því. Nokkrar æfingar verða úti fyrir utan food court, það verður vægast sagt spes, ég á ábyggilega eftir að fara hlæja allan tímann.

TOGAPARTÝ - MYNDIR


Annars gengur bara vel í skólanum er búin að fá einkunnir allt frá 7.5 og upp í 10.95 hehe sem er frekar fyndið. Kennarinn ákvað að gefa mér auka 0.95 þar sem ég var eini nemandinn sem gaf skýringu á fráviki í rúsínuverkefninu í gæðastjórnun, funny bunny.
Próf á morgun og annað á fimmtudaginn.

Mikið í gangi þessa helgi svona rétt eins og alltaf. Ég fór með Marcie (Mónakó/Guatemala) og þremur bandarískum krökkum á stað sem heitir Monty's. Hlustuðum á reggí og drukkum strawberry daiquiri. Seinna um kvöldið fórum við á South Beach á staði sem heita Privé og Opium Garden. Vorum með promoter sem leyfði okkur að fara framfyrir röðina og ókeypis inn og reddaði okkur borði. Það var frekar næs.

Eftir að hafa eytt laugardeginum í lærdóm og hlaup dró ég Fannar með mér í innflutningspartý til brasilísku strákanna ;) Hildur var í Gainsville að keppa í fótbolta. Seinna um kvöldið fór ég aftur með stelpunum á South Beach nema á klúbb sem heitir The Fifth, þar var annar promoter sem hleypti okkur inn og gaf okkur borð og áfengi, allt frítt. En þar sem ég er að fara í próf á morgun og var á 4 klst æfingu þá lét ég mér næga vatnið.



Hvar ætli þessir dansarar séu niðurkomnir núna? Hehe ég man þegar ég dansaði þennan dans :D
Ef vel er að gáð má sjá Helenu okkar Jóns hérna:
Minn Hinsti Dans

Fyrir þá sem eru Páls Óskars aðdáendur endilega kíkið á þetta líka :
Áramótaskaup Barnanna 1984

Já og þetta....er þetta ekki Jobbi sem "borðar ekki lifrarpylsu"?
Jobbi í TAL auglýsingu

Og að lokum fyrir þá sem hafa gaman að því að hlæja ;)
Fréttir

oooog rúsínan í pylsuendanum

4 Comments:

At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jeah, ljúfa líf! Ég fékk einmitt borgað (ekki í blíðu) fyrir að setja þetta vídjó inn á netið í sumar.


Klikkaði samt á að læra dansinn, en meistarinn getur örugglega kennt mér hann við tækifæri.

 
At 4:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ljúfa líf! Vá hvað þetta er sexí myndband. Vonandi er jafn gaman hjá þér úti og það lítur út fyrir að vera.

 
At 11:11 e.h., Blogger Erna said...

Jább hér er alveg frábært að vera...fyrir utan öll þessi skyndipróf sem eru að gera mig brjálaða. Ég kemst ekkert um helgar því þaðe eru alltaf skyndipróf!!!

Helgi við tökum dansinn þegar við fórum næst á Opalfyller :P

 
At 1:09 f.h., Blogger Helgi said...

Já til er ég.
Spurning síðan hvort við tökum einhvern tíman edrú kvöld og fáum okkur nokkra staupa sem eru fullir af ópal-namminu.

Eg held að það sé mjög góð hugmynd.

 

Skrifa ummæli

<< Home