Dagbók Drápskattar

sunnudagur, september 16, 2007

Mig langar á tónleika


Mig langar svo að sjá Justice í NY í 20.október...10 dögum áður en Atli kemur til mín og við förum til Bahamas og verðum ofurástfangið par hehe
Ég skil ekki af hverju ég er ekki í skiptinámi í NY...því á Terminal 5 er greinilega allt að gerast! Justice, The Shins, Decemberists og M.I.A. Ég er ennþá að melta nýja lagið með M.I.A mér finnst vanta alvöru Bollywood hljóm í það :




Mig langar líka að fara á Airwaves og vera með öllum vinum mínum að hlusta á almennilega tónlist með fólki sem klæðir sig "eðlilega". Hérna er fólk svo fáránlega dull og venjulegt, það hlusta allir á lagið Stronger og klæðast hotpants og flipflops, nema á djamminu þá fara allir á fylltu hælana sína og láta grinda sig hmmm spes! Það tekur greinilega tíma að venjast þessu.


Við Hildur fórum í svona alvöru banarískt PARTÝ um síðustu helgi. Aðalsportið var að hoppa fram af húsþakinu og ofan í sundlaugina. Ég held að um 500 manns hafi skráð sig í partýið á facebook og ég er nokkuð viss um að helmingi fleiri hafi mætt.














Kvöldinu áður eyddi ég með Rikki frá Ástralíu og Chloe frá Englandi. Við fórum á milli partýa á campusnum. Þegar þær ætluðu á staðinn Pawn Shop ákvað ég að halda heim. Á leiðinni mætti ég félaga mínum í verkfræðinni sem heitir Brad og hann bauð mér í partý með bandarísku vinum sínum. Við drukkum bjór úr "keg" og spiluðum beerpong. Mjög amerískt! CAMPUSMYNDIR

Í gær var Togapartý en myndirnar frá því koma seinna.
Núna er laugardagskvöld og ég er búin að vera inni í herberginu mínu í allan dag að læra undir 2 próf, annað sem er á mánudaginn og hitt á miðvikudaginn. Það kalla ég sko alvöru partý...málið er að ég get ekki lært á morgun þar sem ég að fara í tryouts fyrir hiphop dansgrúppur hérna í skólanum. Þessar prufur virðast vera frekar extreme. Fyrri prufan er frá 12 til 16 fyrir danshóp sem kallar sig Fusion, en hin prufan er frá 18 til 22 og er fyrir danshóp sem kallar sig Kaoz. Ég er ekkert svo viss um að komast inn í þær eftir að ég rölti út í búð áðan. Þá blasti við mér fullt torg af krökkum (flestöllum vel "tanaðri" en mér) þau voru að keppa í svona street dansi. Ég sem hélt að svoleiðis væri bara í bíómyndum hehe
Ég ætla bara að hafa gaman af þessu á morgun og læra nýja dansa...og vonandi komast inn í annan hvorn hópinn.

Jæja, hagverkfræðin býður hliðiná verkefnastjórnuninni! Wish me luck.

P.S. nýi i-pod nano er kominn út og í auglýsingunni er skemmtilega lagið sem ég var alltaf að hlusta á í vorprófunum (færsla þriðjudaginn 8.maí sl.) mig langar í i-pod nano :D

Frábært myndband með frábæru fólki; Simian Mobile Disco með Ninja í The Go! Team:


Fleira var það ekki kvöld, sjáumst að 3 mánuðum liðnum

2 Comments:

At 5:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Okkur vantar Ernuna okkar!

 
At 5:32 e.h., Blogger Atli Viðar said...

Heyr heyr!

 

Skrifa ummæli

<< Home