Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, október 03, 2007

Ég var að klára síðasta skyndiprófið mitt í 2 vikur :D nú get ég andað léttar og gert skilaverkefnin í rólegheitum. Skólinn hérna úti er alls ekki erfiður en það er fáránlega mikið af verkefnaskilum og smotterýs vinnu sem ég veit ekki alveg hvort skili sér....skilar sér amk í einkunn ;)

Ég Hildur og Fannar áttum góðar stundir á campusnum í síðustu viku og fórum líka og hittum íslensku krakkana hérna, þau Inga, Elleni og Áslaugu. Við fórum öll saman að skemmtistað sem heitir Pawn Shop. Mér finnst hann alveg frábær, að vísu voru alltof margir þar inni og hitinn/svitinn óbærilegur, en hann rosa flottur og spilaði lög á borð við Blue Monday, Sunglasses at night og old school hip hop.
















MYNDIR - HEF-ing fun

Ég á líka nokkrar myndir frá því að ég fór með skiptinemastelpunum á South Beach á klúbb sem heitir the Fifth.

MYNDIR - The Fifth


Mamma bað mig um að taka nokkrar myndir af campusnum og ég fór í smá mission í gær. Fór með Patriciu (herbergisfélaganum mínum) í skólasundlaugina að læra/slaka á. Philip frá Austurríki kallaði í okkur og sýndi okkur hvar krókódíll lág við vegginn sem skilur að stöðuvatnið hérna og sundlaugina. Í dag sá ég svo aftur krókódíl hérna á campusnum, maður verður bara passa sig hehe
Eftir að hafa hitt félaga mína í hópverkefni fyrir Management of Technology skellti ér mér með Hildi og Fannari á Rathskeller sem er einskonar háskóla veitingastaður/bar. Fengum okkur kvöldmat og 1.5 lítra könnu af bjór á 300 kr. og í bíó á eftir.
















MYNDIR - Campus

3 Comments:

At 5:20 e.h., Blogger Atli Viðar said...

eigum við ekki að gera lista yfir hvað við skulum taka okkur fyrir hendur?

 
At 8:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að skoða myndirnar... það vantar samt alveg myndir af herberginu ;) ..
Hafðu það gott sæta mín!

 
At 5:41 e.h., Blogger Erna said...

júmm gerum lista hehe

Já herbergið það er varla myndhæft :P en ég geri það í næsta missioni

 

Skrifa ummæli

<< Home