Föndur ;)
Sumir fjölskyldumeðlimir mínir halda að ég fari of mikið út á lífið hérna í Miami. Það er misskylningur, öll laugardagskvöld er ég heima að dunda mér. Á sunnudögum eru alltaf dansæfingar frá 12 til 16. Í gærkveldi tókst mér að gera 10 stk gogga og taka tíman hve lengi ég er að skera blaðið, brjóta gogginn saman og lita gogginn og merkja hann. Sumir halda kannski að ég sé að verða eitthvað einhverf en ég var einfaldlega að læra heima á laugardagskveldi ;) Þetta er work study hluti af verkefnastjórnun og heimaverkefnið var að taka tímann á ákveðnu auðveldu verki 10 sinnum og skipta verkinu niður í element. Afraksturinn er fyrirlestur sem ég á að halda á miðvikudaginn.
Hins vegar fór ég alveg út í vikunni, fórum á stað sem heitir Mansion á South Beach á fimmtudagskvöldinu og síðan á föstudagskvöldinu fórum við Ellen og Áslaug á South Beach og fengum okkur kokteil og hofðum það bara frekar næs.
SOUTH BEACH
Síðasta fimmtudag (fyrir rúmri viku) fór ég með Köthu og Joy á strönd sem heitir Key Biscyane. Þetta eru frekar fyndnar stelpur, önnur talar og talar en hin talar varla hehe þær eru frá Þýskalandi og Englandi. Við vorum eiginlega bara einar á ströndinni sem var þægilegt. Þetta er svona fjölskyldu strönd sem fólk fer á um helgar með börnin sín og grillar og leyfir þeim að fara í hringekju.
KEY-BISCYANE
Sama dag fórum við nokkrir skiptinemar í Coconut Grove á klúbb sem heitir Oxygen. Einhver þekkti einhvern og við fengum frítt sushi og frían drykk. Dönsuðum allt kvöldið og tókum svo skólabílinn heim. Það eru svona skólastrætóar sem ganga til og frá Coconut Grove (ofl staða) til allt að 3 á nóttunni. Myndavélin mín var batterýslaus þannig að myndirnar eru fáar.
OXYGEN
5 Comments:
Ég held að þetta goggaspjall í gær hafi verið það mest töff sem ég hef gert í langan tíma.
Alltaf gaman að gogga vini sína :P
Það er hægt að gera svo margar "hressar" útgáfur af goggi...
Takk somuleidis fyrir helgina, otrulega gaman!!
Mer finnst Ray-Ban gleraugun tin lika megas...Eg er lika megas med tau a seinustu myndinni heheh!
Sammala ter med strondina...Disus madur gerir ekki drullu allann daginn tegar solin skin ekki... ;)
Hæ elsku Erna mín! Ég veit ekki hvernig ég á að ná í þig þar sem engin af stelpunum er með símanúmerið hjá þér úti. Þannig að ég vildi bara láta þig vita að það er enn eitt gimsteinakrílið að bætast í hópinn þar sem ég er með eitt í mallakútnum :) Ég er sett 26. apríl þremur mánuðum eftir Agnesi. Ekki planað en bara yndislegt. Var í hnakkaþykktarmælingu í dag og krílið vinkaði okkur. Langaði bara að segja þér það áður en þú fréttir það frá öðrum sæta :)
KNÚS og kram
Margrét ýr
Til hamingju ástin mín :)
En gaman að heyra góða fréttir frá Íslandi.
Ég er að hringja núna í þig gullið mitt ;)
Skrifa ummæli
<< Home