Tropical storm
Atli er á leiðinni til mín, held að hann sé að lenda í NY í þessum rituðu orðum. Þar þarf hann að bíða í 9 klst þangað til flugið til Miami fer. Svo ætlum við að hittast á flugvellinum hér í Miami og fara til Bahamas...æði...eða hvað!?
Kennarinn minn varaði mig við því að fara til Bahamas og þegar ég fór að fylgjast betur með fréttum sá ég að Tropical Storm (frumstig fellibyls) sem kallaður er Noel var 9 manns að bana í Karabíska hafinu um helgina og getiði hvert hann stefnir? nú auðvitað á Bahamas...:s dáldið smeyk. Varðandi veðrið þá verð ég bara fegin að fá rigningu og hafa það kósý með Atla, en hins vegar er mér ekki sama þegar fólk er farið að deyja úr roki og rigningu! Ég vona bara að það verði flogið...
MYNDIR - HALLOWEEN PARTY
Veðurspáin
4 Comments:
Skoðaðu veðurspána vel áður en þið leggið af stað!! Betra að sleppa þessu heldur en lenda í hremmingum!!
kv. Mamma
Hæ elskan mín,góða ferð og vonandi tekur þessur stormur bara skarpa beygju í hina áttina!!! og bara ýkt góða skemmtun með honum Atla þínum!!! passiði ykkur á veðrinu!!! love you
ps. geggjað skemmtó videoblogg!! gerðu endilega meir af þeim ;)
Ég sendi Veðurguðinum fax og sagði honum að það væri von á ykkur til Bahamas. Hann hefur því ákveðið að stefna þessum stormi eitthvert annað. Allt fyrir Ernuna sína ;)
Góða ferð og farið varlega!!
Margrét
Ja, sennilega svo pad er
Skrifa ummæli
<< Home