Dagbók Drápskattar

föstudagur, október 19, 2007

Berrössuð með handklæðið að vopni

Ég fer á æfingu á hverjum degi, dansæfingu eða í ræktina, velti því stundum fyrir mér hvað ég myndi gera ef herbergishurðin mín á heimavistinni myndi lokast á meðan ég er í sturtu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég á annarri hæð í Rosborough turninum í byggingunni Stanford við 1239 Dickinson Drive, 33124 Miami, Florida sími: 305-458-5230 og salernin og sturturnar eru sameiginleg fyrir hæðina. Ömurlegt, en ég á frábæran herbergisfélaga sem heitir Partricia.
Allavegana fór ég í sturtu í dag, eins og alla daga, nema hvað þegar ég kom aftur að herberginu mínu var hurðin lokuð og það var víst ég sem lokaði henni og tók ekki lyklana mína með. Þarna stóð ég ein á handklæðinu læst úti og vissi ekkert hvað ég átti til bragðs að taka. Stelpan í næsta herbergi (Lauren) var svo elskuleg að lána mér föt og bauð mér að hanga hjá sér þar til Pat kæmi heim úr skólanum. Ég þáði fötin hehe mjög spes tilfinning og fór út að leita að Pat. Fór í skólasundlaugina og þrufti að útskýra fyrir strákunum í afgreiðslunni í hvernig klandi ég væri til að fá að fara inn. Þar var engin Pat, en Esben frá DK leyfði mér að hringja í hana og að lokum fékk ég lyklana og skundaði heim að skipta um föt. Erna óheppna.


Hlusta oft á þetta lag í ræktinni HAHAhaha Princess Superstar

Ég held að ég ætti að fara að skrifa matardagbókina aftur, ég æfi og æfi og þar af leiðandi borða ég og borða. Í dag fékk ég mér til að mynda, banana, melónubita, jógúrt, eplasalat, teryaki kjúkling með hrísgrjónum, grænmeti, pizzusneið, gulrótarsafa, pastarétt, appelsínusafa, vatnsflöskur, súkkulaðistykki, aðra pizzusneið, pepsi, reeses pieses poka....vonandi fer þessi listi ekki að lengjast :S

Ég er að fara til Orlando á morgun með skiptinemavinum mínum. Við erum 24 að fara og verðum í tveimur 12 manna herbergjum. Það er sundlaug í garðinum og heitir pottar inni í herbergjunum...:D
Við erum að fara á Halloween horror nights í Universal og Island of Adventure görðunum. Við Pat ætlum kannski að kaupa okkur halloween búninga ef tími gefst til. Ohh hvað ég er spennt.

Ég var að frétta að það eru snákar hér á Campus, forvitnilegt, ég er búin að sjá krókódíla og þeir eru ekki lengur spennandi, en snákar...það er eitthvað til að hlakka til að sjá!





























Um daginn var ég að rölta og sá 8 stóra rauða páfagauka (þeir eru víst kallaðir arar) saman í hóp frjálsa. Mér var dálítið brugðið, en hversu geðveikt er það samt!
Verst að ég var ekki með myndavélina þá.
















Ég er búin með báðar seríurnar af Rome og er að fara horfa á Grey's fyrir svefninn, góða nótt

10 Comments:

At 9:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe... eins gott að þú átt góða nágranna!
knús m

 
At 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh hvað þetta hljómar allt spennó þarna hjá þér... Njóttu þess í botn að vera þarna, ekki mikið eftir=)

Knús frá skaganum =)

 
At 11:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha æjji vandró! :)

 
At 12:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Erna mín, þú ert ekki dóttir pabba þíns fyrir ekki neitt. Ykkur finnst báðum gott að borða hahahahah.

 
At 12:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahah þvílíka snilldin.. ;)
Oooh heppin að vera fara til Orlando það er ekkert smá skemmtilegt þar!! Have fun! :D
Knús
Mags + bumbubúi

 
At 6:38 e.h., Blogger Atli Viðar said...

Mér líst vel á þetta myndband, löngu kominn tími til að við æfum saman borðasveiflur.

 
At 6:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ég gæti fengið Önnu Huldu, Brynju og Völu með mér í þetta...gott efni fyrir skemmtiatriði í næstu árshátíð HAHAHA

 
At 3:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eru snákar eitthvað sem væri skemmtilegt að sjá?! Bíddu þangað til einn skríður á milli lappanna á þér á meðan þú ert í sakleysi þínu að tannbursta þig.. ekki mjög skemmtilegt!

 
At 11:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha æj ég meinti þetta ekki þannig, ég verð ábyggilega með króníska paranoiu ef ég verð svo "heppin" að mæta snák hérna í skólanum.
En það væri samt gaman að því, svona eftir á!

 
At 6:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum alveg game í gott skemmtiatriði;) Verðum bókað flottari en þær í myndbandinu:)
Getum notað græna derið þitt!

En vá, sé þetta fyrir mér...bara á handklæðinu og engir lyklar, eins og atriði í bíómynd;)

 

Skrifa ummæli

<< Home