Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, október 25, 2007

Halloween Horror Nights


Ég fór með 28 skiptinemum í ferð til Orlando um síðustu helgi og það var alveg frábært. Ég hafði reyndar ekki sofið nema 3 klst þegar við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgni. Eins og flestir sem þekkja mig vel finnst mér ekki gaman að sofa og ég get ekki sofið í farartækjum...þannig að ég var ósofin og vakandi alla bílferðina.

Við fórum fyrst í rússíbanana í Islands of Adventure og vorum þar til lokunar eða þar til öryggisverðirnir fylgdu okkur út klukkan rúmlega sjö. Við borðuðum kvöldmatinn þar og fegnum okkur grillaða kalkúnaleggi mmm. Síðan tók Universal Studios við með allrosalegri mannmergð, ég bjóst engan vegin við svona mörgum þarna. Þarna var reykur út um allt og leikarar uppáklæddir sem uppvakningar eða draugar í hverju skúmaskoti. Við fórum í mummy rússíbana, draugahús, 3D bíó og sáum meðal annars Rocky Horror tribute show...minnti mig á grunnskólann haha.



Heimleið á hótelið var klukkan 2 og þreyta mín stefndi á óendanlegt í orðisins fyllstu. Hótelherbergin sem við pöntuðum voru tvö 12 manna og eitt fjögurra manna. Við borguðum innan við 2000kr fyrir tvær nætur og hótelherbergin voru betri en við gátum ímyndað okkur. Heitir pottar í öllum herbegjum, eldhús, hornsófi og risaskjár.
Partýið var í einu stóra herberginu en ég í hinu hehe ég hafði heila íbúð fyrir mig og fór ein í heitan pott og sofnaði "snemma" eða um 4 leytið. Þegar ég vaknaði lág par og ung stúlka í sama rúmi og ég. Ég svaf fast og þurfti greinilega á svefninum að halda :P En ég skemmti með auðvitað með hópnum seinna kvöldið :)

Daginn eftir fór ég í mallið að kaupa hitt og þetta. Lenti á ótrúlegu tilboði þar sem billabong bikini sem kosta vanalega um 10.000 kr heima(held ég) voru á 2.000 kr og auðvitað keypti ég tvenn. Svo þegar ég var að kaupa mér converse skó heyrði ég kallað á mig með íslenskum hreim. Þar var hún Karen Emils sem ég kynntist í Krítarferð þegar ég var sextán. Hún og Gyða Bergs eru að safna sér inn flugtímum rétt hjá Orlando, eins og Andri ofl íslenskir krakkar þessa önnina. Fyndið! Heimurinn er ekki svo stór.

MYNDIR - HALLOWEEN HORROR NIGHTS

Jæja í dag var ég í prófi í hagverkfræði og prófið var mjög auðvelt. Ég reiknaði það tvisvar yfir og ég held að Hildur haldi að ég sé eitthvað treg þar sem hún fór langt á undan mér út, hehe.

Ég er búin að kaupa mér Halloween búning vei vei, ég verð með Atla á Bahamas þegar Halloween er en ég ætla samt að eiga búning!
Atli kemur hingað til Miami á þriðjudagsmorgun og ég get varla sofið ég hlakka svo til. En þangað til eru 2 próf á mánudaginn og eitt netpróf á sunnudaginn. Ég í alvörunni hélt að álagið hérna úti ætti að vera minna (þó að það sé alveg bærilegt) en komst að því að þessa önnina er fólk frá einhverjum stofnunum að "rate"-a skólann og allir kennarar að missa sig í heimaverkefnum og skyndiprófum...leiðindaástand.
En ég klára samt skólann 30 nóv og tek bara 2 próf í desember, eitt 15% og annað 40%. Þannig að þið vitið hvar ég verð í desember (*huhum*sólbað*huhum*strönd)

7 Comments:

At 7:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan mín!!! ohh smá öfund í gangi hérna hehe...væri nú bara alveg mega til í að vera í sólbaði í des..en ekki að húka yfir bókunum í kuldanum!!! þú malar inn brúnku bara fyrir mig og setur hana á mig þegar þu kemur heim!!! ohh get ekki beðið eftir að knúsa þig og vera með ernunni minni. sakna þín svo að það hálfa væri nóg sko!!!! en hafðu það yndislegt sætasta mín :*

 
At 9:19 e.h., Blogger Erna said...

*sakn*
Ég er ung einmana stúlka í leit að vinkonu hehe. Einu kröfurnar sem ég geri er að hún sé lítil og sæt, hafi ógeðslega góðan smekk á fötum, komi mér til að hlæja við hvaða tilefni sem er og hversu ljóskulegt sem það getur nú verið haha, hún þarf að elska ristaðbrauð með túnfisksalati og gera geðveikt skinkuhorn. Það væri ekki verra ef hún væri alltaf til í búðarráp og skrilljón símtöl.
*bið ekki um mikið, bara eina rönnslu hehe*

 
At 10:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

... Elsku Erna mín! Takk fyrir fallega kommentið! :) Sú litla fer ÁN EFA í ballett,er alltaf að spyrna sér og gerir voða falleg tondue! ;) hehe..

Hafðu það alltaf gott og gangi þér vel þarna úti

.. Þín ballettvinkona Ingibjörg

 
At 11:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ó mæ hvað er gaman hjá þér!! :) Hlökkum til að fá þig hjem sæta! :D

 
At 11:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ps: Knús margrét ;)

 
At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sætustu! ohh þú ert sko bara best :* það er byrjað að snjóa..pældu og þú bara á bikiníinu!! ;) þá styttist í þig elskan!! ohh ég skal sko gera fullt af skinkuhornum fyrir þig milli jól og nýárs!! gaman gaman :) herru heldur að ég sé ekki bara orðin guðmóðir :) Litla snúllan hennar Sveinu sys var skírð Friðrika Sigurðardóttir!! fer henni ekkert smá vel´:)hún er sko algjör gullmoli :)
knús :*

 
At 10:40 e.h., Blogger Erna said...

Til hamingju með það!
;)

Bókaðu mig í skinkuhorn milli jóla og nýjars hehe deffó

 

Skrifa ummæli

<< Home