Kvenrembur eða hvað?
Ég er mikið búin að vera að ræða stöðuna hérna í Miami við vinkonur mínar í skólanum. Sagði Atla frá pælingunni minni en langar að segja þér hana líka...
Það er nefninlega þannig að mér var ogguponsu brugðið þegar ég kom hingað út. Hérna fá stelpur frítt inn á staði, ekki strákar því þeir þurfa að borga frá tíu dollurum og upp í fjörtíu dollara fyrir inngöngu. Einnig geta stelpur verið klæddar eftir hentugleika, það geta strákar ekki því svartir skór og smekklegar buxur eru oftast skilyrði. Hérna kaupir nær engin stelpa sér drykk á barnum því það eru strákar sem bjóða...hvort sem þær eða þeir vilja eitthvað með viðkomandi hafa. Oftast er bara gengið að einhverju vænlegu borði og smælað og sveiflað hárinu (sumar gerast svo djarfar að taka bossadýfur og -dillur) og þá eru drykkirnir í "réttum" höndum.
Er þetta ekkert undarlegt?
Ég fæ samviksubit þegar íslenskur strákur vill gerast herramaður og bjóða mér upp á drykk. Hérna er mér næstum sama, en ekki alveg og þetta er farið að valda mér hugarangri.
Herbergisfélaginn minn hún Pat er frá Brasilíu og ég var forvitin að fá að vita hvernig staðan er í hennar landi. Hún segir að það sama sé uppi á teningum í Brasilíu, stelpur fá allt gefins frá strákum...hvort sem það er á skemmtistað eða veitingastað. Hún hló þegar ég spurði hvort brasilískar stelpur myndu bjóða strákum á deit, greinilega ekki sjéns.
Mín skoðun er sú að þegar stelpur sætta sig við að láta stráka borga allt þá sætta þær sig líka (óbeint) við lægri laun. Ég spurði líka Pat til gamans hvort að karlar og konur fengju sömu laun í Brasilíu en þá hætti hún að hlæja.
Flestar íslenskar stelpur sem ég þekki vilja fá að bjóða strák í glas ef þannig liggur á þeim og borga fyrir matinn ef þær eru að bjóða á deit.
Chloe vinkona mín frá Englandi er mjög sammála mér í þessum málum og bætti því við að hún þolir ekki stráka sem halda hurðinni fyrir hana ef þeir halda svo ekki hurðinni fyrir örðum strákum. Hún vill meina að hún sé ekki "retarded" og geti opnað sínar hurðir sjálf.
Flestar evrópsku stelpurnar hugsa á þennan hátt en þær bandarísku og suður amerísku skilja þetta ekki. Finnast þetta vera hallærislegar pælingar, þær mæta á djammið með engan pening og búast við að fá fría drykki á kostnað einhverra stráka sem þær þekkja ekki. Þær vilja svokallaða "gentlemen" eins og Pat komst orði að. Jæja hvað er ég að rugla ég vildi bara koma þessu frá mér því þetta pirrar mig heil ósköp.
Setti inn myndir frá því þegar við Atli komum til Miami og gistum á South Beach
MYNDIR - ATLI HJÁ MÉR Á MIAMI
Nýja brettið okkar Atla
Já og ég er búin að borga mína fimmtán dollara í sjóbrettaferð aka surftrip. Keyrum á einkabílum í 4 klst næsta föstudag (skólinn/klúbburinn borgar bensín) og við gistum hjá fjölskyldu einnar stelpunnar í klúbbnum. Hún á víst 8 bretti til að lána og rest leigir á 10 dollara stk.
Ég er semsagt að fara að gista í tvær nætur á New Smyrna Beach með ókunnugum ofuraktívum krökkum í jaðarsportklúbbi til þess að læra að surfa, ég er að fíla þetta. Þau ætla að halda útilegu á grasinu fyrir utan bókasafnið hérna á campus og halda study-camp frábært!
1 Comments:
úúúúú læra að surfa!!!! hljómar vel ;) og þetta með pælinguna...vá hvað ég gubba bara af þessum hugsunarhætti hjá amerískugellunum!! þær eru eila bara að leggjast lágt!! að nýta júllurnar sínar fyrir drykk oj!! hehe doldið leim en sonna eridda! þær ættu bara að öfunda okkur evrópskugellurnar sem bera höfuðið hátt og berum virðingu fyrir okkur!!húrra fyrir okkur heheh grín...samt ekki ;)
góða skemmtun í surfinu elskan knúsknús lovjú:*
Skrifa ummæli
<< Home