Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Atli loksins kominn, og farinn



Hvar á ég að byrja?
Atli kom á MIA flugvöllinn síðasta þriðjudagsmorgun og við fórum beint í flug til Bahamas. Vá hvað það var gott að hitta hann :D Fyrsti dagurinn á Bahamas var furðu góður og ekki að sjá að fellibylur væri að ganga yfir. Næsta dag var köflótt veður en alls ekki slæmt og á fimmtudaginn var skýjað og skúrir, það var allt. Föstudagurinn var fáránlega næs og við fórum í litla siglingu á annan hluta eyjunnar og á strönd sem var þar. Þar gerðum við Atli á mig sandbuxur sem sjást á myndunum og á videoi á facebook. Seinna um daginn flugum við svo aftur til Miami og gistum á South Beach.

MYNDIR - BAHAMAS



Fengum rosa gott veður hérna í Miami en maður finnur alveg að hitinn og rakinn eru að minnka. Hitinn er núna ekki nema 21°C, en var að vísu hærri um helgina.

Atli fékk líka að gista á campusnum með mér hehe frekar fyndið. Allt saman frábært. Við keyptum okkur longboard saman og svo er spurning ef ég á einhvern pening að kaupa annað ;)

Eftir viku er dans showcase hjá okkur og það er æfingar á hverjum degi núna alla vikuna. Eftir rúma viku er svo planið að skella mér í surf-ferð með krökkum úr skólanum sem ég hef aldrei hitt. Þetta er tveggja daga ferð á New Smyrna Beach með mat og ferðalögum á þúsund kall. Ég get valið á milli þessa og fara í Disney dagsferð til Orlando með skiptinemunum á 4000 kr.

3 Comments:

At 6:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohhh geggjað hvað ferðin var frábær!! allavegana eru myndirnar alveg draumur í dós!!! ég sit hérna heima og ég er að borða bland í poka :) er ekki alveg hrikalega langt síðan þú hefur fengið solleiðis nammi? takk fyrir smsið um daginn ;) knúúús og ég hlakka svo ótrúlega mikið til að fá þig heim :* p.s. þú ert orðin ekkert smá súkkulaði brún sæta mín!!!

 
At 3:37 f.h., Blogger Erna said...

Mamma senti mér nóakropp, sex stykki eitt sett, lakkrís poka og harðfisk :D

En bland í poka er engan veginn eitthvað sem til er í ameríkunni. Hérna borða allir bara M&M pokana sína eða djúpsteikt eitthvað. Enginn með sterka brjóstsyka og saltrottur eins og heima, hvað þá apaskít mmm ég er farin að sakna nammisins mikið. Ekki minnast á þeyting í Úlfarsfelli!!

En mest sakna ég þó fjölskyldu og vina...vá hvað við eigum eftir að eiga gott knús þegar ég kem heim:P

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað hefur verið gaman hjá ykkur! Myndirnar alveg ótrúúúlegar! Ekkert smá flott þarna :P
Hlakka til að sjá þig í desember! :*

 

Skrifa ummæli

<< Home