Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Fall of surf


Ég fór um síðustu helgi í brjálaða surf ferð.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja..ég var í 5 klst í bíl með Joanna frá Bermuda, Madison frá indianapolis og Punjhab frá Indlandi. Við lentum í brjálaðri föstudagsumferð en skemmtum okkur þrátt fyrir það. Þegar við komum loksins til New Smyrna Beach beið okkar lasagne og brownies. Einn þriðji af hópnum gisti í íbúð sem Amma gestgjafans (Annie)á en tveir þriðju (þar með talin er ég) gistu á heimili Annie. Fyrsta kvöldið var landafræði- og jarðfræðikennsla af minni hálfu sem og hinna krakkanna sem ekki voru bandarísk. Helmingurinn fór í labbitúr í kolniðamyrkri meðfram ströndinni með vasaljós en ég var dauðþreytt og fór að sofa.

Daginn eftir vöknuðum við snemma, sóttum okkur wetsuit sem eru svona samfestingar og brimbrettin, gengum 200m niður á strönd. Byrjuðum á því að bodyboarda á brimbrettunum og reyndum að ná öldunum á réttum tíma og stað. Þetta er nota bene töluvert erfiðara en það sýnist, og að sjá stelpur á surfa á bikiní í surf myndum er frekar tæpt, þar sem maður er með rispur, brunasár og marbletti eftir átökin. Svo þegar maður er búinn að svamla nóg og ná sér í góða öldu þá eru hendurnar svo dofnar af svamli og kulda að það getur verið ógeðslega erfitt að taka risa armbeygju upp á brettið.
Ég náði því semsagt ekki fyrsta daginn, þrátt fyrir að hafa farið þrjú þriggja klst session í sjóinn. Fyndið að sá hluti hópsins sem fór í kvöldgönguna áður var ekki eins spenntur fyrir sjónum eins og við hin...þau sáu nefninlega gnótt af hákarlaungum hehe. Ég lærði líka smá að skimboarda...það er þynnra og minna bretti en brimbretti og maður rennir sér eftir örþunnum öldum á ströndinni.

Kvöldinu eyddum við fyrst í grillveislu "heima" og svo héldum við spilapartý í íbúð ömmunnar. Um kvöldið var sérstakt stjörnuhrapa kvöld og ég sá tvö stjörnuhröp í fyrsta skipti á ævinni! (Já ég veit að ég er gleraugnaglámur og sé ekki vel, en ég hef einhverra hluta vegna ekki gefið mér tíma í að horfa svo lengi á stjörnurnar :s) Nýtt Hobbý!
Við lágum öll við ströndina í rosa myrkri voða kósý, mig sárvantaði Atla.

Daginn eftir tók ég surfsession númer fjögur og náði að standa þrisvar sinnum EN ég var með svo miklar harðsperrur að ég gat með engu móti reist mig upp. Svekk svekk. Ég elska þetta samt, það er alveg fáránlega gaman að surfa, mig langar svooo að fara aftur.

MYNDIR - SURFFERÐ



Á mánudagskvöldinu var Fusion partý, danshópurinn hittist og við blönduðum mohito, ananas koktaila, spiluðum beerpong ofl. Þessir krakkar eru alveg kostulegir, dansa og dilla sér eins og þau eiga lífið að leysa. Ég sem hélt að ég væri slæm í þessu hehe...langt í frá!



MYDNIR - FUSIONPARTÝ

1 Comments:

At 3:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá þetta hefur verið geggjuð helgi hjá þér :) Mér finnst þú nýfarin út, en nei ekki nema rétt þrjár vikur í heimkomu...hehe... ekkert smá fljótt að líða...

Knús, Anna María

 

Skrifa ummæli

<< Home