Thanksgiving
Fjölskyldan hennar Patriciu, það er systir mömmu hennar, eiginmaður og börn, bauð mér í Thanksgiving mat. Vá hvað það var gott að komast í alvöru mat á alvöru heimili. Það sem mér fannst standa uppúr var sætu kartöflustappan með pecan hnetunum ofan á og bláberjapæið! Skáluðum í kampavíni, fengum rauðvín og osta í forrétt, kalkún og rosalegt úrval af meðlæti í aðalrétt. Ís, pecanpæ, bláberjapæ og súkkulaðikaka í eftirmat, ekki slæmt það. Restinni af kvöldinu eyddum við Pat að horfa á Pixar stuttmyndir og svo Beauty and the Beast.
MYNDIR - THANKSGIVING
MYNDIR - THANKSGIVING Á CAMPUS
Við skiptinemarnir í skólanum fengum líka Thanksgiving mat og héldum Wii partý og flestir skáluðu í Tequila, nema ég hehe
Í fríinu héldum við uppá afmæli frænku Patriciu, hennar Gabrielu. Kærastinn hennar hélt partý og við vorum síðan með borð á Mansion það sem eftir var kvöldsins...mjög hresst. Ég dró Joanna með mér, einni af stelpunum sem ég kynntist í surf-ferðinni.
Í dag kláraði ég tvo áfanga, Hagverkfræði og Gæðastjórnun. Ég tók lokaprófin bæði í dag og er dauðþreytt eftir það, tekur á að vera í prófum. Ég er næstum viss um að ég sé með 10 í báðum prófum...ef ekki það, þá 9,5. Sem mun gefa mér lokaeinkunn í kringum 9,5 í báðum áföngum. Það er allt annað en leiðinlegt :D
Hérna erum við með Ninu Hagverkfræðikennara í pizzupartýi, hún bauð okkur líka heimagerðar smákökur mmm
Gæðastjórnunarkennarinn minn gefur okkur alltaf nammi í tíma, oftast mini snickers og twix. Mjög ólík menning og heima uss já!
Já og slæmar fréttir líka, ég var bitin oftar en sextíu sinnum í kringum ökklana og kálfana sem olli mér miklu svefnleysi og óþægingum. Ég fór í ræktina einn daginn og gat ekki hlaupið í meira en 10 mín vegna kláða...spretti þess í stað út í apótek og fékk lyf og krem og allt. Líður miklu betur núna. Var líka að fá mér sushi og horfa á skemmtiatriðin og jólaljósin kveikt á Rockafeller Center í sjónvarpinu ójá jólin eru nefninlega að koma!
Ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar og er búin að búa til stærsta innkaupalista fyrir mig sem ég hef á ævinni gert...1.des get ég loksins keypt mér föt jibbýkóla!!
Erna er að hlusta á Róisín Murphy þessa dagana, en fyrir þá sem ekki vita var hún í hljómsveitinni Moloko:
Þið kannist við þetta ;)
3 Comments:
Alltaf svo skemmtilegar færslurnar þínar... gott að fá smá breytingu frá prófalestri :)
Takk fyrir smsið um daginn, ég ninna og hrafnhildur vorum í ísbíltúr og fengum allar sms...heheh
Allavegana, frábært hvað þér gengur vel í skólanum...
Prófalestursstraumar frá bókhlöðunni... Anna María
híhíhí ég er sko farin að sakna ykkar svakalega mikið.
Ohh hvað ég á þá inni hjá ykkur ísbíltúr í desember, eftir prófin ykkar.
Lovjú beibíkeiks
Já þín er líka saknað hérna heima... þú færð klárlega ísbíltúr um leið og þú kemur heim... tökum bara læripásu og stefnum á vesturbæinn :)
Knús í klessu...
Anna María
Skrifa ummæli
<< Home