Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Heima er best

Skólinn er byrjaður á fullu og ég er að fara í "miðannarpróf" núna á fimmtudaginn, lífið gæti ekki verið meira spennandi hehe
En ég náði því í dag að fara standa ofaná öxlum annars manns (með miklum erfiðleikum sökum lofthræðslu) en ég er ótrúlega stolt. Ef þú ert ekki alveg að fatta hvert ég er að fara þá er þetta það sem ég á við:



Tilefnið er að ég er byrjuð í sirkustímum og æfingar eru allt upp í sex sinnum í viku ef maður vill...svo er það golfið, alltaf á mánudögum að æfa sveifluna!

Ég bætti inn síðustu Miami myndunum mínum *snökt* það er ekki laust við að ég finni fyrir smá oggu ponsu söknuði.

MYNDIR - SÍÐASTA MIAMI PARTÝIÐ

1 Comments:

At 8:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

... til hamingju með axla-áfangann;)

 

Skrifa ummæli

<< Home