Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, desember 05, 2007

Happy Hanukkah

Hanukkah var að byrja í dag og þetta er orðið á götunni: "Happy Hanukkah" hehe
Alskonar kökur og glassúr í andyrinu sem og svokallaður miðnætur-morgunmatur með eggjum pulsum pönnukökum donunts og kakói. Dáldið sweet.
Svo voru tónlistarmenn að spila á píanó og fiðlu á sviði skólans, sama sviði og við í Fusion sýndum á. Fann einmitt eitthvað video í dag frá atburðinum, verst að klippurnar eru flestar úr dönsunum sem ég var ekki í...kannski er það bara betra! djók

Þónokkur tilviljun að ég kláraði Schindler's list í gærkveldi.

Það kom einhver andi yfir mig í dag, ég hlustaði á jólalög samhliða því að raða fötum í tösku. Ég veit að þetta er dáááálítið snemmt, en ég hlakka bara svo til að koma heim! 10 dagar þangað til að ég kem í kuldann. Ég er sko ekkert smeyk við hitabreytinguna því að ég er búin að velja ferðafötin og þau eru hlý og þung...enda er ég að passa uppá yfirvigtina og valdi massífustu fötin mín sem ferðaföt hehehe.



Annars bara, undirbúið heimkomu mína og makið á ykkur brunkukremi :P!!

3 Comments:

At 10:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha ... "makið á ykkur brúnkukremi" hahahaha...
10 dagar í að þú komir heim.. sem þýðir færri dagar í að ég fari út!.. sem þýðir að ég sé þig ekki fyrr en eftir marga daga.... Kem annars heim 23.des... þannig að við hittumst ferskar á laugaranum ;)

 
At 10:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég er farin í tvöfaldan túrbó takk fyrir túkall!!!! híhíhí

 
At 5:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jáhá, ég held ég fari bara strax að undirbúa mig...

Ekkert smá stutt í heimkomu, sem þýðir stutt í prófalok og djamm með þér :) Ekki verra...hehe...

Knús...Anna María

 

Skrifa ummæli

<< Home