Dagbók Drápskattar

mánudagur, desember 10, 2007

Hammertime


Hildur og Fannar á ströndinni

Kveðjudagur skiptinemanna við UM var haldinn núna síðast liðinn laugardag. Við grilluðum á ströndinni, spiluðum blak og sleiktum sólina...

MYNDIR - DESEMBER Í MIAMI

Ég var bitin af einhverju ógeðisdýri og hægri upphandleggurinn minn er næstum tvöfaldur, heitur og aumur (sem og lítill partur af baki og kálfa sem ekki urðu eins illa bólin) Það verður lúxus að komast í skort af skordýraflóru á Íslandi.

Arnór Bogason vinur og sambýlismaður Atla skellti sér til Danmerkur um helgina og í tilefni af því héldu Atli og vinir vefdagbók sem sjá má á www.arnor.is Hressilegt.

Ég á að fara að byrja að læra undir aðgerðagreiningu og skrifa 5 bls. ritgerð um aðgerðagreiningu í heilbrigðisgeiranum en ég ákvað frekar að horfa á video, setja inn myndir og skrifa blogg. Já og ég ákvað að fara ekki og hitta Paris Hilton og Puff Daddy (P.Diddy) á Mansion, eins og svo margir gerðu. Ákvað heldur að klára jólagjafainnkaupin fram á kvöld og borða sushi.



Ég var dolfallin yfir þessum reebok skóm, ætlaði mér einu pari og Mögnu öðru. Síðan kom í ljós að minnsta stærðin sem þau áttu var 42 snökt, ósanngjarnt!

1 Comments:

At 1:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

æhj, já, skórnir eiga þá eftir að sóma sér vel á einhverjum stórfættum konum. (:

 

Skrifa ummæli

<< Home