Vakna úr værum blundi, eða hvað!
Á milli þess sem ég skoða haust 2008 sýningarnar á style.com þá glugga ég í stjórnun fyrirtækja glósurnar. Enda síðasta próf mitt í iðnaðarverkfræðinni núna 15.maí, það er að segja daginn eftir afmælisdaginn minn og daginn áður en við höldum í útskriftarferð.
Hér koma nokkrar glósur út stjórnun fyrirtækja sem ég var að lesa:
"Persónulegir þættir, vinnustreita
Týpa A:
Persóna sem sýnir týpu A hegðun er frekur, óþolinmóður, fer yfir strikið. Reynir að gera of mikið á of litlum tíma. Óstaðfestur fjandskapur lýsir einnig týpu A. Í vinnunni er týpa A ýtin og vinnur vel. Utan vinnu passar týpa A að hún sé alltaf upptekin við alls konar erindi."
Já afsakið vinir hve frek og fjandsöm ég hef verið síðast liðin þrjú ár, ég er að klára núna eftir 2 daga og þá hverfa þessir streituþættir (vonandi).
Á föstudaginn er ferðinni heitið til Kaupmannahafnar, því næst til Shanghai, síðan til Singapore (stærsta útsala ársins akkúrat þegar við erum þar, jeii) og að lokum til Phuket og Bankok.
Takk fyrir og góða ferð.