Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, maí 31, 2007

FótaburðurNú hef ég æft ballet til fleiri ára og veit að fagurfræðin og hefðin ein segir þér að misþyrma fótum þínum í táskóm úr gifsi, þannig að úr tánum blæðir.
Það finnst mér lítilvæglegt í samanburði við kínverskar stelpur sem reyrðu fætur sínar allt frá fjögurra fimm ára aldri. Takmarkið var að láta fæturna líta út eins og gullin lótusblóm.

Ástæðan var sú að ungar kínverskar stúlkur vildu ganga í augun á strákum. Þær sem voru með minnstu fæturnar giftust ríkustu mönnunum.
Zhou Guizhen 86 ára kínversk kona var fyrst bundin á fótum af móður sinni þegar hún var sjö ára. Tærnar hennar voru brotnar og þær bögglaðar undir ilina. Þegar kom að því að finna handa henni mann, kröfðust verðandi tengda foreldrar hennar að tengdadóttirin væri með yfirnáttúrulega smáar fætur. Zhou sá ekki manninn sinn fyrr en við giftinguna og komst þá að því að hann var ópíum sjúklingur...þá mætti segja að píningin hafi verið til einskis.
Kínverjar bönnuðu reyrðar fætur kvenna árið 1912, en þrátt fyrir það tókst móður Zhou að blekkja mennina sem sáu um að framfylgja banninu með því að pakka fótum hennar í stóra skó. Á þeim tíma þótti þetta merki um stöðu en nú er þetta lifandi dæmi um kúgun kvenna í heiminum. Frá þessu er sagt í frétt NPR:

http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=8966942

Einnig eru áhugaverðar myndir og frásagnir á:

http://en.wikipedia.org/wiki/Foot_binding


þriðjudagur, maí 29, 2007

Heim og heiman

Kom heim frá NY í síðustu viku. Nenni ekki að segja frá öllu en það sem helst stóð uppúr var:


-Besti Sushibiti sem ég hef smakkað, heitir California veit ekki af hverju. Bitinn fannst á Japönskum veitingastað við hliðina á japanska mollinu í New Jersey.

-Mexikóski Veitingastaðurinn í Soho þar sem guacamole er gert við hliðiná á borðinu. Þar fengust bara mexíkanskir mohitóar. Þeir eru ekkert spes, eiginlega bara ekki góðir.

-Hand- og fótsnyrting sem ég fékk í afmælisgjöf frá Svenna og Björk. Þarf að stunda þetta þegar ég flyt út. Drekkandi grænt te og fá fótanudd í mjúkum hægindastól ;)

-Gull Converse frá Atla...þeir eru faaab

-Passið ykkur á götustrákum í NY, þeim sem eru að reyna að vera hip og kúl og troða heyrnatólum á mann og annan. Hlaupið burt ef þið sjáið drengi sem halda á heyrnartólunum sínum, þeir eru blóðsugur.

-Allir sem fara til NY ættu að taka lest til Brooklyn og fara á markaði eins og Beacon Street. Þar hitti ég Jónas, Teit og Mána fyrir algjöra tilviljun. Ég held að góðir hlutir gerist þar. Enda var seldur bolur með áletruninni: Reykjavik, that's a cool place hehe funny bunny


-American Apparel er frábær, týndist lengi lengi þar. Mátandi gullsundboli, silfurblá leikfimiföt, skærlitaða hlíraboli, samfellur og samfestinga á meðan Atli keypti sér hipsteraskó úr Bathing Ape.

Sótti um visa í gær, þarf að fara í sendiráð Bandaríkjanna á fund bráðlega, til þess að fá landvistarleyfi. Gott stöff, vesen samt.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Lost in the blinding whiteness of the tundraÉg á bráðum afmæli...vona að hamingjan verði jafnmikil í afmælinu mínu og í þessu myndbandi. Ekki óttast, afmælið verður í júní held ég, vegna þess að á afmælisdaginn minn verð ég að læra eins og mofo fyrir lokaprófið í Tölulegri Greiningunni hans Ragnars ofurkennara.

Hjólatúrar eru mínar ær og kýr...sem og mínar: Brynja og Anna Hulda! hehe

Þar sem afmælið mitt er eftir viku þá ætla ég að leyfa mínum nánustu að undirbúa sig svolítið og hér með kemur óskalistinn árlegi:

1. Flugferð til NY-Miami eða Boston-Miami
2. Leiga á Campus sem kostar 2,700 dollara (ekki nema 200.000 kr)
3. Svart dömuhjól með körfu. Ég var að hugsa tilbaka og komst að því að ég fékk fjólubláa Trek hjólið mitt í 12 ára afmælisgjöf...nákvæmlega 10 ára gamalt stykki.
4. Heimsókn til Miami...hver hver vill og verður?
5. Webcam og Skype heyrnartól.
6. Ferðatöskusett á hjólum.
7. Ekkert sem ég gæti mögulega keypt mér sjálf...ég er nú að fara til NY 17.maí og ég vil endilega ekki að familían fari að eyða morðfjár í föt, snyrtidót eða annað dóterý sem er þrefalt ódýrara í ameríkunni.
8. Hamingjuknús.
9. Litalinsur, helst dökk dökk brúnar. (Til að líkjast systrum mínum enn frekar)
10.Geðveika oldschool neonlitaða hjólaskauta.

Þið hin sem ekki eruð skylduð til að gefa gjafir...endilega undirbúið ykkur fyrir afmæli glam-rokk afmæli. Birgið ykkur upp af glimmeri, silfurþrumum, hárspreyi, leggings og svona skíðagalla eins og Vince í Mighty Boosh á:

Lost in the blinding whiteness of the tundra

þriðjudagur, maí 01, 2007

Box


Það er farið að fara ískyggilega mikið í taugarnar á mér hvað útvarpsfólk getur ekki sagt ERR almennilega. Ber það fram svona eins og færeyingar...er fólk ekki sent til talmeinafræðings nú til dags ef það talar ekki rétt? Mér finnst lágmark að fólk sem selur rödd sína í útvarpi ætti að hugsa um svona hluti. Fallbeygja rétt og kunna að tala.

Allavegana, við Anna Hulda skelltum okkur í boxkeppni um daginn.
Aftaksturinn kom í ríkissjónvarpinu um helgina:

Box